Skúra, skrúbba og alls ekki bóna…..

07.02.2016

þannig er það í vinnunni minni, það má ekki bóna þar sem einhver er með ofnæmi fyrir bóni, og þetta finnst mér svo mikil vitleysa að láta fjöldann líða fyrir einstaklinginn en ég hef ekkert um það að segja og má bara hamast (sem ég geri auðvitað ekki) á 55 ára gömlum gólfdúk með engri bónhúð á gangi í skóla, moppan situr auðvitað bara föst í dúknum en ég fann ráð, nota bara mikið vatn og ég geri auðvitað eins og mér er sagt og nota bara kalt vatn en þetta gengur ágætlega ég er nú bara pínulítið að fíflast núna af því að mér finnst svo asnalegt að það megi ekki bóna gólfin í Mandal út af einhverju ofnæmi, ofnæmissjúklingurinn tekur bara sínar töflur og allir eru ánægðir í minni veröld.  Hef aldrei skilið þetta vesen með ofnæmi enda ekki þekkt einhvern með svo alvarlegt ofnæmi að pillur hjálpi ekki til.  En við getum ekki gert veröldina þannig að enginn muni nokkurn tíma fá ofnæmi.  Tengdamamma er með kattaofnæmi en kemur samt í heimsókn og ég þarf ekkert að sótthreinsa húsið, hún er bara ekkert með nefið ofaní köttunum… og þó… hún er það reyndar því henni þykir svo vænt um þá en hún veit bara af hverju henni líður svona og svona þegar hún er hjá okkur og tekur svo ofnæmistöflur ef það ágerist en mér finnst nú hún alltaf verða betri og betri þegar hún hefur verið smá stund hjá okkur þannig að líklega getur maður vanið sig við ákveðið og minnkað sjálfur ofnæmisviðbrögðin ef þannig ber undir.  Ég held að fólk ætti oftar að prófa það heldur en að sótthreinsa allt og halda að það sé lausnin.  Finna leið til að láta líkamann sætta sig við það sem hann fékk ofnæmisviðbrögð við, þetta er ekkert eðlilegt hvað við (mannskeppnan) er komin með ofnæmi fyrir mörgum hlutum í dag.  Ég held við séum að sótthreinsa allt allt of mikið og ættum bara að leyfa okkur og börnunum okkar að vera bara í smá ryki og drullu (ég er ekkert að meina að það eigi að vera skítugt hjá okkur) og hætta þessu sótthreinsidæmi.  Eins og verið að er að ýja að ég noti spritt á hendurnar 10 sinnum á dag í vinnunni, hvernig haldiði að hendurnar á mér verði?  Nei takk, bara einu sinni áður en ég fer heim.

En þetta átti nú ekki að vera bara svona blogg en ég veit að ég er eins og ég er og því fær enginn breytt, ég er sjaldan veik, dóttir mín fékk í fyrsta sinn hálsbólgu og hita 12 ára gömul og aldrei fengið hor í nös og ég leyfi mér að standa á því föstum fótum að það sé af því að ég sótthreinsa ekkert, ég hef bara normalt þrif að mínu mati.

En bara svo þið vitið það þá hætti ég í annarri vinnunni sem ég fékk um daginn því mér fannst það of mikið og já já já nú má sko hlægja en vitiði hvað það er erfitt að vera þrífa stanslaust (hér eru bara engar pásur, kannski ef maður reykti ég veit ekki) í 5 tíma, það er bara mjög erfitt og ég er ekkert hætt að byggja upp fyrirtækið mitt og þetta varð til þess að ég hafði enga orku eftir þegar ég kom heim en þegar ég er bara í 3 tíma og komin heim kl. 9, þá er nægur tími að fara í sturtu, skella í vél og setjast svo niður og gera eitthvað kreativt í tölvunni eða fara út og mynda.  Svo ég held það eigi eftir að henta mér mjög vel.  Vonandi verða launin líka alveg nóg.  🙂  Maður þarf nefnilega ekkert alltaf að hafa svo mikið, bara nóg.

En við vorum gamla settið í gær að klára að taka allt dótið úr geymslunni á St.Elveg. 131 og byrja að þrífa og þarna er sko vel þrifið því ég hef einu sinni skilað af mér húsnæði hér í Noregi og það er farið með fingurinn ofan á hurðarkarma til að athuga hvort það hafi nokkuð gleymst að þrífa þar svo við ætlum að gera þetta mjög vel þarna og ég þreif í gær alla efri hæðina, glugga, hurðar, veggi og gólf.  Skápa og stigann, tók svo baðið og gestaklósettið og þá var ég alveg búin enda hafði ég vaknað hálf sex til að fara og þrífa íþróttahúsið í Holum og var þar í 2 tíma, ég er algjör töffari á moppuskúternum með músík í eyrunum og syngjandi í vinnunni, ég var nú alein í gær á laugardagsmorgni en skemmti mér bara vel.  Norsk börn ganga voða vel um og ég er nú búin að vera í þessu jobbi í 2 mánuði og hef kannski tvisvar séð pissað á setuna á öllum þeim tíma annars finnst mér alltaf eins og enginn hafi notað klósettið.  Pappírinn er næstum alltaf allur í körfunni og því einvern veginn svo miklu auðveldara að þrífa.  Kennararnir hérna bera víst ábyrgð á því að þau gangi frá, þau endurvinna allt sorp í skólanum og það er kennarinn sem sér um að koma því á rétta staði og ef það er illa gengið frá þá eigum við að sleppa því að þrífa.  Td. ef það hefur verið yddað mikið og ekki sópað þá skúrum við ekki.  En ég geri það alveg stundum, enda vanari því að það sé ekki gengið svona svakalega vel um eins og hérna í Holum skóla.

En alla vega ég hlakka til að klára þrifin í gamla húsinu í dag, þá eigum við bara eftir að klára að setja húsgögnin þeirra á sinn stað og þá er húsið tilbúið til afhendingar en þau sem eiga húsið voru ekki tilbúin að gefa af mars leigunni nema smá part af því að það hentaði þeim betur að koma og hitta okkur 21. mars og taka við húsinu en svo sendu þau email í fyrradag og sögðust vera að fara til útlanda þá og myndu þá gjarnan vilja taka við 11. mars og lækka leiguna sem því nemur, við erum auðvitað alsæl með það enda flutt út og að klára að þrífa núna fyrir 11. febrúar 🙂

Þá nefnilega get ég farið að mála aðeins meira hérna heima inná milli verkefna hjá Mirra Photography en ég er þessa dagana að vinna myndir af tengdó í hlutverki skúringarkonunnar, sem var auðvitað það hlutverk sem var mér svo ofarlega í huga í desember og janúar en ég vona að ég sé að fara að geta bara gengið í það hlutverk án þess að hugsa um það.

Svo er ég með fullt af hugmyndum sem ég þarf að hafa tíma og veður til að vinna að og svo bara halda áfram að auglýsa mig eins og mögulegt er og svo smá saman mun ég fá nóg að gera 🙂

Eigið frábærann sunnudag kæru vinir, ég ætla hinsvegar að skúra, skrúbba og bóna (getiði ímyndað ykkar að ég sé búin að gera mikið af því í nýja húsinu undanfarið)

Ykkar Kristín Jóna

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.