Nói

Jæja gott fólk, þá hefur orðið fjölgun í fjölskyldunni.  Við ættleiddum hann Nóa um helgina og hann kom til okkar í dag.

Nói er bara  5 mánaða, afskaplega blíður og góður.  Hann vill helst vera að kela og í fanginu á okkur (eða alla vega í fanginu á mér, líka núna meðan ég er að skrifa á tölvuna núna).
Ástrós Mirra er alsæl að Nói sé kominn í fjölskylduna og ætlar að axla mikla ábyrg vegna þess.

Það er búið að semja 5 reglur sem má alls ekki brjóta því annars er það ekki gott fyrir Nóa.

Ég er líka voða ánægð með hann Nóa minn og finnst afskaplega notalegt að hafa hann hjá okkur.  Svo er hann algjör sjarmur og bræðir öll hjörtu um leið.

Þangað til næst
Ykkar Kristín 

kjona

Related Posts

Hetjurnar mínar!

Hetjurnar mínar!

Gervigreindin

Gervigreindin

Þrjóska

Þrjóska

Vonbrigði ársins!

Vonbrigði ársins!

No Comment

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

flokkar

nýjar fréttir

komment

Um mig

Ég heiti Kristin Jona og er frá  Vestmannaeyjum. En  bý núna í Marnardal í Suður-Noregi og hef búið hér síðustu tólf árin. Ég hugsa alltaf um Ísland sem heimilið mitt, en ég elska líka að búa hér í Noregi.

Ég hef bloggað síðan árið 2003 svo ef einhvern langar að kíkja aftur í tímann þá er það hægt hérna.

Ég ákvað svo nýlega að bæta ljósmyndablogginu mínu við á þessa síðu svo hægt væri að sjá það samhliða vengjulegu bloggi og mataruppskriftum.