Komin vika án bíls

og það er sko næstum alveg í lagi, nema í dag þarf ég að hitta fólk í stúdeoinu til að afhenda myndaabúm sem þau keyptu og viti menn nú reynir á mig að nota þetta dásamlega strætókerfi hérna.

Já ég segi dásamlega því það er nefnilega ömurlegt, ég tek strætó klukkan 10 til að hitta þau kl. 11 og það er í góðu lagi, ég vissi að síðasti vagn fyrir kl. 2 væri klukkan 10, já þið heyrðuð rétt.  Svo ég stílaði fundinn uppá það eeeen svo þarf ég að bíða til klukkan 14 í Mandal til að komast heim.  Og svona er þetta með Ástrós Mirru ef það eru töflugöt eða hún búin fyrr af einhverjum ástæðum þá kemst hún ekki heim ef ég get ekki sótt hana.  Eins og á máudaginn síðast þá var hún búin kl. 11 og tók strætó heim klukkan 14.  Ef við hefðum ekki vitað þetta fyrirfram og ég lánað henni lyklana af stúdeoinu þá hefði hún bara þurft að ráfa um Mandal í 3 tíma eða hanga á skólabókasafninu sem henni finnst ekki skemmtilegt.

Sem sagt strætóferðir hérna miðast við menntaskólann og er tímataflan sem hér segir 7.20 – 8.45 – 10.10 – 15.10 – 15.50 og frá Mandal til Øyslebø fer hann 6.35 – 9.05 – 14.05 – 15. Og já ekkert um helgar og miklu minna ef það er skólafrí.  En maður getur víst pantað að fá strætóinn um helgar en bíddu hvað með að skella sér spontant eitthvað?

Ég held það myndi nú heyrast í Hafnfirðingum ef þetta væru allar stætóferðir milli Hafnarfjarðar og Reykjavíkur en jú jú það eru stærri bæir og það eru fleiri ferðir milli Mandal og Kristiansand en ég get alveg sagt það að hér í Marnardal er ekki byggilegt ef þú átt ekki og keyrir ekki bíl það er bara þannig.

Ég er nú að vonast til að þetta breytist eitthvað við sameiningu sveitarfélaganna hérna þe. Marnardal, Mandal og Lindesnes. En það er þó ekki víst.

Leyfi ykkur að fylgjast með eftir daginn hvernig þetta fór.

ykkar Kristín á Nesan

ps. mér finnst þetta hljóma alveg eins og rithöndarnafn svo kannski það verði einhvern tíma alvara úr því að ég skrifi bók.  “Höfundur Kristín á Nesan” 🙂

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.