Má ég fá HUND

Elsku pabbi má ég fá hund?
Ég skal alveg hugsa um hann sjálf, ég get alveg farið með hann út að labba og tekið poka með og hirt upp kúkinn.
Ég get líka alveg vaknað til hans á nóttunni ef hann er að væla.
Ég get … Ég get allt þetta ef ég bara má fá hund.  Það má alveg hafa hund í blokk.

Pabbi má ég fá hund, ég skal alltaf gegna ykkur mömmu og gera allt sem þið biðjið mig um.

Pabbi má ég fá hund, þá getur þú verið aleinn að leika þér í þessum heimska tölvuleik sem þú vilt alltaf vera í og þarft ekki að leika við mig.

Pabbi má ég á hund?

… úff, aumingja Þráinn, Ástrós Mirra spurði mig að þessu í gær og ég ákvað að komast nett frá þessu fyrst Þráinn var ekki heima og sagði að ég tæki ekki ákvörðun um þetta.  Mig langaði ekki í hund og ég myndi ekki fara út að labba með hann en ef Þráinn og Ástrós Mirru ákvæðu að fá sér hund þá yrði ég ekki mótfallin því.  Þannig að ef Þráinn segir já, þá segi ég já.  Ef Þráinn segir nei, þá segi ég nei.

Og þegar Þráinn birtist hér áðan þá beið hans lítil stúlka sem er búin að tala um í allan dag hvað hana hlakki til þegar pabbi komi heim því hún ætli að spyrja hann hvort hún megi fá hund.  Og hvað segir hann við þessum rökum.  Veit ekki.

Þangað til næst.
Kristín Jóna

kjona

Related Posts

Hetjurnar mínar!

Hetjurnar mínar!

Gervigreindin

Gervigreindin

Þrjóska

Þrjóska

Vonbrigði ársins!

Vonbrigði ársins!

No Comment

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

flokkar

nýjar fréttir

komment

Um mig

Ég heiti Kristin Jona og er frá  Vestmannaeyjum. En  bý núna í Marnardal í Suður-Noregi og hef búið hér síðustu tólf árin. Ég hugsa alltaf um Ísland sem heimilið mitt, en ég elska líka að búa hér í Noregi.

Ég hef bloggað síðan árið 2003 svo ef einhvern langar að kíkja aftur í tímann þá er það hægt hérna.

Ég ákvað svo nýlega að bæta ljósmyndablogginu mínu við á þessa síðu svo hægt væri að sjá það samhliða vengjulegu bloggi og mataruppskriftum.