Jæja, þá er Mirra Skotta bara á leið til Eyja á þriðjudaginn til að vera hjá Konný frænku sinni og öllum hinum í Eyjum í nokkra daga.
Við erum enn að púsla saman hennar sumarfríi þar til okkar hefst.
Hún var ofboðslega ánægð á hestanámskeiðinu en ekki eins ánægð á leikjanámskeiðinu, samt var verið að gera fullt af skemmtilegum hlutum en ég held að það sem hefur aðalllega verið að hrjá mína í sumar er að henni finnst orðið gott að kúra á morgnanna, ekki þurfa að rjúka út fyrir kl. 8 eins og við gerum.
Svo hún er búin að fá að vera ein heima í nokkra daga sem hefur gengið misvel, tveir dagar voru ekki svo góðir en þá hafði hún sig ekki í að spurja eftir stelpunum en þeir dagar sem hún var að leika við þær voru bara góðir og liðu hratt hjá henni.
Hún er líka búin að fara með Söru vinkonu sinni í sveitarferð einn dag, svo fór hún með Kollu frænku í húsadýragarðinn í einn dag, gisti reyndar hjá Kollu þá og svo er hún sem sagt á leið til Eyja á þriðjudaginn og verður fram að helgi, kemur þá með Konný uppá land og verður líklega með okkur foreldrunum þá helgi og skreppur svo uppá Hótel Hvítá og verður aðstoðarhótelstýra í 2 – 3 daga og þá verðum við hjónin líka komin í frí. Jibbý jey.
Við höfum held ég aldrei tekið sumarfrí svona seint og það er að byrja að koma mikil tilhlökkun í okkur en við verðum í fríi þar til skólinn byrjar hjá Ástrós Mirru.
Við hjónin ætlum að nýta fjarveru stúlkunnar okkar mjög vel og skreppa í bíó, út að borða ofl. fullorðins.
Þangað til næst, Kristín Jóna