Flutningar á næsta leiti

Það er orðið ósköp tómlegt heima hjá okkur núna, tókum niður allt jólaskrautið í gær þegar Ástrós Mirra var ekki heima svo hún fengi ekki söknunartilfinningu.

Hún var mjög brött yfir þessu þegar við komum heim og sagði að svona yrði þetta að vera þegar maður væri að flytja.

Það eru allir veggir tómir og allar hillur en kassar úti um allt á móti.  Við erum að vona að þetta gangi allt upp með dags. 5. janúar.  Samningurinn okkar segir reyndar 10. jan. en þau voru búin að tala um að afhenda okkur fyrr því þau yrðu svo upptekin þarna viku seinna (þau = hjónin sem eru að selja okkur).

Ég er farin að hlakka mjög mikið til að flytja og sé allt jákvætt við þetta, skólinn, hverfið með allar gönguleiðirnar og stutt í náttúruna ofl. Reyndar lengra niðrá bryggju en þá verður bara skemmtilegra að skreppa þangað af og til og mynda.
Svo er þarna Ástjörnin og fjallið þar á bakvið sem maður á eftir að skoða hvar við lendum ef við löbbum uppá það og niður hinum megin osfrv.

En alla vega smá áramótakveðja frá kassafólkinu
Þangað til næst
Kristín Jóna

kjona

Related Posts

Hetjurnar mínar!

Hetjurnar mínar!

Gervigreindin

Gervigreindin

Þrjóska

Þrjóska

Vonbrigði ársins!

Vonbrigði ársins!

No Comment

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

flokkar

nýjar fréttir

komment

Um mig

Ég heiti Kristin Jona og er frá  Vestmannaeyjum. En  bý núna í Marnardal í Suður-Noregi og hef búið hér síðustu tólf árin. Ég hugsa alltaf um Ísland sem heimilið mitt, en ég elska líka að búa hér í Noregi.

Ég hef bloggað síðan árið 2003 svo ef einhvern langar að kíkja aftur í tímann þá er það hægt hérna.

Ég ákvað svo nýlega að bæta ljósmyndablogginu mínu við á þessa síðu svo hægt væri að sjá það samhliða vengjulegu bloggi og mataruppskriftum.