VIP á Íslandi

4.9.2007 Einkennilegur hópur veruleikafyrts fólks, þessi VIP hópur fólks sem fer um allt þessa dagana. Við fórum á tónleikana með Noru Jones á sunnudaginn og ég man varla eftir að hafa skammast mín eins mikið fyrir samlanda mína eins og þá.  Fyrir utan hvað fólk getur verið dónalegt og ótillitsamt við annað fólk.

Við sátum uppi í stúku og keyptum okkar miða eins og margir sem fóru þarna á tónleikana.  Við komum ca. 20 mín áður en tónleikarnir áttu að byrja svo við værum örugglega komin í rétt sæti á réttum tíma.

Kl. 20 hefjast tónleikarnir og þá er miðjan í salnum tóm.  Fyrir utan eina eða tvær konur sem voru sestar þar.  Við og fólk í kringum okkur fór að velta fyrir sér hvað hefði komið fyrir og ég fór að hugsa um þá sem ég vissi að hefði langað í miða en fengu ekki þegar ég horfði yfir hálftóman salinn.  En sem sagt kl. 20 sem er tíminn sem tónleikarnir voru auglýstir að ættu að byrja, þá komu fram á sviðið ungur strákur sem var allt tónleikaferðalagið með Noru Jones og hún sjálf og hann sungu þau saman 3 lög.  Æðislegt nema að allan tímann er fólk enn að koma inn og aðrir að þurfa að standa upp fyrir þeim og svo þetta eilífðarráp á barinn og klósettið.  Þetta truflaði mig talsvert mikið en mest truflaði mig sá dónaskapur FL Group að hafa keypt upp hálfan salinn en mæta svo ekki.

Þegar þessi strákur var búinn með sinn part af tónleikunum þá voru ljósin kveikt og eitthvað verið að vesenast í sviðinu.  Ekkert sem gaf til kynna að það væri hlé, svo við héldum að þetta væri bara 5 mín. hlé og fannst ekki taka því að standa upp.  En þetta hlé endaði sem 15 – 20 mín. og lauk með því að VIP fólkið labbaði í salinn.   En dónaskapurinn, voru þau of fín til að hlusta á þennan erlenda tónlistamann sem kom alla leið til litla Íslands að spila.  Óheppin voru þau að vita ekki að Nora Jones myndi syngja með honum.  Og mikið fannst mér frábært þegar Nora kallaði hann á sviðið í lok tónleikanna og hafði á orði að hún ætlaði að biðja hann að koma aftur og spila og syngja þar sem þið öll (og benti á miðjuna með VIP fólkinu í) misstuð af honum.

Svo heyrði ég í gær viðtal við tónleikahaldarann og sá klóraði í sundurgrafinn bakkann þegar hann sagði að fólk vissi að það væri alltaf upphitun á tónleikum (ekki á Josh Groban) og að Nora myndi ekki að byrja að syngja fyrr en kl. 21.  Hvar stóð það á miðanum mínum, hvergi og ekki heldur að það væri upphitun svo hann lýgur bara beint uppí geðið á okkur sem keyptum miðana okkar og mættum á réttum tíma til að horfa, hlusta og njóta þessara snillinga, til að breiða yfir dónaskapinn í FL Group.

Og hvað er þetta með að fólk þurfi alltaf að vera á rápa á barinn á svona tónleikum.  Þeir standa yfir í 1,5 klst. og fólk er að eyða af þeim tíma í svona ráp.  Skil ekki af hverju þetta fólk er að mæta á tónleika ef því er svo alveg sama hvort það sjái og heyri það sem í boði er.

Mér fannst æðislegt á Josh Groban tónleikunum að þá var lokað inn í sal meðan hann var að syngja svo þeir sem voru að rápa voru látnir bíða þar til pása kom á milli laga og þar af leiðandi truflaði það okkur hin mun minna en þetta fólk missti af heilmiklu.

En þá kemur the bottomline:  Tónleikarnir voru æði, æði, æði.  Þvílíkur snillingur sem þessi stúlka er og svo hógvær og yndisleg.  Frábært tónlistafólk sem var með henni og mjög hæfileikaríkt.

Þangað til næst,
ykkar Kristín Jóna

kjona

Related Posts

Blómin í hjólbörunum

Blómin í hjólbörunum

Hetjurnar mínar!

Hetjurnar mínar!

Gervigreindin

Gervigreindin

Þrjóska

Þrjóska

No Comment

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

flokkar

nýjar fréttir

komment

Um mig

Ég heiti Kristin Jona og er frá  Vestmannaeyjum. En  bý núna í Marnardal í Suður-Noregi og hef búið hér síðustu tólf árin. Ég hugsa alltaf um Ísland sem heimilið mitt, en ég elska líka að búa hér í Noregi.

Ég hef bloggað síðan árið 2003 svo ef einhvern langar að kíkja aftur í tímann þá er það hægt hérna.

Ég ákvað svo nýlega að bæta ljósmyndablogginu mínu við á þessa síðu svo hægt væri að sjá það samhliða vengjulegu bloggi og mataruppskriftum.