Ja hérna hér, hvern hefði órað fyrir því að Kristín Jóna myndi hjóla 10,5 km og ganga 4,5 km sama daginn og í sömu ferðinni? Ja kannski ekki marga en í dag gerðist þetta.
Málið er að við vorum búin að tala um að fara á ákveðinn stað hér í Marnardal og labba hringinn í kringum Åsevatn en sko keyra uppað því en viti menn, bíllinn bilaði í gær og því urðum við að hjóla að vatninu.
Ég reyndar verð að viðurkenna að við fórum ekki allan hringinn í kringum vatnið í þessari ferð þar sem þetta var hreinlega bara alveg nóg fyrir okkur í bili.
En hér gefur að líta nokkrar myndir úr túrnum.