Suðurbraut 14 er komin á sölu

15.9.2007 Jæja þá er Suðurbraut 14 komin á sölu og verður opið hús á sunnudaginn kl. 14-14.30 svo ef þið þekkið einhvern sem er að leita að fallegri 3 herb. íbúð þá bendið á þessa http://www.remax.is/popup/fasteign/50680/

Við erum búin að skoða eina íbúð sem er á frábærum stað, við fjöruna í Hafnarfirði, með hraunlóð í gömlu húsi með þykkum veggjum eins og við erum svo hrifin af en ekkert þvottahús og ekki hægt að búa það til og eina geymslan er í bílskúr við hliðina og svo var hún bara ekkert stærri en okkar þó hún væri sögð 112 fm. þegar til kom, þannig að við urðum að gefa hana uppá bátinn en við erum enn sjúk í þá götu og munum kannski bara flytja þangað seinna.
Við ætlum að skoða eina íbúð uppá holti sem frændi minn á og er ekki alveg komin á sölu og vonandi mun okkur bara lítast vel á hana og okkar íbúð seljast á einni til tveimur vikum og allt gengur upp.

Ég er ein heima þessa helgina, feðginin skelltu sér til Eyja á lundapysjuveiðar og Maritech er búið að vera með fræðsluviku alla vikuna sem endar í dag með einhverju.  Ég veit ekkert annað en það sem gerðist í fyrra og ef ég miða við það, þá verður æðislega gaman.  Það er trúlega einhver hópavinna (í fyrra var Capasent með okkur) og við eigum að taka sundföt með svo við fáum að fara í bleyti.  Það verður borðað einhversstaðar og komið heim um miðnætti.

Hlakka mikið til og ætla að skemmta mér vel.  Síðan vakna ekki of snemma á morgun en aðeins að moppa yfir og sjæna smá fyrir opna húsið og vona að einhver mæti.

Þangað til næst
Kristín Jóna

“There is no excellent beauty that hath not some strangeness in the proportion.” – Francis Bacon

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.