Alein og yfirgefin…

…ég arka æviveginn osfrv.

Sit hér ein á hótel Kea og hugsa heim.  Skrítið hvað fjarlægðin gerir fjöllin blá og mennina betri.  Ég fór bara í morgun og strax fyrir hádegi var ég farin að sakna Þráins og Ástrósar Mirru.  Ég geri það ekki ef ég er í Kópavoginum og jafn langur tími liðinn.  Hvað ætli það þýði.  Er það hugmyndin um að ég muni ekki sjá þau í kvöld eða hvað?

Ég er samt pollróleg núna, líður bara vel, er með nettengingu á hótelinu og flatsjónvarp með fullt af stöðvum, fékk mér Nings uppá herbergi.  Fer nú samt líklega snemma að sofa svo ég verði hress á morgun.  Var að kenna í dag frá 10-15 með matarhléi og það er ótrúlegt hvað það að troða eigin visku inní aðra er þreytandi, þrátt fyrir að vera með frábæra nemendur eins og ég í dag.

Hefði sjálfsagt farið í göngu áðan ef ég væri komin með nýju myndavélina mína en nennti ekki með þá gömlu, geri það kannski á morgun enda sýnist mér að ég hafi komið með sunnanveðrið með mér, því hér í morgun var suddi og kalt en í dag var sólin farin að skína og allt bjart og fallegt.

Þangað til næst,
ykkar Kristín Jóna

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.