Venjan

7.8.2007
Jæja, þá er verslunarmannahelgin búin og allt fór svona rosalega vel.  Ég held sveimérþá að maður hafi misst af einhverju að vera ekki á þjóðhátíðinni eða alla vega sunnudeginum og stærstu brekku ever.  Samt ekki, mér finnst nefnilega að Árni Johnsen megi fara að hvíla sig, að hlusta á hann í útvarpinu var hreint út sagt hræðilegt, ef ég og Steina tengdó hefðum ekki sungið honum til stuðnings þá hefðum við þurft að slökkva á útvarpinu.

En ég ætlaði nú eiginlega bara að tala um venjuna en ekki þjóðhátíð, þó hún sé náttúrulega ekkert annað en venjan.
Það er svo gott þegar svona öðruvísi helgar og reyndar sumarfrí oþh. er búið og lífið fer aftur í sinn gír eins og núna.  Maður verður einhvern veginn rólegri en kannski það sé nú bara af því að við erum búin að hafa svo gott sumarfrí, við værum líklega bara í stresskasti annars.

En nú er Mirran komin á leikjanámskeið hjá Björkunum og það er svooooo gaman og ég var að hafa einhverjar áhyggjur að ég er að setja hana á námskeið án þess að stíla uppá vinkonur hennar og að hún þekki engan og svo sá ég um daginn að hún varð ein eftir þegar krakkarnir áttu að para sig en eftir daginn í dag hætta þessar áhyggjur því þær komu hlaupandi tvær á móti mér og vildu fá að koma saman heim til okkar, Ástrós og einhver stelpa sem heitir Kamilla Rós.  Það var reyndar ekki hægt í dag, því mamma hennar ætlaði að gera eitthvað með henni en það má athuga aftur á morgun.  Alla vega voru þær að leika sér saman og voða gaman svo líklega hef ég verið með ótímabærar áhyggjur.

En nú eru ekki nema tvær vikur í skólann og þá finnst manni nú haustið vera farið að skella á en ég vona svo sannarlega að það verði milt og fallegt.  Ég er alla vega ákveðin í að gera eitthvað til þess að verða ekki jafn þung í vetur og í fyrravetur, mig óar eiginlega við því.

Það er nú frekar rólegt í vinnunni þessa dagana og ég tók meira að segja mjög lítið af myndum um verslunarmannahelgina en ætla að bæta úr því fljótlega alla vega ætla ég að fara betur yfir allar hinar myndirnar sem ég hef tekið í sumar og athuga hvort ég finni ekki eina og eina nógu góða til að setja á Flickrið mitt.

Þangað til næst,
Kristín Jóna

kjona

Related Posts

Blómin í hjólbörunum

Blómin í hjólbörunum

Hetjurnar mínar!

Hetjurnar mínar!

Gervigreindin

Gervigreindin

Þrjóska

Þrjóska

No Comment

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

flokkar

nýjar fréttir

komment

Um mig

Ég heiti Kristin Jona og er frá  Vestmannaeyjum. En  bý núna í Marnardal í Suður-Noregi og hef búið hér síðustu tólf árin. Ég hugsa alltaf um Ísland sem heimilið mitt, en ég elska líka að búa hér í Noregi.

Ég hef bloggað síðan árið 2003 svo ef einhvern langar að kíkja aftur í tímann þá er það hægt hérna.

Ég ákvað svo nýlega að bæta ljósmyndablogginu mínu við á þessa síðu svo hægt væri að sjá það samhliða vengjulegu bloggi og mataruppskriftum.