Mirrublogg árið 2008

Mirrublogg árið 2008

2.1.2008 07:51:00 Flutningar á næsta leiti Það er orðið ósköp tómlegt heima hjá okkur núna, tókum niður allt jólaskrautið í gær þegar Ástrós Mirra var ekki heima svo hún fengi ekki söknunartilfinningu.

Hún var mjög brött yfir þessu þegar við komum heim og sagði að svona yrði þetta að vera þegar maður væri að flytja.

Það eru allir veggir tómir og allar hillur en kassar úti um allt á móti.  Við erum að vona að þetta gangi allt upp með dags. 5. janúar.  Samningurinn okkar segir reyndar 10. jan. en þau voru búin að tala um að afhenda okkur fyrr því þau yrðu svo upptekin þarna viku seinna (þau = hjónin sem eru að selja okkur).

Ég er farin að hlakka mjög mikið til að flytja og sé allt jákvætt við þetta, skólinn, hverfið með allar gönguleiðirnar og stutt í náttúruna ofl. Reyndar lengra niðrá bryggju en þá verður bara skemmtilegra að skreppa þangað af og til og mynda.
Svo er þarna Ástjörnin og fjallið þar á bakvið sem maður á eftir að skoða hvar við lendum ef við löbbum uppá það og niður hinum megin osfrv.

En alla vega smá áramótakveðja frá kassafólkinu
Þangað til næst
Kristín Jóna

kjg Athugasemd: Áramótakveðja frá Fornastekk (,Anna Sif og Anna Dögg) Athugasemd: Gangi ykkur vel í dag. Kveðja Íris (,Íris) 5.1.2008 07:14:00 Byrjuð í nýjum skóla Ég byrjaði í nýjum skóla í gær, Hraunvallaskóla.  Ég var nú dáldið kvíðin og tók með mér bangsa til að hafa eitthvað að styðjast við.
Mamma kom með mér inn og beið með mér líka þegar kennslan var byrjuð.  Fyrst lét Guðrún Brynja kennari krakkana alla kynna sig þegar ég var búin að kynna mig.  Svo sátum við í hring og sögðum hvað okkur þótti skemmtilegast um jólin og hvaða pakka var skemmtilegastur.  Öllum krökkunum nema einni stelpu fannst skemmtilegast að opna pakkana, þessari einu stelpu fannst skemmtilegast að borða góða matinn.
Þegar þetta var búið spurði Guðrún Brynja krakkana hvað þau væru von að gera á föstudögum og þá stakk einn strákur uppá því að draga um hver fengi bangsann með sér heim um helgina og vitiði hver var dreginn úr pottinum?
.. Já ég.  Mér fannst það æðislegt og það hjálpaði mér heilmikið þennan fyrsta skóladag.

Þegar þetta var búið fór mamma í vinnu og ég hélt áfram í skólanum til kl. 13.10, fór með krökkunum í frímínútur og mat og allt saman og endaði svo í Hraunseli þar sem mamma sótti mig kl. 14.30, en ég á að vera þar til kl. 15 alla daga nema mánudaga.  Þegar mamma kom að sækja mig kom ég beint á móti henni og sagði: ‘Ég er búin að eignast vinkonu’.  Hún heitir Gunna Dóra og var með mér í leikskóla.  Það er líka önnur stelpa þarna sem var með mér í leikskóla og hún heitir Vilborg, svo er þarna stelpa sem heitir Sara og hún var með mér í fimleikum í smá tíma og svo eru tvær stelpur í viðbót sem heita Erla og Kamilla (og nú vonar mamma að hún muni þetta rétt því ég man það ekki).
Sem sagt góður fyrsti skóladagurinn og ég var bara ánægð.  Mér finnst kennarinn minn mjög fín og mamma sagði að það hefði verið ótrúlegur munur að koma í Hraunsel miðað við Holtasel.  Þegar hún kom stóðu allir krakkarnir í röð að fá sér að drekka og svo settust þau að drekka og engin læti.  Auðvitað heyrðist í þeim en það voru sko engin öskur og læti eins og stundum urðu í Holtaseli.  Þá fæ ég kannski eins mikinn hausverk þarna.  Vei.

Jæja svo var ég búin að sækja um í fimleikum og fá að vera með Helgu Rós og Eddu Sóley í hóp og fór í prufu í gær.  Mamma var nú ekkert svo viss hvort ég kæmist í hópinn þegar hún var að horfa á mig enda veit hún ekkert hvað þessir krakkar geta en eitt sá hún og það er að ég er sterkust í höndunum af öllum stelpunum sem voru þarna og það er ábygglega hringjunum í herberginu mínu að þakka.  En ég malaði þetta og kemst sko alveg í hóp með bestu vinkonu minni, jibbý.  Þá verð ég að æfa fimleika á mánudögum og miðvikudögum og sund á miðvikudögum og föstudögum.  Vá, það er svolítið mikið en ég og mamma ætlum að vera skipulagðari þessa önnina en þá síðustu og það er líka betra núna að ég get lært heimanámið á laugardögum því ég þarf ekki að skila því fyrr en á mánudögum og það er gott þá er ekki eins mikil pressa alla vikuna en samt væri best að klára allt fyrir helgi og eiga bara frí.

Jæja núna þegar mamma skrifar þetta fyrir mig (það fer nú að líða að því að ég fari að geta skrifað sjálf pistlana mína) þá er ég í gistingu hjá Kristófer Darra vini mínum og frænda því við fáum afhenta íbúðina okkar á eftir í hádeginu og mamma og pabbi ætla að byrja að flytja dót á fullu á milli.  Pabbi fékk lánaðann bíl frá G&G og þau geta alveg tekið helling af dóti og flýtt fyrir þannig að bara verði eftir húsgögnin og stórir kassar í geymslu þegar strákarnir og flutningabíllinn koma á morgun að hjálpa.  Klara ætlar nú að koma með mig og Kristófer eitthvað í dag að kíkja á íbúðina og hjálpa smá en við verðum nú mest að skemmta okkur meðan aðrir púla.

Þangað til næst,
Ykkar Ástrós Mirra
heimasætan á Burknavöllum 5, 221 HF
. kjg 7.1.2008 08:32:00 Erum flutt! Burknavellir 5, 221 Hafnarfjörður kjg 11.1.2008 09:56:00 Sturta.is Jæja þá erum við flutt, búin að þrífa uppá Suðurbraut og tilbúin að afhenda þá íbúð á morgun kl. 12.

Okkur líst mjög vel á okkur hér á Burknavöllunum að því undanskildu að Ástrós Mirra er lasin, með hósta og hita en það getur nú bara verið af því að það sé að ganga og af því að hún hefur verið undir álagi undanfarnar vikur vegna flutninganna.

En herbergið hennar er alla vega komið alveg í gangið og tilbúið að taka á móti gestum.  Já og talandi um gesti hún Sara á neðri hæðinni kom í heimsókn í gær og var hjá Ástrós Mirru frá 16 til 20 og borðaði með okkur og allt.  Svo gaman ef þær ná vel saman og geta leikið sér saman.

En að aðalmáli vikunnar, það fylgir íbúðinni þessi líka flotti sturtuklefi frá Sturta.is með gufu, fótanuddi, alls konar nuddstútum, útvarpi, fjarstýringu og ég veit ekki hvað.  Nema að konan ákveður að á nýjum stað verða nýjir siðir s.s. að skella sér í sturtu á morgnanna áður en farið er í vinnu.  Sem ég og geri á þriðjudaginn.  Skelli mér í sturtu og kveiki á útvarpinu og skrúfa frá vatninu og fer undir skola mig og allt í sómanum nema svo fer vatnið að hitna of mikið og ég fer á fullt á stjórntækin og finn takk sem heitir eitthvað °C og minnka hitastigið niður en það er alveg sama, sturtan er alltaf jafn heit og ég fikta meira í tökkunum og allt kemur fyrir ekki, svo það endar með að ég skola mig í slumpum svo ég brenni mig ekki og dríf mig svo út úr sturtunni og hugsaði, ég verð sko að fara niður í Sturta.is til að fá manual með þessum klefa það nær náttúrulega engri átt að afhenda fólki flókin tæki og engan manual.

Nema hvað, eftir vinnu skelli ég mér niður í Sturta.is og bið um manual, og þá koma einhverjar vöfflur á kallana því þeir greinilega áttu hann ekki til, nema skýringar á fjarstýringunni, sem ég sagði að væri nú betra en ekkert en spurði þá hvort þeir gætu ekki kennt mér á klefann því ég hefði verið að kaupa íbúð með svona klefa í og hefði skellt mér í sturtu um morguninn sem hefði verið allt allt of heit og ég hefði fyrir mitt litla líf ekki getað fundið út úr stjórntækjunum hvernig ætti að lækka hitastigið á vatninu og sýndi hvaða takka ég hefði notað á fjarstýringunni.  Þeir horfa á mig smá stund og segja svo:  Þó þetta séu mjög tæknilegir klefar þá eru þeir ekki svona tæknilegir og maður bara snýr krananum eftir því hvort maður vilji heitt eða kalt eins og bara maður gerir í öllum sturtum.

LoL, maður bara snýr krananum, og tæknitröllið sjálft gat ekki fundið út úr því, nei nei, fáum okkur fjarstýringu og manual …..

Ég skellihló í búðinni og sagði að nú hefðu þeir eitthvað til að nota við sölumennskuna framvegis en þeir voru voða kurteisir og sögðu að ég væri nú ekki sú eina sem hefði lent í þessu.

En ég er búin að fara í sturtu síðan og þetta er hinn besti klefi þegar maður kann á hann.

Þangað til næst,
Kristín Jóna, vallari

kjg Athugasemd: Þessi saga bjargaði alveg deginum hjá mér. Guð hvað ég hló mikið. (,Konný) Athugasemd: Guð hvað þú ert yndisleg að segja frá þessu 🙂 einhverjir hefðu bara sleppt þvi(aðalega kallarnir kannski:) Til hamingju að vera flutt látum sjá okkur fljótlega (baldurshagi@nternet.is,Hugrún) 16.1.2008 17:38:00 Ég er æðisleg! Ég er algjört æði, það fer sko ekki á milli mála.

Það er heilsuátak í vinnunni hjá mér og það var boðið uppá alls konar mælingar fyrir okkur og í gær voru kynntar niðurstöður þess, þe. meðaltalstölur og vitiði hvað, ég ROKKA feitt í þessum efnum.

Ég er undir í meðaltalsþyngd
Ég er undir í BMI
Ég er með svipað fituhlutfall og meðalkonan í Maritech
Ég er með sama blóðþrýsting
Ég er undir í kólesteróli
Ég er langt undir í sykri
Ég er undir í mittisummáli
Ég er svipuð í blóði
… og þá að því allra skemmtilegasta
Ég er langt langt yfir í þoli, það er greinilega að borga sig að búa hátt uppi og þurfa að labba stigana með bónuspokana.

Og svo annað… ég sagði ekki rétt til aldurs því ég hreinlega vissi ekki hvað ég væri gömul.  Hélt ég væri 43 en svo sagðist Þráinn vera að verða 43 svo þá get ég ekki líka verið það.  Humm, ég er víst að verða 45 en sagði í mælingunni að ég væri 43 svo ég hefði líklega komið enn betur út hefði ég sagt rétt til aldurs.
… svo ef ég geri ekkert í þessu heilsuátaki og kem í nýja mælingu eftir 3 mán. segi þá rétt til aldurs þá er ég samt búin að sýna hellings árangur.  Jibbý.

Þangað til næst,
Kristín Jóna

 

Ps. ókey ég er ekki alveg svona brún en að öðru leiti mjög mjög svipuð. kjg 24.1.2008 19:24:00 Minn maður sjaldan verið ánægðari… .. en þegar gamla sjónvarpið dó um síðustu helgi.  Hann sagði bara YES!

Svo ég frestaði ljósmyndaferð á sunnudaginn til að geta farið með honum að kaupa nýtt sjónvarp.

Ég verð nú að segja það að nýja tækið er frekar flott.  Stórt, skýrt og ekkert flökt á myndinni.

 

Skrítið hef samt horft mun minna á sjónvarp síðan það kom.

Ástrós Mirru gengur bara vel í skólanum og er að byrja að kynnast krökkunum og henni Söru sem býr á hæðinni fyrir neðan okkur.  Það gekk ekkert rosalega vel til að byrja með, Sara var voða spennt að spyrja eftir Ástrós en hún vildi bara vera ein og horfa á sjónvarpið.  Svo ákváðum við að það væri hvort eð er ekkert í lagi að horfa á sjónvarpið og þá fóru þær að ná saman.  Ég bauð Söru með í sleðaferð og svo héldum við Bingó með verðlaunum oþh. og svo í gær voru þær voða góðar að leika með bangsana hennar Ástrósar og tóku þá uppá því að hlaupa niður og sækja bangsa frá Söru og þá hugsaði ég… það er einmitt þetta sem er svo gaman við að eiga vinkonu í sama stigagangi.

Vonum að þær haldi áfram að ná vel saman.  En svo eru gömlu bekkjarfélagarnir ekki búnir að gleyma henni því henni er boðið í afmæli á laugardaginn hjá fyrrverandi bekkjarsystur og mun þá hitta allar stelpurnar.  Svo ætlar hún heim með Helgu Rós bestu vinkonu sinni og gista þar því við hjónin erum að fara út að borða og leikhúsið á eftir.

Taka út jólagjöfina frá mér til Þráins, Jesus Crist Superstar.  Hlakka þvílíkt til, vona að tónlistin verði algjört dúndur.

Þangað til næst,
Kristín Jóna

Ps. ég lauk síðustu þjónustuvaktinni minni á þriðjudaginn og léttist um 2 kíló við það. kjg 26.1.2008 22:58:00 Jesus Christ hvað …. Jesus Christ Superstar er flott stykki.

2 þumlar upp til Borgarleikhússins og allra sem þátt taka í sýningunni.  Krummi kom mér þvílíkt á óvart, góður söngvari, heyrði rödd þarna sem svipar til Bjögga Halldórs og svo getur strákurinn leikið.  Hann tók mig allavega með í leiknum.
Jenni í Brainpolice var rosa flottur líka og stelpan sem leikur Maríu Magdalenu virkilega góð.  Þessi 3 halda að sjálfsögðu sýningunni uppi enda burðarhlutverk en aðrir voru virkilega góðir líka.
Mjög skemmtilegar útfærslur á atriðum sem ég ætla ekki nánar útí því þið skuluð bara öll skella ykkur á sýninguna.

… en það var eitt sem skyggði á.  Ég gaf Þráni mínum þessa miða í jólagjöf og hann var svo lasinn í dag að hann lá í rúminu en ég og Klara systir fórum í leikhúsið.  Verð að bæta mínum þetta upp einhvernveginn.  Dettur í hug að bjóða honum á WhiteSnakes í vor, en þá ætla ég ekki með.  Finnum út úr því hver gæti farið með honum seinna.

En alla vega allir í Borgarleikhúsið að sjá Jesus Christ Superstar, nema þið þolið ekki hávaða og geðveika rokktónlist.

Þangað til næst,
Kristín Jóna

kjg 31.1.2008 14:59:00 Veikindin að hrjá
kallinn minn.  Hann er búinn að vera veikur síðan á föstudag og þetta ætlar ekkert að lagast hjá honum.  Hann hefur aldrei verið svona veikur svona lengi svo ég muni eftir.
Það er bara búið að vera 39 stiga hiti allan tímann með miklum höfuðverk og kulda- og hitaköstum.  Og það sem er ekki síður vont, hann er SVOOOO pirraður á þessu að skapið hefur verið frekar lélegt hjá þessari elsku.
En við Ástrós Mirra erum bara eins og einhverjir naglar við hliðina á honum því það er ekkert að hrjá okkur nema svefnleysi að hrjá mig en það eru ástæður fyrir því.  Lítil stúlka sem er að verða of stór í rúminu mínu og kallinnn við hliðina á okkur sem bröltir og skröltir og hóstar og geispar.  Svo ég hef ekki alveg verið að sofa nógu vel alla nóttina.
Vona að það tengist ekki því að ég er í átaki að minnka kaffidrykkju. Var á fyrirlestri hjá strák sem heitir MATTI og hann sagði okkur á mannmáli hvað við værum að gera líkama okkar með kaffi, pepsi max og öðrum óþverra sem við erum að innbyrða.  Mjög skemmtilegur fyrirlestur og fróðlegur.

Jæja er á leið í klippingu og strípur hjá SIGGA því ég klúðraði tímanum hjá ÓLA BOGGA og það kostar 5 vikna bið í viðbót sem ekki gengur upp hjá mér.

Þangað til næst
Kristín Jóna

 

Ps. var ég búin að segja hvað við erum ánægð í nýju íbúðinni og á Völlunum almennt.  Var í foreldraviðtali í morgun og allt gengur mjög vel hjá Mirrunni, félagslega og námslega.

 

 

kjg 2.2.2008 08:04:00 Úff
“Fréttir frá ættleiðingarlöndunum

Kína
Ættleiðingar frá Kína ganga enn hægt.  Hópur 17 bíður afgreiðslu og hefur beðið í 26 mánuði.  Þeir sem sendu umsóknir til Kína 2006 og 2007 munu þurfa að bíða lengur, nýjustu fréttir frá CCAA herma að biðtími muni fara upp í 3 – 4 ár.  Erfitt er að spá um biðina langt fram í tímann enda eru margir óvissuþættir sem hafa áhrif á biðtímann.   Þrjár fjölskyldur hafa fengið upplýsingar um börn í Kína sem verða sótt á næstu mánuðum.
Ættleiðingar barna með sérþarfir halda áfram og vonumst við til að fá upplýsingar um fleiri börn nú með vorinu. ”

Það er nú lítið hægt að kommenta á þessa frétt sem er á heimasíðu Íslenskrar ættleiðingar, við erum í hópi 25.
kjg Athugasemd: hæ Var að lesa yfir alveg fullt af bloggum frá þér, hefur greinilega verið mjög dugleg undanfarið 🙂
En, svakalegt með Kínakrílið og alla þessa töf 🙁

Láttu kallinn fara til læknis, systir mín er komin með lungnabólgu úr svona pest. Better safe than sorry..

Svo verð ég að segja að þú ert örugglega ein sú fittasta í vinnunni 😉 – engin lygi.. (ég bætti á mig 5 kg í USA :()

En, gaman að lesa og skoða myndir 🙂
Sjáumst
Hafrún Ósk
(,Hafrún Ósk) 8.2.2008 17:42:00 Þemaklúbburinn <a href=”http://www.flickr.com/photos/kristjona/2251086400/”><img src=”http://farm3.static.flickr.com/2348/2251086400_4060d4306e_s.jpg” width=”75″ height=”75″ alt=”pictureperfeck” /></a>
Ég sá þessa mynd í <a href=”http://flickr.com/groups/startech/”>~ Þemaklúbbnum</a>
kjg 17.2.2008 11:54:00 Tröll og aðrar álfasögur Það fyrsta sem skal segja frá er að kallinn er orðinn betri og fer í vinnu á morgun.  Hann er náttúrulega ekki orðinn góður en miklu betri, og það er gott.

Það var þemavika í síðustu viku hjá Hraunvallaskóla og var þemað Álfar og Tröll.

Ástrós Mirra var í tröllahópi og bjuggu þau til tröllastyttur, tröllamyndir og annað tengt tröllum.

Þau heyrðu líka tröllasögur og sáu tröllaleikrit.  Sem sagt mjög skemmtileg vika sem endaði á opnu húsi þar sem foreldrum og vinum var sýndur afraksturinn.

Við fórum á föstudaginn að skoða og þetta var æðislegt hjá þeim.  Svo var hægt að kaupa kaffi og meðí og voru krakkarnir ekkert smá dugleg og flott í þessu hlutverki, kurteis og til fyrirmyndar í öllu sem þau voru að gera.

Í gær var svo mikill afmælisdagur, Ástrós Mirra fór í fyrsta bekkjarafmælið í Hraunvallaskóla og var það haldið í StjörnuStelpum i Hlíðasmára.  Það er æðislegt.
Þarna fá stelpurnar að velja þema og eru síðan klæddar uppí búninga, greiddar og málaðar í stíl við það.  Engir foreldrar eru á staðnum.  Í gær var þemað Rokkstelpur og fannst Ástrós Mirru mjög gaman.  Svo fórum við í afmæli hjá Victori frænda.

Lítið meira að segja í bili
Þangað til næst,
Kristín Jóna kjg 25.2.2008 19:08:00 Eurovision Ég held ég hafi aldrei verið svona áhugalaus um neina söngkeppni og þessa maraþonsöngkeppni sem Laugardagslögin eru búin að vera, þetta er búið að vera í marga mánuði held ég.

En ég horfði á laugardaginn, fékk mér meira að segja hvítvín með og kaus Ragnheiði Gröndal og Fabúlu.  Ok. þær unni ekki, komust ekki í 3 efstu sætin en þær voru æðislegar.  Ég er að hugsa um að við erum búin að senda ekta Eurolög, við erum búin að prófa að senda eitthvað djók sb. Silvia Nótt og nú fannst mér að við ættum bara að senda gott lag án þess að hugsa um hvort eða hvernig því muni vegna í keppninni en ég ræð að sjálfsögðu engu.

Lagið sem fer út er ágætt, ég treysti Friðriki Ómari og Regínu Ósk fullkomlega til að gera þetta vel og vera okkur öllum til sóma en við eigum ekki eftir að vinna þessa keppni.  Nú er ég alveg viss.  Enda tónlistahúsið ekki tilbúið svo það er betra að bíða með stóra trompið þar til það er klárt.

kjg 15.3.2008 11:52:00 Bloggleti en samt engin leti í gangi Þó ekki hafi verið mikið skrifað hér að undanförnu þá er það bara af því að svo margt annað skemmtilegt hefur verið að gerast.

Ég til dæmis fór út að leika mér um síðustu helgi með Maríu Erlu og Rakel sem vinna með mér.  Við fórum út á Reykjanes að mynd og var það alveg ofboðslega gaman, afraksturinn er hægt að sjá á flikrinu mínu http://www.flickr.com/photos/kristjona/.

Ástrós Mirru gengur vel í skólanum og er búin að eignast góða vinkonu hana Söru sem býr á hæðinni fyrir neðan okkur.  Þær fara saman heim úr skólanum saman flesta daga og eru komnar heim um tvöleitið og prakkarast og skemmta sér vel.  Mamma Söru kallaði á Þráin um daginn og sagðist vera að ganga frá ættleiðingarpappírum fyrir okkur, því hún hefur varla séð dóttur sína undanfarna daga.  En þetta er bara gaman.

Í dag fermist hún Sunneva Snorradóttir svo við ætlum að fara í veislu hjá henni, það verður ábyggilega voða gaman.  Alltaf gaman að hitta alla ættingjana.

Við hjónakornin fórum í leikhúsið í gær með StarTech og sáum ‘Lík í óskilum’ sem er FARSI og fór langt yfir strikið að okkar mati.  Við hlógum fyrstu 30 mín. en svo var maður bara þreyttur á þessari vitleysu.  Leikurinn var mjög góður, sérstaklega hún Halldóra Geirharðsdóttir sem fór algjörlega á kostum sem gömul kerling með vægan alsheimer.
Ástrós Mirra gisti hjá Birtu og hefur ábyggilega skemmt sér vel, þau eru í sundi núna öll og ég fer svo að sækja hana og ætla að nota tækifærið að mynda úti á Gróttu í leiðinni.

Jæja, er greinilega frekar andlaus núna,
þangað til næst
Kristín Jóna kjg 22.3.2008 15:16:00 Yfirmáta myndarleg Jæja, þá er búið að mála Mirruherbergi og Svefnherbergið okkar og koma þau æðislega vel út.

Mesta vinnan lenti nú á Þráni mínum því ég kann minna að mála en hann og svo tók ég uppá því að fá eitthvað í magann í gær og verða hálfaumingjaleg.  En ég var þeim mun duglegri að koma öllu fyrir aftur í herbergjunum og vorum við búin að því kl. 11 í morgun.

Sara skvís fékk að gista í nótt og eru stelpurnar búnar að baka köku og svo ætlum við að skreppa í bústaðinn á morgun þannig að þetta verða bæði vinnupáskar og frípáskar, gott að geta fengið bæði.

Spáin er fín og ég ætla að hitta Konný og taka eitthvað af myndum með henni og njóta lífsins með fjölskyldunni.

Þangað til næst,
Kristín Jóna kjg 24.3.2008 21:16:00 Flýtisverk eru lýtisverk Hvernig vissu Ragna og Sólrún að ég myndi fá þetta páskaegg?  Og af hverju er verið að láta bæði mig og Mirru Skottu fá málhætti sem við viljum ekki sjá.
Hennar var “Á morgun segir sá lati” og hún vill ekkert ræða þennan málshátt.  Og ég ekki minn heldur.  Huss huss, áfram með ykkur.  Drífa sig.  Haltu áfram.  Og fleira í þessum dúr sem ég segi svoooooo oft.

Við skruppum í bústaðinn í gær og vorum í alvöru útilegu.  Allt vatn frosið og Þráinn sótti snjó í bala og við suðum í potti í kaffið, uppvaskið og klósettið.  Samt var bara gaman.  Sara skvís á neðri hæðinni kom með okkur og þær stelpurnar bjuggu til músagildru, átu páskaegg og léku sér saman.
Ég fór á stefnumót í gær uppá Hótel Hvítá.  Dammdaramm.  Hitti Konný systir og við fórum í myndaferð, Gullfoss, Geysir ofl. staðir.  Mjög gaman hjá okkur.

Svo fórum við í gönguferð niðrá Þingvallavatn í morgun og ég sá stærsta skautasvell í heimi í fyrsta sinn.

 

Þangað til næst,
Kristín Jóna kjg 7.4.2008 08:41:24 1 2 3 4 5 6 7 . . . . .  . 15 16 17 18 19 20 21 . . . . . 27 28 29 30 31 32 33 . . . . . 39 40 . . . . 45 kjg Athugasemd: Hæ Kristín,
Innilega til hamingju með daginn í dag.
Kveðja frá okkur. (,Íris og co.) Athugasemd: Hæ Kristín Jóna,
Til hamingju með daginn… (þó seint sé)
Vona að dagurinn hafi verið góður og þú notið þín 🙂
Þú verður bara betri með hverju árinu, mundu það 🙂
Knús í krús
Hafrún Ósk (,Hafrún Ósk Sigurhansdóttir) 10.4.2008 19:34:57 Nunnur og trukkabílstjórar

 

Ég hef alveg um helling að tala eða skrifa núna og þá er það spurning hvort ég muni það þegar ég sest við.

Númer eitt eru Trukkabílstjórarnir, ég stend alveg heilshugar með þeim og hefði alveg getað setið í röð einhvern daginn og hlustað á útvarpið.  Tók meira að segja einu sinni með mér myndavélina ef þeir skyldu vera að loka Reykjanesbrautinni þá en nei… þeir hafa ekkert þvælst fyrir mér. Ég fer greinilega ekki RÉTTU leiðirnar.
En á morgun ætla þeir að loka öllum leiðum út úr bænum og við erum á leið í Herjólf… úff þá koma blendnar tilfinningar til þeirra.  Geta þeir ekki bara lokað seinnipartinn af því að við förum fyrripartinn osfrv.
En þá er ég lélegur stuðningsaðili því um leið og þetta fer að bitna á mér þá er þetta ekki í lagi.  En ég hugga mig við eitt, Herjólfur fer náttúrulega ekkert ef enginn kemst til Þorlákshafnar þannig að líklega get ég alveg sett rauða slaufu á spegilinn til að sýna stuðning minn.

En þá að öðru… o mæ god ég get varla talað um það.  En ég sá frétt á vísir.is í morgun þar sem segir frá þessum sértrúarsöfnuði í Bandaríkjunum sem hefur komist upp með að misnota og nauðga litlum stúlkum árum saman án þess að yfirvöld geri nokkuð í málinu fyrr en núna nýlega.  16 ára stúlka í söfnuðinum á 4 börn sem þýðir að hún var um 12 ára þegar þú átti fyrsta barnið og hvað var hún þá gömul þegar þessir viðbjóðslegu karlar fóru að nauðga henni með samþykki foreldra hennar.  Með samþykki foreldra hennar!  Vitiði, ég myndi helst vilja sjá allt þetta lið sett í fangelsi, mæðurnar líka, ég nenni ekki að hlusta á að þær séu líka fórnarlömb osfrv.
Þú veður eld og brennistein fyrir barnið þitt, þú frekar lætur lífið en að láta einhvern karl misnota barnið þitt.  Þú gerir allt annað en að samþykkja þetta.
Það eina sem þessar mæður hefðu þurft að gera var að fara, punktur.

En þá að öðru skemmtilegra.  Ég er búin að fara tvisvar í þessari viku í Klaustrið í Hafnarfirði, í litlu sætu búðina sem nunnurnar reka og það kemst heilagur andi í mann við að koma þarna inn.   Ég reyndar byrjaði á að opna vitlausar dyr og heyrði þennan líka yndislega sálmasöng, ég stoppaði augnarblik og hlustaði og lokaði svo varlega hurðinni og prófaði næstu dyr.  Þar var miði á íslensku um að maður ætti bara dingla fast og mikið ef ekki yrði ansað þegar dinglað væri laust og lítið (jæja ekki orðað akkúrat svona en meiningin sú sama) og þær myndu opna því þær væru alltaf við.
Jæja fyrra skiptið til nunnana var smá fýluferð því pöntunin hennar Konnýar hafði týnst en þær ætluðu nú bara að redda kertinu fyrir fimmtudag eins og ekkert væri svo ég fór aftur í dag.

Þá voru staddir þarna inni, tveir unglingsstrákar að kaupa sér kross.  Þetta voru strákar með tattú og rassinn uppúr buxunum en þeir voru alsælir að einhver hefði bent þeim á þessa æðislegu búð þarna sem seldi krossa eins og þeir vildu.
Þetta var frekar absúrt sjón en notaleg.  Notalegt að sjá nunnuna afgreiða þessa stráka og sjá þá bera virðingu fyrir henni.
En þá að mér og kertinu sem ég átti að sækja, þetta er nú fallegasta kerti sem ég hef séð og nunnurnar voru miður sín yfir mistökunum með pöntunina og báðust afsökunar aftur og aftur en ég sagði þeim að hafa engar áhyggjur því allt hefði reddast.
Ég keypti líka handmáluð kort af þeim (fermingarkort og þau kosta ekki nema 450 kr. stykkið.  Ég meina það, handmáluð með dash af heilagleika með og ódýrara en fjöldaframleidd kort í blómabúðunum.
Mæli með kertum og kortum og krossum hjá Nunnunum í Hafnarfirði það verður enginn svikinn af því að versla þar.
Ég mæli með www.karmel.is

kjg 17.4.2008 20:12:43 Gengið Úff, við hjónin komum hér í dag og þá var íbúðin í rúst eftir stelpurnar svo við létum þær heyra það aðeins, að það ætti ekki að vaða í skápana og dæla í sig snakki og kóki hér á daginn þó við værum ekki heima.
Skipuðum þeim að fara og taka til, sópa ofl. og á meðan ætluðum við í hjónin í göngu og med det samme drifum við okkur í skó og úlpur og út að gang.
Og vitiði hvað?  Við gengum alla leið niður á Lækjargötu til ömmu í heimsókn, sú var nú aldeilis hissa að sjá okkur og enn meira hissa þegar hún vissi að við hefðum gengið alla þessa leið.

Við ætluðum okkur nú upphaflega að labba til baka líka en ég ákvað að ég ætlaði ekki að verða örþreytt á morgun þar sem ég er með námskeið og vill vera í góðu formi þá, svo gamla settið tók bara strætó til baka.

En þetta var aldeilis fínt,
þangað til næst,
Kristín Jóna

kjg 20.4.2008 20:38:13 Má ég fá HUND Elsku pabbi má ég fá hund?
Ég skal alveg hugsa um hann sjálf, ég get alveg farið með hann út að labba og tekið poka með og hirt upp kúkinn.
Ég get líka alveg vaknað til hans á nóttunni ef hann er að væla.
Ég get … Ég get allt þetta ef ég bara má fá hund.  Það má alveg hafa hund í blokk.

Pabbi má ég fá hund, ég skal alltaf gegna ykkur mömmu og gera allt sem þið biðjið mig um.

Pabbi má ég fá hund, þá getur þú verið aleinn að leika þér í þessum heimska tölvuleik sem þú vilt alltaf vera í og þarft ekki að leika við mig.

Pabbi má ég á hund?

… úff, aumingja Þráinn, Ástrós Mirra spurði mig að þessu í gær og ég ákvað að komast nett frá þessu fyrst Þráinn var ekki heima og sagði að ég tæki ekki ákvörðun um þetta.  Mig langaði ekki í hund og ég myndi ekki fara út að labba með hann en ef Þráinn og Ástrós Mirru ákvæðu að fá sér hund þá yrði ég ekki mótfallin því.  Þannig að ef Þráinn segir já, þá segi ég já.  Ef Þráinn segir nei, þá segi ég nei.

Og þegar Þráinn birtist hér áðan þá beið hans lítil stúlka sem er búin að tala um í allan dag hvað hana hlakki til þegar pabbi komi heim því hún ætli að spyrja hann hvort hún megi fá hund.  Og hvað segir hann við þessum rökum.  Veit ekki.

 

Þangað til næst.
Kristín Jóna kjg 24.4.2008 09:25:56 Listakonan Konný systir Það var að byrja myndlistasýning í Eyjum hjá hópnum hennar Konnýjar og Þetta er ein af þeim myndum sem hún er með á sýningunni.  Æðisleg, svo flottir litir.

kjg 24.4.2008 17:58:58 Sjálfsmynd í spegli Ég er búin að vera á fullu að taka Spegilmyndir þessa dagana vegna vikulega þemans okkar og er þetta ábyggilega ein besta myndin sem hefur verið tekin af mér lengi.  LoL Það var nú líka spurning hvort ég hefði átt að setja hana á flicrið og sýna öllum að ég er með fastlinsuvél en what the hell, maður á ekki að skammast sín fyrir svona frábærar græjur þó manni sé farið að langa í nýjar.  En ‘By the way’ nýjar kosta ekki undir 200.000 til að starta sé og svo bætist alltaf eitthvað  við.   kjg Athugasemd: hvaða tungumál er þetta. (,Konný) Athugasemd: Skilurðu ekki dulmál. Nei, ég sá þetta ekki svona, í minni tölvu var allt eðlilegt með letrið en þegar ég skoðaði í hinni tölvunni sá ég sama og þú. Þetta var greinilega eitthvað furðuleg leturgerð sem slæddist þarna inn.
Vona að þú skiljir núna allt um sjálfsmyndina mína (,Kristín Jóna) 25.4.2008 21:10:54 Víkingarnir eru komnir með vorið með sér. Þeir eru orðnir eins og vorboðinn ljúfi þessir víkingar í Hafnarfirði og eins skrítið og það nú er þá kann ég vel við þá.

Ég er mikið á móti slagsmálum, hasarmyndum og leikjum fyrir börn, en það er eitthvað öðruvísi við þetta.  Kannski það að þetta er í alvörunni plat.  Krakkarnir sjá að þeir eru að skilmast en þeir meiða aldrei hvern annan svo kannski læra þau það.

Svo er Hansi hennar Silju náttúrulega alvöru víkingur og maður afneitar nú ekki fjölskyldumeðlim.  kjg 26.4.2008 20:04:38 Litir sumarsins Ég myndi segja að þeir séu kjarkaðir þessir meðlimir lúðrasveitarinnar í Hafnarfirði, að ganga í þessum búningum.   Samt eitthvað svo flott við þá.

Konný systir segir að þeir myndu sóma sér vel í Gay pride og það er alveg rétt en er ekki bara gaman að hafa þá svona líflega klædda á sumardaginn fyrsta.

Mér finnast alla vega litirnir í kringum þá mjög sumarlegir, gult og fjólublátt.  Meira að segja veggjakrotið er bara alveg að gera þarna, enda í stíl við brunahanann.  kjg 26.4.2008 20:13:46 The review room Jæja góðar ættleiðingarfréttir.

Kínverjarnir eru búnir að skoða allar umsóknir til 31.12.2006.  Þannig að hópur 23 er kominn í gegnum ‘The review room, en það er greinilega herbergi sem við erum geymd í þar til búið er að fara yfir umsóknirnar okkar.

Okkar umsókn er dags. 27. mars 2007 þannig að við ættum kannski að komast í gegnum þetta svokallaða review room fyrir haustið.  Jibbý, þá er bara eitt skref eftir þegar það er komið og það er að fá tilkynningu um barn

Þó það líði ár áður en sú tilkynning kemur þá er alltaf gott að komast skref áfram þó lítið sé.

Úff, fékk bara smá gleðihroll við að lesa þetta.  Hlakka til að fá aðra svona!
kjg 27.4.2008 11:30:41 Hjólastelpan Ástrós Mirra hefur ekki viljað læra að hjóla án hjálpardekkja og því ekki hjólað í heilt ár.
Í gær ákvað ég að Þráinn myndi reyna að kenna henni að hjóla og undirbjuggum okkur undir hrufluð hné og fleira en viti menn, hún settist á hjólið og hjólaði í burtu og gat svo ekki farið að sofa því hana langaði svo aftur út að hjóla.

Og nú er hún ásamt pabba sínum og tveimur vinkonum í hjólatúr.
Frábært, enda er hún snillingur þessi stúlka.

kjg 30.4.2008 22:03:41 Styttur bæjarins. Styttur bæjarins. Ég fór að skoða garðinn þar sem stytturnar hans Einars Jónssonar eru, þarna beint á móti Hallgrímskirkju.
Ekkert smá æðislegar styttur, sjáið nákvæmnina í þessu verki td.  Ótrúlega flott.
Ég man þegar ég var krakki að þá var garðurinn læstur, skrítið, af hverju ekki að leyfa fólki að skoða verkin sem eru þarna úti.  Alla vega er hann ekki læstur í dag og þarna komu einmitt túristar með teppi og nesti og settust niður.  Mjög notalegt að sjá það.  kjg 4.5.2008 20:34:26 Hraði, kraftur og fallegt útlit. Við hjónin fórum á bílasýninguna í Fífunni í dag og þar voru nokkrir æðislegir bílar eins og þessi.
Þvílíkt fallegar línur og liturinn alveg geðveikur. Þeir voru að setja nokkra þarna í gang og ég fann sko alveg fyrir gamla fílingnum þegar ég heyri í svona krafti.  Man ennþá tilfinninguna þegar við settum Willisinn í gang í denn og 8 cylindrarnir og 360 hestar væru tilbúinir að taka á sprett.  Geðveikt.  Samt langar mig ekkert endilega að fara hratt, bara finna kraftinn.
Hér er búið að vera að mála um helgina, forstofuna og svefnherbergisganginn.  Æðislegur munur þegar það er búið, þá er bara stofan og eldhúsið næst og svo endum við á baðinu og aukaherberginu en þá er líka allt tilbúið

kjg 15.5.2008 21:37:36 Framtíðarljósmyndarar
Ástrós Mirra og Anna Dögg fóru með okkur í smá ljósmyndatúr á hvítasunnudag og voru stelpurnar mjög aktívar með myndavélarnar.  Ég held að þær hafi tekið miklu fleiri myndir en við Konný. Flottar stelpur og efnilegar enda afi þeirra afburða ljósmyndari.

Taken pictures of the sea

kjg Athugasemd: ég efast ekki um okkar afburðar ljósmyndara.en 2000 stelpurnar eru flottar og sá/sú semtók myndina er ekki slök.kv.ammasteina (,ammasteina) Athugasemd: (,) Athugasemd: (,) 16.5.2008 19:51:49 Hellaferð með 2. bekk í Hraunvallaskóla
Við fórum með krökkunum og foreldrum  úr 2. bekk Hraunvallaskóla í hellaferð á fimmtudaginn.  Það var alveg rosalega gaman og frábært framtak hjá þessum  tveimur sem tóku þetta upp hjá sjálfum sér.

Hellirinn sem við skoðuðum heitir Leiðarendi og er um 700 metra langur.  Það er alveg á hreinu að við ætlum þangað aftur og taka okkur betri tíma til að skoða og spá og spekúlera, sérstaklega þar sem það er einungis 10 mín. akstur þangað.
Flottir krakkarnir sem mættu þarna, allir með hjálm og vasaljós.

 

kjg 17.5.2008 09:02:23 Algjörlega frábærir …. .. tónleikar sem við fórum á í gær með Jet Black Joe.  Þvílík stemning og þvílík rödd sem þessi drengur er með.

 

Tónleikarnir byrjuðu með upphitunarhljómsveit frá Eyjunni í suðri, og þar fór fremst í flokki hún Arndís sem maður er nú búinn að fylgjast með síðan hún var bara 5-6 ára með okkur í leikfélagi Vestmannaeyja.  Hún er með ofsalega flotta rödd og stóð sig vel.  Ég er alveg viss um að gítarleikarinn sem var með henni sé Obbi en Þráinn kannaðist ekkert við hann, sáum hann reyndar bara á hlið.  Ég hef nú alltaf sagt að Þráinn sé mannglöggari en ég svo líklega hefur hann rétt fyrir sér, samt er ég frekar viss.

Síðan kom Páll á svið með hljómsveit og byrjaði frekar rólega með nokkrum lögum frá sínum sólóferli.  Mjög flott og hann fékk Hreim til að koma og taka með sér Gospel lag sem þeir sungu saman á plötu, svo kom Gummi úr Sálinni og þeir tóku Eurovisionlagið sem reyndar vinnur svo á að mér finnst þér núna algjört æði, en það gengur víst ekki að svona keppnislag vinni á, það þarf að koma í fyrstu atrennu.

Næst tók Gospelkórinn nokkur lög og komst smá óþreyja í fólk við það, allir greinilega farnir að vilja sjá sjálfa hljómsveitina Jet Black Joe, sem reyndar birtist svo með þvílíku trukki að höllinn nötraði.  Mikið ofboðslega er þetta góð rokkhljómsveit.  Palli fór algjörlega í rokkgírinn, mætti í leðurbuxum og svei mér þá ef hann talaði ekki öðruvísi, en það tilheyrir.  Gunnar Bjarni var mættur með tvo til þrjá gítara og sína dredlokka og bara sjálfum sér samkvæmur.
Þeir hafa verið svo langt á undan sinni samtíð þegar þeir voru að semja þessi lög þessir strákar.  Það sem mér finnst svo magnað við tónlistina þeirra er þessi stígandi, lagið byrjar jafnvel hægt og svo kemur sprengja og síðan er jafnvel millikaflinn allt öðruvísi.

Fyrir mér og mörgum öðrum var hápunkturinn þegar Sigga Guðna kom og söng Freedom, vá sú tók salinn með trompi og gaf Dívunum ekkert eftir.  Algjörlega frábært hjá þér Sigga mín og ég er ekkert smá stolt að vera frænka þessa tveggja frábæru söngvara.

Takk fyrir stórfenglegt kvöld og hlakka til að sjá ykkur á ættarmótinu.

Þangað til næst,
Kristín Jóna

 

Ps. við hittum náttúrulega alveg fullt af ættingum þarna, Gumma og syni, Magga Óla og fjölskyldu, Berglingi, Hönnu mömmu Siggu og ömmu Palla, Hrefnu mömmu Palla, systur hans og dóttur, Kristleif úr Eyjum en misstum af Gumma Þ.B. og öllu hans fylgdarliði sem ég veit að var þarna.
kjg Athugasemd: Elsku dúlla ! takk fyrir kommentið á síðuna mína 🙂 ég fór fram of seint og þá voruð þið farin 🙁 frábært að þið skemmtuð ykkur vel og hlakka til að hitta ykkur !!! knús kveðjur
Kveðja
Sigga (,Sigga Guðna) Athugasemd: Þeir sem eru með Arndísi í hljómsveit eru Þórir Ólafs, bróðir Lilju Ólafs og Sæþór Vídó. (,Konný) 29.5.2008 21:38:28 Gúmmítúttur Þær eru ótrúlega sjarmerandi þessar bleiku gúmmítúttur, því komst ég að í dag þegar við fjölskyldan, Sara vinkona, María Erla, Aldís, Rakel, Gunnar og Freyja skruppum að Kleifarvatni til að njóta lífsins í sól og sumaryl.

Þemað í ljósmyndaklúbbnum er líka strönd svo við slóum tvær flugur í einu höggi. Ég náði fullt af flottum myndum, setti þær hér inn óunnar fyrir þá sem nenna að skoða það en svo koma þær í smápökkum inná flicrið.

Við vorum nú ekki mikið að velta okkur uppúr jarðskjálftanum sem varð í dag og var víst alveg þræmikill en ég fann ekki fyrir neinu og hélt að útvarpsmaðurinn væri nú eitthvað að ýkja hlutina þegar hann sagði frá þessu.

Vona að allir séu í góðu lagi af ættingjum og vinum okkar fyrir austan fjall. Förum á morgun að kíkja á sveitarsetrið okkar.

Sumarið er komið og ég er alveg ofsalega kát og glöð þessa dagana.  Elska lífið.

kjg 30.5.2008 18:01:54 Svo sem enginn spurt … … en ég má til að segja ykkur að sveitarsetrið okkar stendur af sér alla jarðskjálftana, bæði 2000 og nú.
Skekktist aðeins í fyrra skiptið og jafnvel aðeins meira núna, en þá vitum við bara ef við missum eitthvað að það rúllar í aðra áttina.

Einn kertastjaki úr kopar datt á gólfið, það er allt of sumt.

Þangað til næst,
Ykkar Kristín Jóna

kjg 1.6.2008 12:52:24 100 ára Hafnarfjörður Algjörlega frábær dagur í gær, hjá okkur Hafnfirðingum og göflurum.
Okkur leið eins og í útlöndum þar sem sirkusatriði og skemmtanir voru á hverju götuhorni. Og það er sko ekki búið því hátiðin heldur áfram í dag.

Þið hin sem búið utan Hafnarfjarðar, ykkur er að sjálfsögðu öllum boðið í afmælisveisluna.
Þessi mynd var tekið í Hellisgerði í gær, þar sem huldufólk og álfar voru í okkar stærð í tilefni dagsins.

Þar voru álfar ríðandi á hestum og alls konar huldufólk í hellunum og að ógleymdri Frú Sigríði Klingenberg sem bauð fólki að draga sér spil ofl.

Ég dró hjá henni spil sem svar við spurningunni – Hvernig endar þetta allt með kínakrílið okkar? – Og svarið var:  Þetta fer allt vel.

Ástrós Mirra var með spurninguna hvort hún þyrfti að vera með gleraugu þegar hún yrði stór og dró spilið – Þetta mun rætast, sem við túlkum að sjálfsögðu þannig að hún þurfi ekki að vera með gleraugu.

Þangað til næst, njótið lífsins.
Ykkar Kristín Jóna kjg 13.6.2008 07:47:24 NALA .. týndist í gær.  Ég hafði ekki lokað búrinu nógu vel fyrir hamstur sem er endalaust að reyna að brjótast út úr fangelsinu og viti menn, henni tókst að lyfta lokinu og komast út.
Við Ástrós Mirra uppgötvuðum það í gærmorgun áður en við fórum af stað og leituðum lauslega að henni en fundum ekki.
Ákváðum að loka öllum herbergjum svo það yrði auðveldara að leita þegar heim væri komið seinna um daginn.

Jæja við komum öll heim seinni partinn og fórum að leita í öllum herbergjum, öllum skúmaskotum (sem reyndar eru ekki mjög mörg), vonuðum að hún hefði alls ekki komist í geymsluna því þá hefðum við þurft að fresta því að fara í bústaðinn í dag og halda áfram að leita (og þá er maður farinn að hugsa um lík en ekki krúttaralegan hamstur).

Jæja Mirra skotta var algjörlega búin á því eftir reiðnámskeiðið og leitina að Nölu og ákvað að leggja sig kl. 19 og svaf til morguns.

Af og til allt kvöldið fórum við Þráinn á stjá, slökktum öll hljóð og gengum á milli herbergja að hlusta eftir Nölu en EKKERT.

Ég fór uppí og var frekar stúrin og sorgmædd þar sem þetta var nú mér að kenna og við uppgötvuðum að okkur þykir rosalega vænt um hana Nölu enda enginn venjulegur hamstur.
Svo er ég búin að slökkva ljósið og að fara að sofa þegar Þráinn kemur inn í herbergi og ég hugsa, æi vertu ekki að svekkja mig meira en þá brosir hann út að eyrum og réttir mér Nölu.

Þá fór hann eina enn ferð að hlusta og tékka og sér þá að maturinn er horfinn í aukaherberginu (já við settum mat á gólfið í öllum herbergjum til að sjá hvort hún væri þar) og viti menn svo kíkir Nala fyrir hornið á hurðinni.

Hjúkk og knús og kossar til Nölu og ég gat sofnað með bros á vör.  Er samt að spá í að kaupa nýtt búr þar sem ekki verður hægt að brjóta hökin af lokinu svo hún komist uppúr.

Þangað til næst
Kristín Jóna
kjg 17.6.2008 08:42:51 Hestastelpan Það var alveg rosalega gaman á reiðnámskeiðinu í síðustu viku, við vinkonurnar Helga Rós og Edda Sóley, mættum þarna á hverjum morgni fyrir kl. 9 og vorum allan daginn að sinna hestunum.

Við lærðum líka ýmislegt um hestana og umhirðu þeirra. Vikan endaði með góðum reiðtúr og svo sýningu fyrir mömmu og pabba og afa og ömmu ofl. sem vildu koma.

Mamma, pabbi, Siggi afi og Auður amma komu og sáu mig sýna hvað í mér býr og hvað ég get á baki. Og eins og þið sjáið á þessari mynd þá fórum við létt með að syngja og “, herðar, hné og tær ” standandi á baki hestanna.  Lína langsokkur hvað?

Núna er ég á leikjanámskeiði hjá ÍTH í Hraunvallaskóla, það var bara að byrja í gær svo ég get lítið sagt um það ennþá, enda var Sara vinkona ekki í gær og ég vil hafa hana með mér á námskeiðinu.

 

Þangað til næst
Ykkar Ástrós Mirra

Ps. ég ætti nú reyndar alveg að geta farið að skrifa sjálf því ég kann það alveg en mömmu gengur betur að segja frá. kjg 24.6.2008 19:48:17 Frábært ættarmót Þá er hinu frábæra ættarmóti lokið og það stóðst allar væntingar hjá mér.
Þessi ætt er svo frábær að ég væri til í þetta á hverju ári.

Veðrið var svona alls konar, sól, logn, sól, vindur, skýjað, rigning, haglél og að lokum það mikil snjókoma að einn ættinginn missti stjórn á bílnum sínum og velti honum en betur fór en á horfðist því þeir slöðuðust lítið.

Þau í Efri-Vík dekra mann algjörlega og það var sama hvað við báðum um, það var aldrei vandamál. Takk fyrir okkur Efri-Víkingar.

Það voru sagðar sögur, það var sungið og það var dansað og sungið meira.

Ég er eitthvað óvenju fámál núna þegar ég ætla að skrifa en það segir ekkert um ættarmótið heldur þvert á móti, það var svo skemmtilegt að ég veit ekki hvar ég á að byrja.  Svo ég bendi ykkur bara á að kíkja á síðuna okkar og allar myndirnar sem hún Konný tók (ég tók engar)  http://nidjamotid.blog.is/album/

kjg 9.7.2008 19:48:33 Goslokahátíðin Þá er frábærri goslokahátíð lokið og þökkum við kærlega fyrir okkur.

Við vorum á 5 stjörnu hótelinu hjá Konný systir og hennar fjölskyldu, fengum sér herbergi og bíl til afnota ef við vildum enda komumst við ekki með bílinn með okkur til Eyja.
Mér skilst að það sé orðið upppantað með Herjólfi þessa helgi í mars, apríl.
Sem náttúrulega nær engri átt og Eyjamenn eiga orðið erfitt með að komast uppá land með bílinn sinn í sumarfrí því dallurinn er alltaf fullur.
Það er kominn tími á nýjan hraðskreiðari bát sem siglir frá Þorlákshöfn, því hver er bættari með bát frá Bakkafjöru, ferðalagið tekur þá alveg jafn langan tíma og það gerir í dag, bara lengri tími í bíl og styttri í bát.  Hvaða máli skiptir það.  Ég vil stærra skip og hraðskreiðara.

En aftur að Goslokahátíðinni.  Við vorum nú á fullu allan tímann nema á nóttunni, fórum ekkert á næturflandur sem betur fer, því þá hefði ég verið meira útkeyrð en ég var eftir helgina.
Held þó að ég hafi verið svona útkeyrð á sunnudeginum vegna tveggja sjóferða og tveggja sjóveikistaflna frekar en eitthvað annað. Það var æðislegt veður á föstudeginum og við löbbuðum með Önnu, Snorra og Co uppá leikskóla til Steinu og þaðan niður á Stakkó þar sem fólk safnaðist saman fyrir skrúðgöngu sem fór út á Skans.  Það voru skemmtiatriði og fullt af fólki sem maður hefur ekki séð lengi og fullt af fólki sem maður hefur séð nýlega.
Virkilega gaman. Tókum á móti Krafti sem kom úr hringferð í kringum landið á tuðrum til söfnunar langveikum börnum og börnin fengu svo flugdreka til að láta fljúga, mjög gaman.
Svo fengum við æðislegan mat um kvöldið hjá Konný og kom pabbi líka í mat, virkilega kósí og gott kvöld.

Svo snemma morguninn eftir drifum við systur okkur uppá dalfjall og sáum þar fullt af lunda og ísbjörnum (heitir það ekki það, þetta hvíta loðna sem er á fjöllum) og mikla þoku.  Sigurjón Ingi sem vinnur með mér sagði að ég yrði að fara uppá Dalfjall því það væri svo flott hinum megin en ég sá það ekki fyrir þoku.
Svo var farið niður á Stakkó aftur eftir hádegi og þar voru skemmtiatriði, tívolítæki og tröll að skemmta okkur og sjálfum sér.  Mjög gaman, enn og aftur fullt af fólki og gleði.
Um kvöldið fórum við svo í mat niður í Hásteinsblokk þar sem bræður Þráins buðu okkur í mat en þar gekk ekki eins vel að grilla og hjá Konný kvöldið áður því það byrjaði á því að gaskúturinn kláraðist og svo fór grillið bara ekkert í gang eftir að nýr kútur kom svo strákarnir fengu að skella kjötina á grill sem var búið að nota í húsi hinum megin á götunni.  Addi spilaði á gítar að launum og smakkaðist maturinn mjög vel.
Svo löbbuðum við niður í Skvísusund á barnaskemmtun, þar sem lengsti tíminn fór í að bíða í biðröð eftir andlitsmálum (sjá mynd af ÁM á flickrinu hennar Konnýjar).
Hittum enn og aftur fullt af fólki og fórum svo heim áður en fylleríið byjaði (ef það hefur eitthvað byrjað, því mér fannst fólk svo stillt).

Svo á sunnudaginn um hádegi skelltum við okkur í siglingu með PH Viking í kring um Eyjuna okkar og var það æðisleg, hefði mátt vera sól en það var alla vega ekki þoka.
Svo var farið í Herjólf og brunað í bæinn, þreyttir og svangir ferðalangar.
Þetta er sagt þjóðhátíð níska mannsins því það er allt ókeypis þessa helgi (Ye, right.  Það er aldrei allt ókeypis en það kostaði alla vega ekki inn).
En aðrir segja þetta hátíð brottfluttra Eyjamanna, sem er miklu frekar nær sanni.
Við uppgötvuðum að fósturdóttir Reynis skólastjóra býr í blokkinni okkar og svo hittum við þarna fleiri Eyjamenn sem búa á Völlunum svo við vorum að hugsa um að slá upp svona Vallarapartý ofar í götunni.

Þetta var í alla staði góð helgi og skemmtileg.
Þangað til næst,
Kristín Jóna
kjg 13.7.2008 12:23:34 Mirran á förum Jæja, þá er Mirra Skotta bara á leið til Eyja á þriðjudaginn til að vera hjá Konný frænku sinni og öllum hinum í Eyjum í nokkra daga.

Við erum enn að púsla saman hennar sumarfríi þar til okkar hefst.
Hún var ofboðslega ánægð á hestanámskeiðinu en ekki eins ánægð á leikjanámskeiðinu, samt var verið að gera fullt af skemmtilegum hlutum en ég held að það sem hefur aðalllega verið að hrjá mína í sumar er að henni finnst orðið gott að kúra á morgnanna, ekki þurfa að rjúka út fyrir kl. 8 eins og við gerum.
Svo hún er búin að fá að vera ein heima í nokkra daga sem hefur gengið misvel, tveir dagar voru ekki svo góðir en þá hafði hún sig ekki í að spurja eftir stelpunum en þeir dagar sem hún var að leika við þær voru bara góðir og liðu hratt hjá henni.
Hún er líka búin að fara með Söru vinkonu sinni í sveitarferð einn dag, svo fór hún með Kollu frænku í húsadýragarðinn í einn dag, gisti reyndar hjá Kollu þá og svo er hún sem sagt á leið til Eyja á þriðjudaginn og verður fram að helgi, kemur þá með Konný uppá land og verður líklega með okkur foreldrunum þá helgi og skreppur svo uppá Hótel Hvítá og verður aðstoðarhótelstýra í 2 – 3 daga og þá verðum við hjónin líka komin í frí.  Jibbý jey.

Við höfum held ég aldrei tekið sumarfrí svona seint og það er að byrja að koma mikil tilhlökkun í okkur en við verðum í fríi þar til skólinn byrjar hjá Ástrós Mirru.

Við hjónin ætlum að nýta fjarveru stúlkunnar okkar mjög vel og skreppa í bíó, út að borða ofl. fullorðins.

Þangað til næst, Kristín Jóna

kjg 21.7.2008 20:50:32 Ástrós og Sara orðnar frægar Já þær eru aldeilis orðnar frægar þessar tvær stúlkur enda myndir af þeim birst á hinum ótrúlegustu stöðum.

 

 

 

 

 

Já það getur verið gaman að leika sér á netinu.  Þetta var einn af þeim dögum.

kjg 8.8.2008 17:11:56 Love affair Jæja þá er sumarfríið hálfnað og finnst manni það alltaf skrítið þegar halla tekur á það.
Við erum búin að hafa það ótrúlega gott í sæluríkinu Þingvöllum hitinn fór uppí 29.7 gráður og við fengum meira að segja skógarelda eins og Grikkirnir.

Við erum að fara á Clapton í kvöld hjónakornin og svo ætlar Þráinn að skella sér í bústaðinn strax á morgun en við mæðgur verðum áfram í bænum því Mirra Skotta er að fara í afmæli á sunnudaginn og svo drífum við okkur bara aftur í sveitina.  Líklega kemur Sara skvís með okkur aftur svo Mirra Skotta hafi félagsskap af jafnöldru sinni.  Ég verð að viðurkenna að ég nenni ekki eins mikið að fara í teboð út í Mirrukot eins og áður og mér finnst bara fínt að hún hafi vinkonu með sér og mamma hennar Söru er að vinna frekar mikið í Ágúst svo það græða allir á þessu.

Við erum nú eitthvað að hugsa um að skreppa út fyrir Þingvallahringinn en þó ekki búin að ákveða það, eigum eftir að finna út hvaða stað okkur langar að heimsækja.  Held reyndar að Landmannalaugar væru ofarlega á lista, mér skilst á Konný að það sé fólksbílafært en ég hef alltaf haldið að þetta væri bara jeppafært, en það kemur bara í ljós.  Ég hef verið ágætlega dugleg að taka myndir og er sjálf mjög hrifin af þessu ástarsambandi sem ég rakst á, mér dettur alltaf í hug við Þráinn, svo samofinn og vitum stundum ekki hvar annað okkar byrjar og hitt endar, ruglumst stundum á því hvort vill hvað osfrv.  þannig að hún er mjög lýsandi fyrir okkur þessi mynd.

Þangað til næst, Kristín Jóna

kjg 19.8.2008 08:38:10 Sumarfríið Jæja, ætli það sé ekki best að fara að segja frá sumarfríinu okkar.

Við erum sem sagt búin að vera meira og minna á Gjábakka allan tímann og hefur veðrið leikið við okkur, hitinn fór í 29.7 stig þegar mest var en það víst hitamet á Íslandi.

Það er búið að setja upp skjólvegginn á pallinn og kemur hann mjög vel út, ég er búin að kaupa kerti og krúttlegt dót til að setja inní hillurnar á veggnum, við ákváðum nefnilega að hafa hann tvöfaldann því þá fengi ég ekki hillur og ég er ánægð með þá útkomu.  Ég er svo búin að bera á vegginn og allan pallinn svo allt líti vel út og fúni ekki strax.

Svo er Þráinn búinn að setja þakjárn á Mirrukot og er nú brandari að segja frá því.  Þráinn hringdi í Húsasmiðjuna til að athuga hvað myndi kosta járn á þetta litla þak (sem er þó 12 fm) og fékk þau svör að hjá þeim myndi þetta kosta um þrjátíuþúsund en það myndi líklega borga sig fyrir hann fyrst þetta væri dúkkuhús að hafa samband beint við Vírnet í Borgarnesi og fá hjá þeim afgangsjárn því það fengi hann ódýrara.
Þráinn hringir í Vírnet og honum er sagt að á föstudögum viti þau hvað er til af afgangsjárni og þetta var í vikunni fyrir þjóðhátíð svo það var lítið um svör þann föstudaginn.  Snæi frændi var á leiðinni norður að sækja vörur á sendibíl og bauðst til að taka járnið í bakaleiðinni sem hefði verið fráfært en það gekk ekki upp.
Það liðu tvær vikur og nokkrar hringingar þegar loksins kom í ljós að það var til járn og nóg efni svo Þráinn skellti sér í bíltúr frá Þingvöllum í Borgarnes.
Þar tóku góðir menn á móti honum og vísuðu Þráni á svæðið sem hann mátti athuga með járnið.  Hann fann þetta fína járn, rautt og fallegt og valdi sér plötur, sópaði planið ofl. og fór svo að hitta sölumanninn og fékk í viðbót, kjöl, skrúfur oþh. og viti menn, allt kostaði þetta heilar 7.500 kr. + svo auðvitað bílferðin.

Já það getur borgað sig að hafa aðeins fyrir hlutunum og sækja sjálfur.

En við erum nú ekki bara búin að vera að vinna í sveitinni þó það hafi líkað verið, við erum búin að ganga á fjall, Miðfellið.  Við Ástrós Mirra skelltum okkur í fjallgöngu og fengum þetta líka fína veður, uppgötvuðum að fjallið er fullt af berjum og þar búa lítil tröllasystkin sem hrista fjallið þegar þau eru reið.

 

Við fórum að skoða Brúarhlöð sem er æðislegur staður mitt á milli Geysis og Flúða og þar hittum við á hóp af flúðasiglingafólki sem síðan var að henda sér í ána ofan af hömrunum, mikið gaman að fylgjast með þeim.

 

Svo erum við búin að fara og veiða, bæði með Kristófer Darra og Söru.

 

Við fórum á brennu um verslunarmannahelgina og var það alveg ljómandi gaman, fyrir utan að sá sem á að spila á gítarinn byrjar aldrei fyrr en kulnað er í brennunni, ég skil það ekki, og þá erum við yfirleitt á heimleið.

 

Við fórum svo í ferðalag þegar Helga Rós var í heimsókn og fórum í Töfragarðinn á Stokkseyri sem hefur heldur betur látið á sjá.  Uss uss,  engir kettlingar til að halda á, engir hvolpar til að leika við og lítið af dýrum og matsalan hræðileg.
Eyddum fullt af pening þarna og flúðum út eftir tæpan klukkutíma.  Stelpurnar voru samt alveg ánægðar en ekki við Þráinn.
Skelltum okkur þá á Flúðir í kaffi til Sveindísar og Arnars þar sem þau voru í bústað með vinahjónum og skildum svo Helgu Rós þar eftir.

 

Fórum aftur í bústaðinn og þá mætti Inga niðri með Söru og skildi svo Söru eftir að hafa þegið grill og kósí með okkur.

Sara var í meira og minna 2 vikur með okkur með smá hléi og við fórum í ævintýraferð í fjöruna við Þingvallavatn.  En þegar við komum niðrí fjöru þá var hún ekki eins og stelpurnar vildu, þær vildu svona Nauthólsvíkurfjöru en þarna er grjótfjara og þess á milli hamrar (eða hvað það á að kalla þetta).  Stelpurnar voru frekar fúlar og fannst þetta ekki skemmtilegt en svo sáum við risastóran stiga sem lá niður í fjöru og þá föttuðu þær að þær gætu búið til stíflu og undu sér við það smá tíma, svo löbbuðum við áfram og fórum í steinafjöru og allt í einu föttuðu þær að steinarnir væru alls konar og myndu vera prýðileg húsgögn í petshopleik.  Við fundum sófa og stól, sjónvarp, rúm, klósett og sturtuklefa omf. í þeim dúrnum.
Ástrós fór úr peysunni svo hægt væri að búa til poka og svo þurfti mamma gamla að halda á þessu alla leið heim, og ég get sagt ykkur að bakið var að drepa mig síðustu metranna en heim komum við með þessa frábæru steina og ævintýrin öll í hausnum en …  svo var steinunum hent á túnið og ekkert leikið með þá meir, það var eins og ævintýrið ætti bara heima niðrí fjörunni en ekki á túninu á Gjábakka.

 

Við fórum líka í ferðalag hinum megin við vatnið en þar er sandfjara og þá bjuggum við til sandkastala og borðuðum nesti, við fórum líka í leiktækin hjá skátunum við Úlfljótsvatn.

 

Við skruppum líka á Geysi og ætluðum að skoða helli á bakaleiðinni en fengum aðvörun að Lyngdalsheiðin væri nær ófær, vegurinn væri svo slæmur svo við hættum við það.

 

 

Við fórum oft í sund á Minni-Borg, æðisleg sundlaug og kostar ekkert fyrir börn í hana, og svo var alltaf fenginn sér ís hjá Hildi á eftir.

Við fórum líka í heimsókn á Hótel Hvítá og stelpurnar fengu aðeins að afgreiða oþh. sem þeim finnst mjög gaman.  Amma Maddý bauð okkur að borða og svo fórum við 4 saman í Slakka sem er ennþá æðislegur og hefur ekkert breyst nema kannski að það fjölgar dýrunum þar.  Þar getur maður eytt hálfum degi auðveldlega.  Þar hittum við Simma og Jóa og Audda og Sveppa og fleiri þekktar persónur.  Það var gaman að hafa ömmu með.

 

Við fórum líka að veiða síli nokkrum sinnum en Ástrós Mirra er orðin ansi lúnkin við það.

 

Og Þráinn fór nokkrum sinnum að veiða bæði á bát sem Gaui afi á og svo ekki á bát, veiddi mest einhver kríli sem var sleppt aftur en það er til í eina máltíð í frystinum uppí bústað.

Við fórum líka einn daginn í Reykjadal í Hveragerði og það var reyndar á heitasta degi ársins og því erfitt að ætla að labba mikið í hitanum svo við höfðum þá ferð frekar stutta og fórum svo í sund í Hveragerði.  Fín sundlaug þar.

 

Svo tókum við okkur frí frá fríinu til að fara á tónleika með Eric Clapton sem ‘by the way’ voru frábærir, þvílíkir tónlistamenn og ég stóð í lappirnar allan tímann þó ég væri nú orðin þreytt.  Ellen Kristjánsdóttir og félagar voru hreint út sagt æðisleg í upphituninni og mikil gleði og gaman hjá þeim á sviðinu sem skilaði sér útí sal.

Svo erum við búin að fá heimsóknir og borða mikið af góðum mat og drekka fullt af hvítvíni og bjór og bara njóta þess að vera til.

Að lokum erum við að eyða síðustu vikunni hér heima og missa okkur smá í Ikea og tiltekt og fíníseringum, setja upp hillu á baðið, gardínu hjá Ástrós Mirru, ljós í eldhúsið (sem reyndar var ekki hægt að klára því það er enginn slökkvari tengdur við innstunguna og því bíður það eftir Konna bró) svo er Ástrós Mirra að fara að byrja í 3ja bekk á föstudaginn, við erum að fara í brúðkaup hjá Aron bróður og Sigrúnu á laugardaginn og svo hefst vinnan aftur í næstu viku og við alsæl og úthvíld eftir fríið okkar.

Þangað til næst,
Kristín Jóna
Ps.  Já okkur leið eins og við hefðum verið eitthvað lengi í burtu og sjónvarpslaus (sem við vorum ekki) þegar við kveiktum á sjónvarpinu einn daginn og enn og aftur kominn nýr meirihluti í borginni og nú halda þeir að þetta sé sá rétti og geti gengið út kjörtímabilið, ha ha ha.  Ég er fegin að búa í Hafnarfirði.
kjg Athugasemd: Já nú er sunnudagur og maður bara hefur tíma til að lesa svona langt blogg 🙂
Frábært að lesa og nú bara veit ég allt sem þú gerðir í fríinu hehe.. Hlakka til að fá þig aftur í vinnu úthvílda og hressa 🙂 (,Hafrún Ósk) 19.8.2008 16:22:36 Ný gullkorn Vildi bara benda ykkur á að það komu inn 2 ný gullkorn í dag.  Þó maður sé að verða 8 ára þá koma gullkornin ennþá.
kjg 2.9.2008 18:16:02 Nói Jæja gott fólk, þá hefur orðið fjölgun í fjölskyldunni.  Við ættleiddum hann Nóa um helgina og hann kom til okkar í dag.

Nói er bara  5 mánaða, afskaplega blíður og góður.  Hann vill helst vera að kela og í fanginu á okkur (eða alla vega í fanginu á mér, líka núna meðan ég er að skrifa á tölvuna núna).
Ástrós Mirra er alsæl að Nói sé kominn í fjölskylduna og ætlar að axla mikla ábyrg vegna þess.

Það er búið að semja 5 reglur sem má alls ekki brjóta því annars er það ekki gott fyrir Nóa.

Ég er líka voða ánægð með hann Nóa minn og finnst afskaplega notalegt að hafa hann hjá okkur.  Svo er hann algjör sjarmur og bræðir öll hjörtu um leið.

 

Þangað til næst
Ykkar Kristín kjg Athugasemd: Sætur kisi. Til hamingju með hann. (,Íris) 5.9.2008 20:06:15 Skapið
Ég undrast stundum hvernig maður getur látið skapið í sér hlaupa með sig í gönur.  Td. ég í dag, við uppgötvuðum í morgun að gleraugun hennar Ástrósar Mirru væru týnd enn einu sinni.  Eins og við erum búin að tala mikið um þetta og hún að standa sig vel í sumar en svo allt í einu núna aftur farin að vita ekkert um þau.

Og sko það er eitt að týna þeim og annað að hafa alls enga hugmynd um hvort hún hafi komið með þau heim eða ekki, og halda að jafnvel gæti hún hafa týnt þeim á einhverjum leikvelli þe. þau dottið af henni þar.

Ég gjörsamlega missti mig í morgun og gekk hér um gólf, taldi uppá ég veit ekki hvað, horfði út um gluggann og talaði ekki við dóttur mína.  Jú, ég lét hana sko vita að ég væri við það að fara að grenja, ég væri svo reið og sár út í hana að hafa gert þetta.  Og það í sömu vikunni og við gáfum henni Nóa.

Ég rak hana og Söru á hjólunum í skólann og sagði Ástrós að koma ekki heim fyrr en hún fyndi gleraugun sín.

Svo fer ég í vinnu og finn að ég er enn svona rosalega reið og mér datt í hug að setja músík á í bílnum en hætti við því ég vildi vera svona reið.  Og það er það sem mér finnst svo skrítið við skapið í manni.  Ég, kona á besta aldri með þokkalegan þroska haga mér svona.  Og ég held ég viti af hverju.  Jú því mig langar svo í myndavél og er að byrja að safna fyrir henni og ef ég þyrfti að kaupa ný 40 –  50þúsund króna gleraugu vegna kæruleysis þá verður ekkert úr myndavélakaupum fyrir mig.  Allir aðrir í fjölskyldunni búnir að fá eitthvað sem þá langar í nema ég.

En OK gleraugun eru fundin, voru heima svo allt er í góðu og ég get haldið áfram að safna fyrir nýrri myndavél en ég furða mig samt á þessu skapi í mér.

kjg 13.9.2008 08:50:42 Maritech dagurinn er í dag Jæja þá er námskeiðsvikunni okkar lokið og í dag er Maritech dagurinn sem við erum búin að hlakka til í mánuð.

Þessar námskeiðsvikur og Maritech dagar eru algjör snilld sem mínir yfirmenn og stjórnendur fengu hugmynd að og er að skipta gríðarlegu máli í móral og samheldni í fyrirtækinu.

Ég á að mæta með sundföt, utanyfirföt regnheld, aukaföt fyrir kvöldið og góða skapið.

Fyrsta skiptið sem þetta var haldið þá var það í aðeins öðru formi og hét bara óvissuferð, það er mesta óvissuferð sem ég hef farið í, ég held ég hafi aldrei verið eins rennblaut á æfinni eftir 10 ára aldur en mikið ofboðslega var gaman.  Já, meira að segja mér sem er ekki gerð fyrir íslenskar aðstæður fannst gaman.

Árið 2005
Næsta ár var farið á suðurnesin og vorum við mest við Bláa lónið í ýmsum þrautum til að efla samstarfið í hópnum, við fórum líka í Bláa lónið og enduðum svo á Garðskagavita í mat og drykk og brjáluðu fjöri.

Árið 2006
Síðan var farið í Borgarnes og við stunduðum ýmsar þrautir á frjálsíþróttavellinum þeirra, skoðuðum listasafn hjá Brákey sem var æðislegt, fórum í barnaskólann og var skipt upp í hópa og ég lenti í tónlistahópi og uppgötvaði þvílíka munnhörpuhæfileika.
Rosalega gaman og enduðum síðan í Landnámssetrinu að borða og sýna það sem við vorum búin að æfa og semja fyrr um daginn.

Árið 2007

 

Og svo er það dagurinn í dag, hvað skildi vera í boði nú.  Ég held að við séum að fara til Þorlákshafnar eða Hveragerðis, 35 mín. akstur út fyrir bæinn var sagt.  Já og bíddu Hveragerði frekar en Þorlákshöfn því ég man ekki eftir sundlaug í Þorlákshöfn og við eigum að koma með sundföt með okkur.
Reiknað með rigningu, það er suðurlandið svo þetta er spennandi.  Ég ætla alla vega að vera opin fyrir öllu og í góðu skapi enda vel útsofin núna eftir furðulegar svefnnætur undanfarna viku.
Bíðið við, mér sýnist nú sólin vera að glenna sig svo þetta lítur vel út.

Eigið góða helgi öll sömul og munið að ég er BEST.

Þangað til næst,
Ykkar Kristín Jóna

kjg 15.9.2008 19:17:09 Óvissan er búin og áttum við starfsfólk Maritech æðislegan dag og kvöld.

Það byrjaði með því að við fórum í rútu sem keyrði nú dálítið skringilega til þess eins að rugla okkur, við vorum sannfærð um að annað hvort væri bílstjórinn stríðinn eða pólverji sem rataði ekki neitt, held að hann hafi verið stríðinn.

En alla vega við enduðum í Grindavík fyrir framan þessi tryllitæki

 

og við fengum að keyra þau og sitja aftan á hjá kollega.  Það var rosa fjör, ég reyndar ákvað að sitja bara aftan á og njóta þess að vera ekki hrædd og njóta þessa geggjaða útsýnis sem við höfðum þarna, mig langar rosalega að fara í ljósmyndaferð þarna um Grindavíkina á fjórhjóli, því margir af þessum flottu stöðum eru utan bílleiða.

Okkur var skipt í 2 hópa og þegar fyrri hópurinn fór á fjórhjólin átti hinn hópurinn að fara á hestbak en vegna veðurs varð að fresta því og fengum við í staðinn að sjá stæðstu borholu landsins sem var alveg mögnuð, það var hleypt úr henni og þvílík læti.

 

Síðan meðan seinni hópurinn fór á fjórhjólin þá fór hinn hópurinn að skoða skipsbrök ofl.

Svo var farið á kaffihús og við fengum smurt brauð og köku og kennslu í línudansi.  Sorrý ég skippaði því þar sem mér finnst svona squeredans frekar halló og leiðinlegt, en allt í lagi, ég og Gaukurinn sátum bara að spjalla á meðan og það var ekkert leiðinlegt.

Svo fengum við að fara í Bláa lónið, það klikkar náttúrulega aldrei.
Endurnærð og kát og glöð fórum við aftur á kaffihúsið og þá var búin að leggja fallega á borð og kveikja á kertum og gera huggulegt fyrir kvöldmatinn.

Við fengum súpu og brauð í forrétt, lambakjöt á aðalrétt og það var eftirréttur en ég hvorki sá hann né smakkaði á honum sökum anna.

Það var náttúrulega búið að spila á gítar og syngja í rútunni allan daginn, og það hélt aðeins áfram þarna yfir súpunni og við vorum í rosa stemningu að taka Bahamas þegar Ásta (stjórnandi dagsins) bauð uppá Bahamas borða um hálsinn og opnaði útidyrnar og hver haldiði að hafi labbað inn og byrjað að syngja um leið.  Já, Ingó og enginn annar og því var Bahamas tekið aftur og með stæl.
Svo fór hann og tengdi græjur fyrir gítarinn og míkrafóninn og Ó, my god hvað hann er frábær trúbador.  Ég mátti ekki vera að því að borða, eða réttara sagt þorði það ekki svo Hafrún greyið fengi ekki matarsletturnar yfir sig því ég gat ekki hætt að syngja.  Hann tók EKKERT leiðinlegt lag.

 

Eftirréttinn sá ég aldrei því þá vorum við búin að vera uppá stól að syngja og dansa og löngu komin út á gólf.  Það skal þó tekið fram að það er ekkert dansgólf þarna við bara dönsuðum á milli borða og þvílíka gleði hef ég aldrei séð í svo stórum hópi.

Þetta var æðislegur dagur og ennþá frábærara kvöld.  Ingó er bestastur. Ég týndi röddinni og mér skilst að maður hringi bara í 555 MCDreamy til að endurheimta hana, eða þannig.

Bara svo þið fáið einhverja hugmynd hvað ég er að tala um þegar ég segi að hann hafi verið frábær, ég bað um eitthvað ABBA því við værum nýbúnar að vera á Mamma Mía singalong og hann tók nú ekkert vel í það fannst mér en rúllaði síðan svoleiðis upp Abbalögunum og við gjörsamlega misstum okkur, og þegar hann sagði að það væri bara eitt lag eftir þá stakk ég uppá Bohemian Rapsodi og hann rúllaði því líka upp, aleinn með gítarinn og okkur í bakröddum, eða vorum við kannski í forsöng, alla vega sungum við eins hátt og við gátum og dönsuðum með.

Hann tók ekki eina einustu pásu.

Takk fyrir mig á þessum frábæra Maritech degi.

Þangað til næst,
Kristín Jóna
kjg Athugasemd: Þetta hefur verið frábært ferð hjá ykkur, leiðinlegt að missa af þessu. Kveðja Íris (,Íris) Athugasemd: Ó já þetta var sko skemmtilegur dagur og kvöld 🙂
Alveg ómetanlegt að vinna á svona skemmtilegum stað með svona skemmtilegu fólki 🙂 (,Hafrún Ósk) 16.9.2008 19:20:23 Fjölskyldustund
Við erum að spjalla saman um að karlmenn og konur eigi að ganga jafnt til verka heimafyrir og Þráinn segir við Ástrós Mirru að hann trúi því að þegar hún velji sér eiginmann þá muni hún velja einhvern sem er eins og hann sjálfur.

Þá svarar Ástrós Mirra:  Pabbi ég ætla að velja mann sem skemmtilegur, fyndinn, góður og vinnur heimilisverkin, alla vega eitthvað.

Þá förum við Þráinn að skellihlæja og segjum að þá sé hún að velja mann sem er alveg eins og pabbi hennar og hún lítur á okkur og brosir og segir, ég fattaði það ekki.  Smellti síðan kossi á pabbi sinn og er rokin í símann að hringja í hana ömmu til að taka við hana viðtal um hvernig lífið var þegar hún var lítil.

kjg 16.9.2008 19:32:00 Ástrós Mirra tekur viðtal við Auði ömmu 68 ára um lífið í gamla daga.

ÁM – Hvað var öðruvísi þegar þú varst lítil?

AMMA – Það var enginn strætó

ÁM – Hvernig var skólinn?

AMMA – Húsið var úr steinum (hlaðið),

ÁM – Hvernig var uppröðun í skólanum?

AMMA – Það sátu allir einir við borð og stól

ÁM – Hversu langur var skóladagurinn?

AMMA – Frá kl. 8 – 12

ÁM – Hvað var skólaárið langt?

AMMA – Skólinn byrjaði í sept. og var fram í mai

ÁM – Hvenær byrjaðir þú að vinna, fyrsta starfið þitt?

AMMA – Þegar ég var 12 ára, þá fór ég til konu í jólafríinu og átti að þrífa fyrir hana

ÁM – Hvernig var heimilið þitt

AMMA – Húsið var 3 hæðir, risastórt steinhús með járnþaki og eitt klósett fyrir allt húsið niðrí kjallara

ÁM – Hvað bjuggu margir á heimilinu?

AMMA – Við vorum 4 í minni fjölskyldu, en það bjuggu 15 manns í öllu húsinu

ÁM – Hvað voru mörg herbergi í þinni íbúð?

AMMA – 4 herbergi og eldhús

ÁM – Hvernig var maturinn?

AMMA – Alveg eins og í dag en borðað meira af fiski

ÁM – Voru nammidagar?

AMMA – það var ekki mikið hægt að fá nammi og ekki heldur epli og appelsínur nema á jólunum

ÁM – Hver var uppáhaldsmaturinn þinn?

AMMA – kjöt í karrý

Og þá þakkaði Ástrós Mirra ömmu sinni kærlega fyrir viðtalið sem var tekið vegna þess að þau eru að læra um lífið í byrjun 20. aldarinnar.

kjg Athugasemd: Flott viðtal Ástrós. (,Konný) 20.9.2008 10:30:50 Konur eru líka menn Mikið er ég orðin leið á þessu kjaftæði um starfsheiti kvenna í dag.  Við konur erum líka menn svo það er bara allt í lagi að kona sé alþingismaður.

Ég las grein í gær sem fjallaði um þetta og þar kom fram að nýjasta orðið væri Stjórnmálafólk, bíddu að hverju ekki bara stjórnmálamenn, þar sem karlmenn og kvenmenn eru jú menn.
Ég fór að hugsa hvaða starfsheiti ætti ég að bera ef við ætluðum að kyngreina öll starfsheiti svona nákvæmlega, ég get alla vega ekki verið ráðgjafi – hún ráðgjafinn gengur víst ekki.  Kennari gengur heldur ekki þá.

Ég hef nú bara ekki nægt hugmyndaflug til að láta mér detta eitthvað í hug sem hugnast myndi þessum konum sem ekki vilja vera menn.

Þangað til næst,
Ykkar Kristín Jóna
kjg 5.10.2008 13:14:56 Að geta svarað fyrir sig Ég held við þurfum ekki að hafa áhyggjur af því hjá henni fröken Ástrós Mirru.

Í gær þá var Þráinn að reyna að fá Ástrós Mirru til að taka til í herberginu sínu, sem by the way er á hvolfi en þá leit hún beint í augun á honum og sagði:  ‘Eg er nú í helgarfríi og geri þetta bara á mánudaginn.’

Annað sem sannar mál mitt.  Við vorum í afmæli hjá Klöru systur í gær og þegar við ætlum heim, þá dettur Ástrós Mirru og Kristófer Darra í hug að Ástrós ætti bara að gista og Ástrós spyr mig og ég segi að hún verði að spyrja Klöru fyrst.  Þá gengur Ástrós Mirra að Klöru og segir:  Klara, má ég gista? Og áður en Klara nær að svara bætir Ástrós við:  Það er nú sunnudagur á morgun.

Og að sjálfsögðu var ekki hægt að svara þessu öðru vísi en að hún mætti gista.  Það er nefnilega svo oft svarað að það sé ekki hægt af því að það sé skóli daginn eftir osfrv.  Þannig að í þetta sinn ætlaði hún ekki að gefa þessu fullorðna fólki færi á svoleiðis afsökun.

Þangað til næst,
Kristín Jóna
kjg 11.10.2008 08:10:25 Lífið er SAMT yndislegt
Þrátt fyrir allt sem hefur gerst síðustu daga þá er lífið yndislegt eins og sést á þessari mynd.

Ég er ekkert rosalega áhyggjufull því ég get ekkert gert í þessu og er bara í sömu sporum og allir aðrir en eitt held ég að geti komið jákvætt út úr þessu og það er að við verðum vonandi betri manneskjur eftir þetta og förum að hugsa um eitthvað annað en peninga og að berast á.

Það þurfa ekkert allir að eiga jeppa, og það þurfa ekkert allir að fara út að borða einu sinni í viku. Við getum alveg farið að finna okkur eitthvað að gera sem kostar ekki neitt eða alla vega lítið.
Ég td. held að börnin líði fyrir það að hafa fengið allt uppí hendurnar í staðinn fyrir að njóta þess að hlakka til í langan tíma eftir að fá eitthvað og að hafa upplifað það eftir svona langa bið þá æðislegu tilfinningu sem það er að fá þá ósk sína uppfyllta.

Ég hef alveg upplifað það að vera fátæk og eiga ekki fyrir reikningunum um næstu mánaðarmót. Ég hef líka staðið í verkalýðsbaráttu og reynt að semja um betri laun fyrir mig og mína vinnufélaga. Ég var ekki óhamingjusamari þá.

Ég held nefnilega að það sé ekki nokkur tenging þarna á milli.

En í ljósi alls þessa síðustu daga þá er mér ofarlega í minni eitt gamalt spakmæli sem hljóðar svona:

Lífið er gáta, lausnin er aftaná.

Þetta er svo satt og rétt, við vitum aldrei neitt hvað morgundagurinn ber í skauti sér en auðvitað er gott að þurfa ekki að hafa áhyggjur af reikningum morgundagsins en það drepur okkur ekki.

Þangað til næst,
Kristín Jóna

Aldrei verið bjartsýnni
kjg 11.10.2008 09:21:42 Íslendingar
Innlent | mbl.is | 11.10.2008 | 08:26
Íslendingar þrjóskir og ósveigjanlegir
Eftir Guðmund Sv. Hermannsson
“Málstaður okkar var réttmætur. Það var hann einnig árið 1975 þegar Ísland ákvað – einhliða og ólöglega – að lýsa yfir “bannsvæði” umhverfis landið. Erlendum togurum var bannað að veiða innan þessa svæðis.”

Svona hefst pistill, sem Roy Hattersley, fyrrverandi aðstoðarutanríkisráðherra Bretlands, skrifar í breska blaðið Guardianí dag.  Hattersley fór fyrir sendinefnd, sem breska stjórnin sendi hingað til lands þetta ár til að reyna að semja um lausn landhelgisdeilunnar,  og segir farir sínar ekki sléttar í viðureigninni við Íslendinga:……… frh. á mbl.is

 

Já gott fólk, það er bara ekkert öðruvísi en verið að bera saman Þorskastríðið og efnahagsástandið á Íslandi í dag.

Ég veit alveg að við íslendingar erum þrjóskir og getum verið ósveigjanlegir en sjáið líka hverju það hefur skilað okkur.

Skildi einhvern af þessum stóru þjóðum hafa grunað að við ynnum þorskastríðið?  Nei, líklegast ekki.

Skildi einhvern hafa grunað að við fengum sjálfstæðið frá dönum á síðustu öld?  Nei, ég er ekki viss um það.

Ég held nefnilega að þessi þrjóska og ósveigjanleiki geri okkur að þeirri þjóð sem við erum í dag.  Það á líka eftir að sýna sig að við eigum eftir að standa saman í þessum þrengingum því ef það er eitthvað sem við íslendingar kunnum þá er það að standa saman á ögurstundu.

Ég ætla að þakka fyrir allt sem ég á og hugsa akkúrat núna að það er ekki hægt að vera dapur og sorgmæddur því sólin skín úti og við erum á leiðinni uppí sveit í afslöppun.

Ég er líka svo óendandlega glöð að hún systir mín heldur sinni vinnu, en ég veit alveg um fullt af fólki sem gerir það ekki og ég votta þeim öllum samúð mína og vona að þau horfi samt björtum augum á framtíðina því annað er ekki hægt.

Eitt enn sem ég verð að tala um og það er hann afi minn.  Jedúddamía, hann er ábyggilega búinn að vera eins og snúningsdiskur í kirkjugarðinum í Þorlákshöfn undanfarna daga.  Ég sakna þess að heyra ekki í honum (ég heyri samt alveg í honum) um þetta ástand og þá sérstaklega þann gjörning að ríkisstjórn sjálfstæðisflokks ætli að biðja Rússa um lán.

 

Þangað til næst,

Ykkar Kristín Jóna

kjg 14.10.2008 13:18:44 Ég vel
Ég vakna þennan morgun og vel að hann sé góður
vel að hann sé yndislegur, myrkur og hljóður
ég vel að kúra um stund og staðnæmast við það
hve stórkostlegt sé lífið ef fátt amar að.

Ég ákveð því að velja að vandamálin fá
vistuð séu hjá mér til þess eins að ljá
tilverunni ennþá fleiri tilbrigði og fleti
ég tek þeim opnum örmum svo nýtt mér þau ég geti.

Og eftir litla stund ég vel að fara á fætur
faðma þennan morgun og allar hans rætur
hita mér gott kaffi af kærleik þess ég nýt
kex smyr með osti í blöðin svo ég lít.

Að endingu ég segi við þig sem þetta lest
þetta er góður dagur, hafðu það sem best
ég óska þess að hugsanir fallegar þig finni
ég faðmlag þér sendi og kveð þig að sinni.

Höf. Unnur Sólrún, unnursol@hotmail.com, http://dropinn.blog.is

ljóðið er úr nýju ljóðabókinni hennar, Kærleikskitl-óbærileg lífshamingja.

kjg Athugasemd: Þúsund þakkir fyrir að birta ljóðið mitt, ég vakna þennan morgun …. Ég er sem sagt höfundurinn og ljóðið er úr nýju ljóðabókinni minni, kærleikskitl-óbærileg lífshamingja. Þið kannski skellið nafninu mínu undir. Fallegar ljóðakveðjur. Unnur Sólrún http://dropinn.blog.is (,Unnur Sólrún) 18.10.2008 09:59:57 Huggun í kreppunni Þó oftast sé Davíð duglegur
og dæmalaust kátur og fjörugur
þá er það huggun í hryggðinni
hjá allri landsbyggðinni
að kallinn er ekki eilífur.  kjg 19.10.2008 09:32:44 Í þá gömlu góðu daga…

Ég fór með ömmu í bíltúr í gær suður í Flekkuvík, hún hefur ekki komið þangað lengi en þetta er hús sem langalangafi minn byggði (tengdapabbi hennar ömmu) og afi ólst uppí því að einhverju leiti, þó gæti verið að afi hafi verið farinn að heiman þegar langafi byggði það.
En alla vega er þessi staður æskustöðvar afa míns og afi og amma voru alltaf með lítinn sumarbústað þarna á jörðinni þegar ég var lítil stelpa. Svo rétt áður en langamma dó, gaf hún einum syni sínum jörðina (hún átti 8 – 10 börn, ég man það ekki alveg) og honum og afa sinnaðist svo afi og amma þurftu að fjarlægja sumarbústaðinn sinn.

Síðan gerist það að þessi sonur seldi einum frænda okkar jörðina og hann ákvað að endurbyggja húsið og fara að búa þarna.  En það stóð stutt, því hann var rétt búinn með húsið að utan þegar hreppurinn keypti af honum jörðina á 100 milljónir því þarna skyldi byggja ÁLVER, og svo stendur allt í eyði núna.  Ekki gerði þessi stóra sala honum frænda mínum neitt gott, því mér skilst að hann hafi skilið við konuna sína, hún haft út úr honum meiri hlutann af þessum peningum og svo fékk hann bara hjartaáfall og dó fyrir fimmtugt.
En eftir stendur enn og aftur húsið okkar í eyði og mér fannst það fallegra í fyrri eyðiástandi enda var þá gólf í því og steyptar tröppur upp á aðra hæð. Við krakkarnir lékum okkur mikið í húsinu en núna er það hættulegt, gæti hrunið úr því hvenær sem er.

En ég fór að hugsa eftir að hafa verið með ömmu þarna í gær, hvernig ætli það sé að horfa á arfleifð sína fara svona.  Horfa á það sem hennar kynslóð byggði upp með erfiðis vinnu fara í vaskinn út af nokkrum gráðuðum mönnum.

Hún Ástrós Mirra mín sagði um daginn að hún ætlaði að verða eins og langamma þegar hún yrði gömul og ég spurði út af hverju og þá svaraði hún því til af því að langamma á svo mikið af peningum.
Ég fór þá að segja henni af hverju langamma ætti svona mikið af peningum, það væri eingöngu vegna þess að hún hefði lært sem lítil stelpa og ung kona að spara peningana sína.  Baka frekar sjálf heldur en að kaupa köku í bakaríinu, prjóna frekar sjálf heldur en að kaupa tilbúið og að henda engu því það sé alltaf hægt að nýta það. Þessi gildi ættu núna að fara að verða okkur ofar í huga heldur en eyðslugildin sem hafa verið svo ríkjandi undanfarin ár.

Ég er ekki að segja að ég hafi ekki verið eyðslusöm undanfarin ár, ég hef alveg verið í þeim pakka, en ég hef líka alveg upplifað það að eiga ekki pening fyrir reikningunum mínum og vita ekki hvernig næstu mánaðarmót fari. En við þurfum eitthvað millibil, það td. þarf enginn maður að hafa 14 milljónir í mánaðarlaun, honum duga alveg 2 fyrir öllu því sem hann langar í.

Ég var að tala við Eyjamenn á föstudaginn og spurði hvernig staðan væri þar, þá sögðu þau við mig að hún væri óbreytt þar sem þau hefðu ekki fundið fyrir útrásinni og þar hefðu menn ekki byggt 100 milljón króna hús og fleira í þeim dúr, og því hefði ekki verið neitt fall að falla.  En ég reyndar held að það hafi nú verið svoleiðis með þorra þjóðarinnar, þetta voru nú bara örfáir einstaklingar sem voru að byggja 100 milljón króna hús, flest okkar búum bara í íbúðum á bilinu 20 – 30 milljónir og eigum í fullu fangi með að greiða af þeim.
En jæja, þetta átti nú bara að pistill um ömmu en það er eins og maður detti alltaf í þjóðfélagsástandið þessa dagana.

En þangað til næst,
Kristín Jóna
kjg 26.10.2008 19:14:54 Gamlir dagar

Það er gaman að rifja upp gamla tíma, það gerði ég þegar ég fór með ömmu um daginn suður í Flekkuvík og þá rifjaðist upp að í þessu húsi sem var komið í eyði þá, var eldavél og fleira dót.  Fólkið sem bjó þarna skildi fullt af dóti eftir þegar það fór og gátum við krakkarnir notað það í búaleik ásamt öðrum hlutum sem hugarflugið bauð okkur.

Núna er búið að eyðileggja allt þarna inni og það eru skothylki út um allt.  Hreppurinn á jörðina og enginn hefur áhuga á að reyna að hafa þetta sem þokkalegast þrátt fyrir eyðið.

Vonandi að það verði ekki fullt af eyðibýlum eftir þessa kreppu, en það eru ansi mörg ókláruð hús hér á Völlunum sem ekki seljast.

Annars erum við Vallararnir bara kátir, fórum í Borgarnes í gær að sjá Brák með Brynhildi Guðjónsdóttur og OH MY GOD hvað það var gaman.
Mæli með þessari skemmtun fyrir alla í kreppunni, skreppa í Borgarnes, fá sér kjötsúpu og brauð í hádeginu og fara svo á svona leiksýningu kl. 15.  Koma svo heim sæll og glaður að við lifum á okkar tímum en ekki árið 910 eða þar um bil, þegar hún Þorgerður Brák 8 ára gömul var tekin frá fjölskyldu sinni á Írlandi og siglt með hana til Íslands þar sem hún varð ambátt og þræll.

En segi ekki meir, þið skellið ykkur í leikhúsið og skemmtið ykkur vel

Þangað til næst,
Kristín Jóna
kjg 5.11.2008 11:15:39 Óskalistinn hennar Ástrósar Mirru fyrir 8 ára afmælið sem haldið verður 15. nóvember kl. 15
Óskalistinn hennar Ástrósar Mirru fyrir 8 ára afmælið sem haldið verður 15. nóvember kl. 15.

 

1.       Lego starwars I og II playstation tölvuleikir
2.       Fiskar og fiskabúr og annað sem þarf í fiskabúrið
3.       Bangsi með fjarstýringu
4.       Peninga
5.       Vettlinga og húfu
6.       Leggingsbuxur
7.       Eitthvað dót í toysRus sérstaklega
8.       Litla kónguló sem teiknar alls konar munstur
9.       Risastóran hest (130 cm) sem hægt er að vera uppá, hann borðar gulrót og kostar ábyggilega soldið mikið
10.   HighSchool musical I, II og helst III
11.   HighSchool musical bók á íslensku
12.   Hanna Montana dóterí
13.   Hjálmur með takka sem snýst og svo tekur maður eitt rör og þá dettur vatn en þegar dregið rétt rör þá kemur ekki vatn
14.   Flott sundbikiní-sundbol
15.   Kuldaföt og skó
16.   Dvd myndir
17.   Gelluföt og skó
18.   Gsm sími samloku helst
19.   Fartölvu
20.   Klikkað blóm sem blæs vatni út um allt
Helst ekki petshops ég á nóg af því.

 

Kær kveðja

Ástrós Mirra Þráinsdóttir

á Burknavöllum 5.

kjg Athugasemd: ansi góður listi hjá dömunni (,Rakel Guðmundsdóttir) 8.11.2008 14:15:02 Mont kjg Athugasemd: Til hamingju með þetta – flott mynd hjá þér. (,Íris) 9.11.2008 08:35:49 Rósir og rómantík

 

Það er orðið illt í efni, þemað hjá okkur þessa vikuna er ‘Rósir og rómantík’ og ég get engan veginn látið mér detta neitt myndefni í hug.

Fékk reyndar þá hugmynd um daginn þegar Þráinn var að setja í uppþvottavélina að taka
mynd af honum við þá iðju, því það er ákveðin rómantík að þurfa ekki að gera þetta sjálfur.

Svo er það þetta með rósirnar, maður hreinlega tímir ekki að kaupa sér rósir á þessum síðustu og verstu… svo það með var búið að skemma þann part.  En þá fékk ég nú hugmynd að ÁstRÓSIN mín yrði á myndinni en passar það við rómantík?  Þarna er ég nú komin í klemmu og eiginlega búin að ákveða að þema 53 verði fyrsta þemað sem ég verð ekki með.  Samt ansi svekkjandi, búin að vera með í vikulegum þemum í rúmlega ár og fara svo að klikka núna.

Þá datt mér í hug eftir að standa í bakstri allan gærdaginn að skella mér í gott freyðibað og þegar ég var byrjuð að láta renna í, þá fékk ég þá hugmynd að kveikja á kertum og setja gerviRÓSIR á baðbrúnina og taka mynd af því.  Rómantískara verður það ekki á mynd hjá mér þessa helgina.

Því það er lítið sem kemst að annað en 8 ára afmæli á föstudaginn hjá litla unganum mínum þessa dagana. verið að baka, plana ferð í smáralind að kaupa gjöf, senda út boðskort osfrv.l

.. en mikið er það samt gaman fyrir utan það að afmælisstúlkan er svo skrítin í skapinu þessa dagana að við stöndum bara og göpum.

Erum eiginlega að uppgötva að við höfum verið allt og lin og fús til samninga í staðinn fyrir að standa föst á okkar.  Enda kannski gerist það frekar þegar maður er með eitt barn, því það er auðvelt fyrir okkur fullorðna fólkið að gefa eftir og hafa alla góða.
Mér finnst svo leiðinlegt ef einhver er í fýlu og ég hef alltaf verið svoleiðis, þá skiptir engu máli hvort það eru börn eða fullorðnir.  Það hefur alltaf verið mitt hlutverk í lífinu að sjá til þess að allir séu vinir.

Ef 8 ára unglingur er erfiður hvernig verður þá þegar hann verður 14 ára.  Mig langar að vona að það verði bara fínt, unglingurinn minn verði svo þroskaður og gáfaður að það verði hægt að ræða alla hluti og gelgjan verði ekki að þvælast fyrir í samskiptunum.

… já ég veit að ég geng um í þoku

Þangað til næst,
Kristín Jóna
kjg 14.11.2008 08:07:36 Það var fyrir 8 árum  .. að við hjónin vorum stödd á skurðstofu Kvennadeildar Landsspítalans að fara að eignast okkar fyrsta og eina barn.

Ég man hvað ég var taugatrekkt og stutt í grátinn hjá mér.  Ég hafði beðið ljósmóðurina hvort við gætum ekki fengið að fara eitthvert prívat eftir keisarann til að fá að vera svolítið í friði og geta verið kjánaleg hjón á fertugsaldri án þess að hafa vitni að því og þegar ljósan sagði að það væri ekki hægt, þá fór ég bara að grenja og átti erfitt með að jafna mig á því.  Þarna upplifði ég svo mikið brot á mér að það hálfa hefði verið nóg.

Eins man ég vel taugatrekkinginn í okkur báðum þegar búið var að toga stúlkuna út og við heyrðum grátinn.  Ég hágrét líka og Þráinn vissi ekkert í hvora löppina hann ætti að stíga.  Átti hann að fara með krílinu okkar niður þar sem hún var sett í hitakassa eða átti hann að hugsa um konuna sína sem var í molum.
Ég tók af skarið og sagði honum að láta stúlkuna okkar ekki fara úr augsýn ég myndi jafna mig.  Ég var í sannleika sagt skíthrædd að hún gæti horfið ef við myndum ekki fylgjast með henni 24/7.

Svo átti ég að fara í vöknun til að jafna mig eftir keisaraskurðinn en ég gat ekki fyrir mitt litla líf sofið þar, það eina sem ég hugsaði um, hvernig gengur hjá Þráni og stúlkunni okkar.
Stelpurnar í vöknun voru í einhverjum tölvuvandræðum og ég var farin að skipta mér af því og gat alls ekki beðið eftir að ljósan kæmi að sækja mig.
Svo kemur þessi elska og fer með mig niður til Þráins og stúlkunnar og sagðist svo vera búin að finna auða stofu sem við mættum vera í, í klukkustund eða tvær.  Ég hefði getað kysst hana, ég var svo ánægð.

Eftir þetta hefur lífið hjá okkur snúist um það að eiga þessa stúlku og gera henni og okkur lífið skemmtilegt.

Auðvitað er það ekki alltaf alveg eins og í sögubók en skemmtilegt hefur þetta verið og ég verð að trúa því að framhaldið verði enn skemmtilegra.  Gelgjan sé bara challenge og fyndið ævintýri.

Jæja gott fólk
Hún Ástrós Mirra er 8 ára í dag og hamingjusöm þrátt fyrir kreppu.

 

Þangað til næst,
Kristín Jóna
kjg 16.11.2008 08:34:19 Orðin átta ára Þá er Ástrós Mirra orðin átta ára og þó fyrr hefði verið.  Hún er búin að bíða ansi lengi eftir þessu afmæli, henni finnst hún eiga afmæli mjög seint á árinu og allir aðrir eru búnir á undan henni.

Afmælisveislurnar gengu mjög vel, bekkjarafmælið var alveg frábært, við fórum allar stelpurnar í sund og svo var pizzupartý með leikjum og tilheyrandi eftir það.

 

Svo var fjölskylduafmæli í gær, vel fjölmennt þó það vantaði marga en við eigum orðið svo stórar fjölskyldur að það urðu nokkrir að standa meðan krakkarnir borðuðu.  En engum varð meint af því og fengu allir stóla og nóg að bíta og brenna seinna.

Síðasti gesturinn er ekki farinn ennþá því Birta ákvað að gista frekar en að fara og horfa á bróður sinni í fótbolta.  Þær frænkur eru búnar að klæða Nóa kóng upp í skikkju og kórónu og margt fleira í þeim dúr.

 

Ástrós Mirra fékk mikið af fallegum gjöfum og alls 22.000 í peningum og er hún alsæl með það.  Hún minnti mig nú pínulítið á einn frænda okkar þegar hún sat og taldi í gær.  Þeir sem þekkja okkur vel vita hver það er.  Ég hlakka til að sjá hann telja peningana þegar hann fermist.  Úps nú er ég líklega búin að koma uppum hvern ég er að tala um.

Í dag er sunnudagur og Konný systir á afmæli, það er líka dagur íslenskrar tungu.  Á miðvikudaginn á hún Sara Rún afmæli og verður 14 ára.  Til hamingju stelpur.

Við vorum að hugsa um að hafa kósídag í dag en kannski skellir maður sér út með myndavélina, ég hef ekki tekið almenningar myndir í 2 – 3 vikur og er farin að finna fyrir því.  En þá kemur alltaf spurningin, hvert á ég að fara?

 

Þangað til næst,
Kristín Jóna
kjg 23.11.2008 08:05:09 Draugar og aðrir vættir Ástrós Mirra trúir á drauga.  Hún hefur meira að segja séð draug, hundadraug.

Það var þannig að hún var á reiðnámskeiði og þá allt í einu fældust allir hestarnir og þá sá hún hann, hann stóð þarna fyrir aftan og það sáu hann engir aðrir en hún og hestarnir.

Hún sá meira að segja hálsólina hans og hún er alveg viss um að þetta sé hún Kolla hundurinn hennar Maddý ömmu.

Við erum búin að ræða svolítið mikið um drauga o.þ.h. undanfarið og ég hef þurft að útskýra þá og af hverju þeir eru osfrv.

Draugar er látið fólk eða dýr sem á eitthvað óklárað í okkar heimi og lendir því í milliheimi og verður því draugur.  Þegar draugurinn gerir upp þessa hluti sem hann á óuppgerða kemst hann í andaheim með öðrum látnum og verður hjá Guði.

Einfalt þegar maður þarf að segja það.

Mátti bara til að segja frá þessu svo það gleymist ekki.

Ykkar,
Kristín Jóna

Ps. ég vildi stundum vera með upptökutæki á mér þegar við mæðgur erum að spjalla svo ég gæti tekið upp sögurnar hennar Ástrósar Mirru og skellt í bók kannski einn daginn.
kjg 7.12.2008 17:17:46 Aðventan Þegar mikið er að gera er lítið bloggað en nú skal bætt úr.

Aðventan er búin að vera fín, sérstaklega síðasta vika sem enn er ekki búin í okkar huga.

Þriðjudagurinn fór í að læra að gera konfekt hjá Caroline í Maritech.  Æðislega gaman og gott konfekt (og ég borða ekki konfekt).

Fimmtudagurinn fór í jólafund hjá Slysó sem olli mér pínu vonbrigðum en það má aðallega tengja við hvað hann var dýr.  Kostaði mig í heildina 8.000 kr. ég hefði verið sátt við helmingi minna.

Það var búið að segja mér að kostaði 2.000 kr. inn og mér fannst það í lagi, bauð mömmu með og vildi njóta þessa með henni. Tók líka Ástrós Mirru með ásamt Söru því það átti ekkert að kosta fyrir börn en síðan var rukkað 1.000 kall á krakka.
Síðan þurfti ég að koma með einn pakka pr. mann því það átti að vera pakkahappadrætti en ég þurfti líka að kaupa happadrættismiðana (reyndar keypti mamma og lánaði mér fyrir nokkrum).  Fyrir kreppu hefði ég haft áhyggjur af þessum kostnaði en ég hafði móral yfir þessari eyðslu minni, þó hún sé til styrktar Slysavarnardeild kvenna í Rvk.

En fundurinn var alveg fínn, þær komu stelpurnar í þremur röddum sem eru æðislegar og svo var lesin jólasaga, prestur með hugvekju og bæn, fínt kaffihlaðborð og svo pakkahappadrættið.  En í allri þessari hrúgu af pökkum fengu yngstu stelpurnar á fundinum (Ástrós og Sara) engan vinning og Ástrós varð að orði hvort þetta væri happadrætti fyrir gamalt fólk.
En mamma fékk tvo pakka og gaf stelpunum og svo var kona við borðið okkar sem gaf þeim einn pakka líka, og svo kom önnur konu og gaf þeim 2 pakka.  Þannig að þær fóru sælar heim.

Jæja, í gær var mikið um að vera á þessu heimili og í neðra.  Við vorum með 3 stelpur í gistinu og síðan var tekið til við að baka piparkökur og mála síðan.  Voða gaman.  Við fengum líka Ingu og Mána (Sara hafði gist) í málninguna og Máni gerði ódauðleg listaverk.

 

og þvílík einbeiting.  Svo dobbluðum við Inga stelpurnar að horfa á mynd niðri meðan Máni lagði sig og við fórum að búa til konfekt.

Enduðum svo daginn á smá hvítvini og huggulegheitum.

Í dag er svo ég búin að skrifa á öll jólakortin, Þráinn hefur verið duglegur að þrífa ásamt Ástrós Mirru en ég skellti í pönnslur og nú eru allir saddir, glaðir og allt hreint og fínt á heimilinu.

Þangað til næst,

Kristín Jóna

ps. ég geymdi núna allt sem mér liggur á hjarta því ég held að það borgi ekki blogga um ástandið.
kjg Athugasemd: Alltaf gaman að lesa 🙂
Nú finnst mér “header” myndin á síðunni alveg geggjuð !

Þú átt svo flotta fyrirsætu 🙂 – og svo vana 😉
kv
Hafrún (,Hafrún Ósk) Athugasemd: Hvað ég var á jólafundi í gær hjá Slysó í Eyjum. Þar komu allar með pakka, fyrir utan mig og 2 aðrar sem voru ekki með hlutina á hreinu eins og ég. Síðan var bara dregið upp úr jólasveinapokanum og allir fengu einn pakka. Happadrætti var líka, þá voru 2 vinningar sem Slysló hafði keypt. Ekkert kostaði inn og æðislegt kökuhlaðborð. (,Konný) Athugasemd: Gleymdi að segja að svo voru fullt af skemmtiatriðum. Lítil stúlka sem söng 2 lög eins og engill, 2 stelpur sem spiluðu á hljóðfæri, leikfélagið kom og sýndi atriði. Sigurjón á Hitaveitunni kom og spilaði undir jólasöngum, Berglind Kr. kom og sýndi glerverk. Fullt af jólasögum lesnar líka. (,Konný) 11.12.2008 21:55:42 Gamlar syndir koma aftan að manni .. eða þannig.

Ástrós Mirra er búin að tala lengi um það að hana langi svo að læra dönsku og ég sagðist nú eiga dönskubók einhvers staðar en fann ekki þann daginn.
En á mánudaginn fann Þráinn dönsku orðabókina og Ástrós Mirra varð alsæl með það.  Kom svo mínútu seinna til pabba síns og rétti að honum orðabókina opna og sagði:  Pabbi sjáðu þetta?

Þráinn horfði á bókina, las það sem stóð og sagði svo þungum rómi:  Þetta líst mér nú ekki á.

Fremst í orðabókinni stóð

Kristín + Davíð

það skal tekið fram að ég fékk þessa bók þegar ég var 11 ára og ég sko alveg hver þessi Davíð er ennþá.

þangað til næst
Kristín Jóna
kjg 13.12.2008 07:49:50 Drunginn Ekki veit ég hvort það af því að Þráinn var ekki hjá okkur 2 kvöld þessa viku eða hvort það sé bara af því að það er kominn desember og myrkur yfir öllu og vond veður en ég hef alla vega verið leið þessa vikuna.  Ég finn það að ég þarf að passa mig núna og reyna að láta gleðina verða ofaná þunglyndinu.
Mér finnst ég samt alveg glöð en ég finn að mig vantar tilhlökkunina, vantar að langa til að gera eitthvað (það er allt einhvern veginn svona.. ég verð að gera þetta og gera hitt)

Ég ætla að reyna að laga þetta ekki seinna en strax því ég veit að ég get það.  En það hafa alltaf verið nokkrar vikur á ári sem þessi drungi sest að mér en ég man ekki eftir því að það hafi verið í desember áður, minnir einhvern veginn að feb. sé leiðindamánuðurinn.

Þó veit ég um eitt atriði sem gæti verið að ýta undir þetta hjá mér og það eru ættleiðingarmálin.  Nú síðasta var að kínverjarnir hækkuðu gjaldskrána sína úr 3.000 dollurum í 5.000 dollara, þannig að líklega fer heildarkostnaður ekki undir 1,5 milljón.  Annað er að það vinnst ekkert undir þeim. þeir voru að klára að afgreiða umsóknir sem bárust í lok febrúar 2006, okkar umsókn er í mars 2007 og ef þeir halda áfram að afgreiða eina eða tæplega eina viku á mánuði þá get ég ekki séð að við séum að fara út.  Eða ég fæ svona drungalega hugsun yfir mig, þó er önnur leið til fyrir okkur og það er að fara í þetta prógram sem heitir Special needed children, en það gengur mun betur að komast að í því.

En við getum ekki tekið ákvörðun að breyta umsókninni okkar því við treystum okkur ekki til að taka lán fyrir kostnaðinum, það hefði ekki verið mikið mál fyrir ári síðan.  En svona er lífið.

Þannig að ég þarf að hætta að hugsa um þetta og fara að hugsa um eitthvað skemmtilegra og gera eitthvað skemmtilegra og fara að byrja að nenna einhverju.  Það er það sem mig vantar það er að nenna.

Þangað til næst
Kristín Jóna
kjg 17.12.2008 20:23:02 me and my girl

 

me and my girl
Originally uploaded by kristin jona
Það er ekki oft sem tekin er mynd af okkur mæðgum í dag en það gerðist í gær, ég var að mynda Ástros Mirru og Lilju og bað svo Lilju að smella af á okkur mæðgurnar.

Fín mynd þó ég segi sjálf frá.

Það er enginn drungi að angra mig lengur, því ég á svo góðan mann. Við ræddum málin og gerðum það sem þurfti til að ég næði drunganum af mér.

Og dagurinn í dag er búinn að vera ótrúlega flottur.

Það byrjaði á því að jólavinur minn og jólavinur Dagbjartar færði okkur gullfiska í kúlu. Já ég er að tala um alvöru lifandi fiska. Og ekki nóg með heldur skreyttu þeir gluggana hjá okkur líka.

Svo kem ég heim eftir vinnu og tek eftir því að það er allt eitthvað svo hreint og fínt í íbúðinni og komst þá að því að Ástrós og Sara voru búnar að skúra allt saman.
Og ekki nóg með það, þær lokkuðu mig inní svefnó til að fara að hvíla mig og þá var búið að taka svo flott til í svefnherberginu og kveikja á kertum út um allt og gera rómantískt og kósí.

HALLÓ…. þær eru bara 8 ára.

Ástrós Mirra spurði reyndar pabba sinn hvernig ætti að gera rómantískt því þær vissu það ekki af því að þær væru ekki búnar að læra það í skólanum.

Þangað til næst,
Kristín Jóna

kjg 18.12.2008 20:38:07 Jólasveinar

 

when I think of angels
Originally uploaded by kristin jona
Jólasveinarnir eru ekki alveg að standa sig, gagnvart Ástrós Mirru á þessari aðventu. Hún biður og biður um ákveðna hluti en þeir eiga eitthvað erfitt með að láta þá rætast.

Þó er hún búin að fá fullt af fínum gjöfum en þegar maður er með væntingar þá er erfitt að taka því að maður fái ekki það sem manni langar í.

Mest langar hana í leynipenna, en ég held að jólasveinarnir eigi eitthvað erfitt með að finna hann. Svo langar hana í jóladiska því hún á engin jólalög en kannski ná þessir jólasveinar að uppfylla þessar óskir það er vonandi.

Þangað til næst,
Kristín Jóna

kjg 19.12.2008 18:05:23 my cat is black

 

my cat is black
Originally uploaded by kristin jonajá svo sannarlega er hann Nói minn svartur og mér finnst þessi mynd algjör snilld og er svo ánægð með hana.

Ég er reyndar alveg rosalega ánægð með allar myndirnar sem ég tók í morgun með svarta bakgrunninn. Takk Agga fyrir láta mér þetta efni í té, það er æðislegt og ég býð uppá myndatöku í staðinn. Spurning hvort þú og Valli komið og verðið á gæru eða hvort Lilja komi kannski í heimsókn og fá smá myndatöku.

Alla vega þá öðlaðist ég sjálfstraustið í ljósmyndabransanum í dag. Jey, það var svo gaman og nú held ég áfram að læra og bæta mig.

Endilega kíkið á myndirnar mínar, ef þær eru ekki hér í myndaalbúm þá eru þær á www.flickr.com/photos/kristjona

Þangað til næst
Kristín Jóna monthani
kjg 20.12.2008 09:19:44 Vinkonur

 

Vinkonur, originally uploaded by kristin jona.
Jæja þá eru allir krakkar og Þráinn komin í jólafrí. Þessar tvær vinkonur voru á leið á jólaballið í skólanum í gær og ég átti ekki að koma með.
Skrítið, ætlar þú Ástrós Mirra að fara að eiga líf án mín. Ég er ekki viss um að ég höndli það vel. Finnst ennþá að ég þurfi að vita allt sem þú gerir og sjá allt sem þú sérð.

Þessar tvær ætla að fara að keppa í sundi í dag í nýju sundhöllinni okkar og þær mega keppa í tveimur greinum. Hlakka til að setjast í áhorfendastúkuna og fylgjast með. Það var ekki góð aðstaða í gömlu sundhöllinni fyrir áhorfendur, þeir þurftu bara að raða sér meðfram lauginni. En það er voða gaman að fylgjast með yngstu kynslóðinni í sundi, þau fá úthlutað unglingi sem syndir með þeim ef þau skyldu ekki ná alveg yfir laugina. það er mjög krúttlegt að sjá.

Annars er allt að verða klárt fyrir jólin, síðasta innkaupaferðin verður tekin á eftir áður en sundmótið hefst og svo er það bara að dúlla sér og leika saman.

Vona að þið eigið öll góða aðventu og njótið lífsins, kreppan kemur bara eftir jól ef hún á að koma til okkar.

Þangað til næst
Ykkar Kristín Jóna

kjg 23.12.2008 21:02:30 ADDUPDATEBLOGRECORD : BlogRecord_Title_Default : is 23.12.2008 21:02:38 Gleðileg jól
Gleðileg jól
Mirra, originally uploaded by kristin jona.
Elsku vinir og vandamenn.

Við óskum ykkur gleðilegra jóla og farsæls komandi árs.

Þökkum allar samverustundir á árinu sem er að líða.

Verið góð hvert við annað og njótið hátíðanna.

Ykkar
Kristín, Þráinn og Ástrós Mirra

kjg 25.12.2008 09:35:31 Jólin

Jæja gott fólk, þá eru jólin hafin og vonandi að allir hafi átt góðar stundir í gær.  Við vorum hér 3 og vorum með allt tilbúið 5 mín. í 6 og biðum bara eftir að kirkjuklukkurnar myndu hringja inn jólin svo við gætum sest og farið að borða.

Yngsti fjölskyldumeðlimurinn var alveg þokkalega róleg en samt mjög spennt og það tók hana bara 5 mín. að verða södd, við sögðum henni að við værum nú samt ekki búin að borða þannig að hún yrði að bíða lengur eftir pökkunum.

Kl. hálf sjö vorum við Þráinn búin að borða (ákváðum að eftirrétturinn yrði eftir pakka) og helltum uppá kaffi og settumst inní stofu og Ástrós Mirra stjórnaði pakkaupplestri oþh.

Við fengum öll virkilega flottar og yndislegar gjafir en kannski var sérkennilegasta gjöfin til mín frá henni Stínu ömmu minni sem lést fyrir tæpum 20 árum.  En það var þannig að hún hafði gefið mömmu kristalsskál sem mamma ákvað að ég ætti að eiga, svo takk mamma þetta var yndislegt.

Ástrós Mirra er greinilega ekki krakki lengur því hún fékk eiginlega ekkert dót, hún fékk föt, bækur, dvd mynd, rúmföt og tvennskonar föndurdót.

Í dag verða rólegheit hjá okkur, þurfum að sjóða hangikjöt fyrir morgundaginn og skreppa í jólaboð til mömmu til Sigga kl. 17.

Á morgun hinsvegar verðum við með jólaboð fyrir Þráins fjölskyldu í hádeginu, það verður bara notalegt og gott, ætlum ekki að hafa neitt stress yfir þessi jól og tökum lífinu eins og það er.

Síðan verða vinir okkar úr Mosfellssveitinni hjá okkur í mat á laugardaginn og mamma og Siggi um áramótin.

Gleðileg jól öll sömul og njótið lífsins.
Ykkar Kristín Jóna
kjg 26.12.2008 12:16:53
Kissed by Santa
Kissed by Santa, originally uploaded by kristin jona.
Já þó maður þekki jólasveininn sem kyssir mann, þá er það samt gaman.
Þó virðist Mirran taka þessu með stóískri ró.

Við erum að undirbúa jólaboð bræðranna sem verður hefðbundið og fastsett á annan í jólum í hádeginu.

Það er bara gaman að búa til hefðir og njóta þess að vera saman.

Vona að þið eigið góð jól elskurnar mínar

Ykkar
Kristín Jóna

kjg 28.12.2008 00:01:06 Til Eyja

 

Best friend, originally uploaded by kristin jona.
Haldið ekki að það verði stelpuferð til Eyja 2. janúar nk.

Já, ég Mirra Skotta og Sara vinkona ætlum að skella okkur saman til Eyja til Konnýjar systur og að sjálfsögðu allra hinna Eyjamannanna líka.

Förum á föstudegi og komum heim á sunnudeginum og svo er skólinn bara daginn eftir.

Ástrós Mirru er búið að langa svo að bjóða Söru með okkur til Eyja og fyrst við erum í fríi ákváðum við bara að skella okkur og þá er bara að vonast eftir góðu sjóveðri.

Þangað til næst
Ykkar Kristín Jóna

kjg 31.12.2008 13:41:04 Árið 2008

 

Thinking about the new year, originally uploaded by kristin jona.
Ég sá könnun á Vísir.is um hvort árið 2008 hafi verið gott ár eða slæmt ár.

Ég hugsaði að í rauninni gæti ég ekki sagt að árið hafi verið gott út af atburðum síðustu mánaða en samt er þetta búið að vera virkilega skemmtilegt ár hjá okkur.

Við byrjuðum árið á að flytja í nýtt hverfi og erum alsæl þar, búin að eignast frábæra vini á neðri hæðinni og höfum allt til alls hérna.

Við erum með nýja sundhöll í bakgarðinum hjá okkur, Haukaheimilið er þar líka og svo erum við 1 mín. að labba út í guðs græna náttúruna.

5 mín. gangur í skólann og já í skólamálunum erum við enn ánægðari. Ástrós Mirra fékk frábæran kennara og í raun þá er þríeykið sem kennir 3ja bekk æðislegar konur.
Ástrós Mirru gengur líka vel í skólanum og hefur algjörlega stimplað sig inn í hverfið.

Við áttum yndislegar stundir í litla kotinu okkar á Þingvöllum í sumar og munum eiga þær fleiri á næsta ári.

Ég tók einhverjar þúsund myndir á árinu og mun taka ekki færri á næsta ári. Ég átti reyndar að fá nýja myndavél í jólagjöf en það var ekki hægt vegna kreppunnar og hárra afborgana húsnæðislána.
Svo ég held bara áfram að hlakka til að fá nýja vél. Mér reyndar áskotnuðust drapperingar sem ég hengi uppá vegg heima hjá mér og svo kveiki ég öll ljós í stofunni og ganginum og er þá búin að búa mér til lítið stúdeó. Ég er ekki viss um tengdapabba hafi þótt mikið til þessa stúdeós hjá mér en ég er viss um að hann hefði orðið ánægður með áhuga minn á ljósmyndun.

Ef einhver á svona Byko og notar ekki þá myndi ég alveg þiggja hann að láni til að auka lýsinguna hjá mér.

En ég er allavega ánægð með þær myndir sem ég hef verið að taka í ekki betri aðstæðum en þetta.

Við fórum ekkert til útlanda síðasta ár en langar til að skreppa næsta sumar en vitum þó ekki hvernig það myndi verða. Ég nenni ekki að gera mig blanka fyrir utanlandsferð en Ástrós Mirru langar alveg ofboðslega mikið út.

Ættleiðingarmálin eru algjörlega á hold, það gerist ekkert úti í Kína og ég er heldur ekki að sjá að maður ráði við 1,5 milljón í tíð eins og núna.

Við eignuðumst hann Nóa á árinu og það er alveg frábær köttur fyrir utan það að vera búinn að eyðileggja sófasettið okkar, sem hefur verið ansi sárt, því við vorum mjög ánægð með það.
Ég átti nú í hálfgerðu rifrildi við vinnufélaga minn fyrr á árinu um það hvort allir kettir klóruðu eða ekki og var eiginlega búin að fá að vita að þeir klóruðu nú alls ekki allir en hallast að því að mín skoðun sé rétt. Þeir klóra allir. Það er bara spurning hvernig húsgögn ertu með, sér á þeim eða ekki. Leður er ónýtt þegar það er komið klór í gegn, það er bara svo einfalt. Nói klórar líka í motturnar á baðinu og klórugrindinga sem honum var gefið. Og ef það er leikur í honum þá stekkur hann uppí sófa og …. skaðinn er skeður. Ekki það að hann sé að brýna á sér klærnar á sófasettinu, heldur er hann að leika sér og áttar sig að sjálfsögðu ekki á hvað er að gerast.

En nóg um það. Hvað meira get ég rifjað upp af árinu sem er að líða, jú við erum bæði í sömu vinnunni og það gengur fínt hjá okkur báðum. Hvorugur vinnustaðurinn er á leið í þrot og ef eitthvað er þá erum við í Maritech að ganga frá fullt að stórum verkefnum þessa dagana.

Jæja gott fólk, gangið hægt um gleðinnar dyr og hreinsið upp raketturuslið eftir ykkur í kvöld svo árið 2009 byrji hreint og fínt.

Þangað til næst
Ykkar Kristín Jóna
kjg Athugasemd: takk fyrir árið sem er nú liðið – frábærar myndirnar á forsíðunni hjá þér.
Hittumst hressar á nýju ári og förum í fleiri ljósmyndaferðir.

kv.Rakel (rakel72@mac.com,Rakel)

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.