Hestastelpan

Það var alveg rosalega gaman á reiðnámskeiðinu í síðustu viku, við vinkonurnar Helga Rós og Edda Sóley, mættum þarna á hverjum morgni fyrir kl. 9 og vorum allan daginn að sinna hestunum.

Við lærðum líka ýmislegt um hestana og umhirðu þeirra. Vikan endaði með góðum reiðtúr og svo sýningu fyrir mömmu og pabba og afa og ömmu ofl. sem vildu koma.

Mamma, pabbi, Siggi afi og Auður amma komu og sáu mig sýna hvað í mér býr og hvað ég get á baki. Og eins og þið sjáið á þessari mynd þá fórum við létt með að syngja og “, herðar, hné og tær ” standandi á baki hestanna.  Lína langsokkur hvað?

Núna er ég á leikjanámskeiði hjá ÍTH í Hraunvallaskóla, það var bara að byrja í gær svo ég get lítið sagt um það ennþá, enda var Sara vinkona ekki í gær og ég vil hafa hana með mér á námskeiðinu.

Þangað til næst
Ykkar Ástrós Mirra

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.