Ostakaka með kara­mellu sem slær í gegn…

16.12.2016

 

Ostakakan hennar Berglindar er bæði falleg og bragðgóð.
Ostakak­an henn­ar Berg­lind­ar er bæði fal­leg og bragðgóð. Berg­lind/?Gul­ur Rauður Grænn og Salt

“Þessi kaka sam­ein­ar hvort tveggja osta­köku og ís og því óhætt að segja að hún hafi allt sem til þarf til að slá í gegn,” skrif­ar Berg­lind sem held­ur úti mat­ar­blogg­inu Gul­ur Rauður Grænn og Salt. Berg­lind deil­ir svo með les­end­um sín­um upp­skrift af góm­sætri osta­köku með Dumle-kara­mellu og makkarónu­botni.

Hrá­efni:
Botn

 • 130 g makkarónu­kök­ur
 • 100 g smjör, brætt

Fyll­ing

 • 300 g rjóma­ost­ur
 • 130 g flór­syk­ur
 • 1 tsk vanillu­drop­ar
 • 5 dl rjómi þeytt­ur

Kara­mellukrem

 • 150 g sýrður rjómi
 • 200 g Dumle-kara­mell­ur

Aðferð:

 1. Blandið smjöri og muld­um makkarón­um vel sam­an. Setjið í formið og breiðið var­lega úr blönd­unni (ekki þrýsta mjög fast niður).
 2. Hrærið rjóma­ost, flór­syk­ur og vanillu­dropa vel sam­an og blandið síðan þeytt­um rjóma sam­an við. Hellið blönd­unni ofan á makkarónu­botn­inn og sléttið vel úr.
 3. Bræðið sýrða rjómann og Dumle-kara­mell­urn­ar var­lega í vatnsbaði. Kælið kara­mellusós­una og hellið síðan yfir blönd­una í form­inu. Frystið.
 4. Berið kök­una fram hálf­frosna með berj­um og/?eða berjasósu með.
Berglind notaði Dumle-karamellur í kökuna sína.
Berg­lind notaði Dumle-kara­mell­ur í kök­una sína.

kjona

Related Posts

Heimagerður rjómaís

Heimagerður rjómaís

Chili lax með pasta carbonara

Chili lax með pasta carbonara

Kjúklinga- og grænmetisborgari

Kjúklinga- og grænmetisborgari

Nýja ósæta rúgbrauðið mitt

Nýja ósæta rúgbrauðið mitt

No Comment

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

flokkar

nýjar fréttir

komment

Um mig

Ég heiti Kristin Jona og er frá  Vestmannaeyjum. En  bý núna í Marnardal í Suður-Noregi og hef búið hér síðustu tólf árin. Ég hugsa alltaf um Ísland sem heimilið mitt, en ég elska líka að búa hér í Noregi.

Ég hef bloggað síðan árið 2003 svo ef einhvern langar að kíkja aftur í tímann þá er það hægt hérna.

Ég ákvað svo nýlega að bæta ljósmyndablogginu mínu við á þessa síðu svo hægt væri að sjá það samhliða vengjulegu bloggi og mataruppskriftum.