Byrjunin á sumarfríinu….

03.07.2016

Sko fyrsta pælingin er að hárið á mér er pínu úr sér vaxið, komin rót og síddin eitthvað óþægileg svo ég ákvað að prófa svolítið nýtt, þar sem Ástrós Mirra er svo flott þegar hún greiðir ekki hárið á sér þá ákvað ég að prófa það líka og sá þá fyrir mér að hárið yrði nú eitthvað meira um sig en þegar ég greiði það slétt og það leit alveg svoleiðis út þegar það var ennþá blautt, það lofaði góðu og einhvað nýtt í gagni en eftir hjóla- og göngutúr varð mér litið í spegil og vitiði ég er ekki viss um að þetta sé málið.

ha ha ha nei Kristín Jóna ætlar bara að halda áfram að greiða á sér hárið og hafa það þunnt og slétt það er bara svoleiðis 🙂

En já ég var að byrja í sumarfríi og er eiginlega mest búin að vera að hvíla mig en núna fer ég að græja eitthvað gúmmulaði til að borða og útbúa einhverja drykki fyrir kvöldið til að hafa með leiknum en við Þráinn erum viss um að það séu töfrar í gangi og strákarnir munu vinna þennan leik.  Það er eitthvað svo stórkostlegt við þetta lið og þessa liðsheild og áhorfendur sem gera það að verkum að meira að segja ég ætla að horfa á leikinn í kvöld.  Hef ekki horft undanfarið nema á byrjunina því þetta byrjar hérna kl. 21 og þegar maður vaknar kl. 5 til að fara í vinnu þá er leikurinn langt framyfir háttatíma hjá mér alla vega, Þráinn hefur látið sig hafa þetta enda sofnar hann bara þegar hann leggst á koddann svo það er ekki vandamál en ég þarf að liggja lengi og lesa eða horfa á þætti í ipadinum áður en ég sofna og svo hef ég sofið svo illa undanfarið að ég er bara hálf manneskja allan daginn en það lagast nú í fríinu mínu.

Svo annars er verið að gera breytingar í hreingerningarvinnunni hjá mér og ég búin að vera að segja við hana Aud sem vinnur með mér að hún verði að vera jákvæð fyrir breytingum og hún bara að standa sig vel í því en þá fæ ég bara þær fréttir að ég eigi að skúra í unglingaskóla lengst inní Mandal og ég verð að segja það að í fyrsta lagi þá keyri ég Þráin í vinnu kl. 6 og undanfarið hefur hann mætt 15 fyrir svo ég geti verið komin inn í Holum kl. 6 en ef ég á að fara inn í Vassmyraskola þá er ég hálftíma á leiðinni og hann ætlar ekki að mæta kl. hálf sex í vinnuna og ég ætla ekki að kaupa annan bíl fyrir 3 tíma vinnu á dag og eins finnst mér fáráðanlegt að eyða klukkutíma í akstur á hverjum degi fyrir 3 tíma vinnu svo ég er nú eitthvað að skoða þessi mál og ætla að fá fund með yfirmanni mínum.  Þetta gæti verið snilld ef ég mætti vinna bara 2 heila daga í viku og eiga frí eða nota hina 3 til að sinna ljósmyndastofunni okkar Gro.  En þetta kemur í ljós í vikunni vonandi.  Ég var að skúra í 5 tíma á dag í síðustu viku og það með níðþungri maskínu sem ég þurfti að handstýra og ég er bara gjörsamlega búin með bakið á mér.  Skil það kannski vel núna af hverju manneskja sem vinnur við þetta í 100% starfi vinnur svona hægt og rólega annars væri hún bara löngu búin með skrokkinn á sér.  Þetta er ekki gott starf fyrir kroppinn á rúmlega fimmtugri konu svo kannski þarf ég bara að finna aðra vinnu með ljósmynduninni ef hún fer ekki að glæðast almennilega fljótlega.

En fríið okkar er óskrifað blað eða næstum því, bera á pallinn, laga bílinn fara í stutta túra og sólbað og njóta sín, hvernig sem við veljum það.  Við ætlum jú líka til Sandefjord að skoða nýja húsið hjá Ingu og Óla og ég á nú svolítið bágt að vera ekki búin að fara og skoða en þau skelltu sér á Tenerife og ég vil nú heldur að þau séu heima, ha ha ha.

En nú er að fara að undirbúa matinn og kvöldið og munið bara áfram Ísland alla leið.

ykkar Kristín Jóna

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.