Frábært ættarmót

Þá er hinu frábæra ættarmóti lokið og það stóðst allar væntingar hjá mér.
Þessi ætt er svo frábær að ég væri til í þetta á hverju ári.

Veðrið var svona alls konar, sól, logn, sól, vindur, skýjað, rigning, haglél og að lokum það mikil snjókoma að einn ættinginn missti stjórn á bílnum sínum og velti honum en betur fór en á horfðist því þeir slöðuðust lítið.

Þau í Efri-Vík dekra mann algjörlega og það var sama hvað við báðum um, það var aldrei vandamál. Takk fyrir okkur Efri-Víkingar.

Það voru sagðar sögur, það var sungið og það var dansað og sungið meira.

Ég er eitthvað óvenju fámál núna þegar ég ætla að skrifa en það segir ekkert um ættarmótið heldur þvert á móti, það var svo skemmtilegt að ég veit ekki hvar ég á að byrja.

Ykkar Kristin Jona  

kjona

Related Posts

Hetjurnar mínar!

Hetjurnar mínar!

Gervigreindin

Gervigreindin

Þrjóska

Þrjóska

Vonbrigði ársins!

Vonbrigði ársins!

No Comment

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

flokkar

nýjar fréttir

komment

Um mig

Ég heiti Kristin Jona og er frá  Vestmannaeyjum. En  bý núna í Marnardal í Suður-Noregi og hef búið hér síðustu tólf árin. Ég hugsa alltaf um Ísland sem heimilið mitt, en ég elska líka að búa hér í Noregi.

Ég hef bloggað síðan árið 2003 svo ef einhvern langar að kíkja aftur í tímann þá er það hægt hérna.

Ég ákvað svo nýlega að bæta ljósmyndablogginu mínu við á þessa síðu svo hægt væri að sjá það samhliða vengjulegu bloggi og mataruppskriftum.