Algjörlega frábær dagur í gær, hjá okkur Hafnfirðingum og göflurum.
Okkur leið eins og í útlöndum þar sem sirkusatriði og skemmtanir voru á hverju götuhorni. Og það er sko ekki búið því hátiðin heldur áfram í dag.
Þið hin sem búið utan Hafnarfjarðar, ykkur er að sjálfsögðu öllum boðið í afmælisveisluna.
Þessi mynd var tekið í Hellisgerði í gær, þar sem huldufólk og álfar voru í okkar stærð í tilefni dagsins.
Þar voru álfar ríðandi á hestum og alls konar huldufólk í hellunum og að ógleymdri Frú Sigríði Klingenberg sem bauð fólki að draga sér spil ofl.
Ég dró hjá henni spil sem svar við spurningunni – Hvernig endar þetta allt með kínakrílið okkar? – Og svarið var: Þetta fer allt vel.
Ástrós Mirra var með spurninguna hvort hún þyrfti að vera með gleraugu þegar hún yrði stór og dró spilið – Þetta mun rætast, sem við túlkum að sjálfsögðu þannig að hún þurfi ekki að vera með gleraugu.
Þangað til næst, njótið lífsins.
Ykkar Kristín Jóna