Týndir hlutir….

06.03.2016

Dóttir mín spurði mig í gær, hvernig heldurðu að þér liði ef þú fengir allt í einu alla þá hluti aftur sem þú hefðir týnt um ævina?  Vá, það yrði ótrúlega skemmtilegt og ábyggilega fróðlegt líka.  Líklega margir hlutir þarna sem ég hef haldið að væru mér nánast ómissandi og svo aðrir sem kannski eru mér mikils virði.

En þetta var skondin tímasetning hjá stelpunni því akkúrat í gær (eða fyrradag) sendi Konný systir mér skannað blað af ljóði sem ég samdi og við systur röppuðum fyrir Þráin þegar hann varð 27 ára, ég var að leita að þessu fyrir ekkert allt of löngu síðan og fann ekki og í minningunni var þetta nefnilega svo flott ljóð hjá mér sem er ekki mjög skáldleg þó ég geti komið fyrir mig orði.

Ég ætla að setja ljóðið inn hérna og bið ykkur að muna að við vorum sem sagt um þrítugt þe. ég og Konný og klæddum okkur í rapparaleg föt með vekjaraklukkur og keðjur um hálsinn og sem sagt röppuðum þetta ljóð og dönsuðum aðeins með.

Njótið!

 

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.