sjóndepra miðaldra fólks….

Ég hef áður bloggað um heyrnaleysi miðaldra fólks en við hjónakornin erum líka farin að sjá illa.  Notum nú oftast gleraugu þegar mikið liggur við eða alltaf við tölvuna og alltaf við lestur en stundum grípur maður símann og kíkir á póstinn sinn eða FB meldingar án þess að setja þau upp og þá getur nú ýmislegt skondið skeð.

Ég er nýfarin að labba á fjöll og hjóla eins og enginn sé morgundagurinn eða þannig og fékk mér snilldar app í símann til að geta fylgst með hvort ég bæti mig eða stend í stað og svo þegar Þráinn fór með mér þá benti ég honum á þetta app líka sem hann svo fékk sér.  Og þá er við manninn mælt að maður fer að fá tölvupósta frá appinu eða framleiðandanum og eitthvað sá, sá gamli vitlaust um daginn þegar einn tölvupósturinn kom frá Runke peeper og með  3 hoppandi litlum hoppandi köllum að fagna og textinn undir var congrats on a new personal record.  Og þá hugsaði minn Oh shit inná hvað hef ég nú farið “óvart”!

En appið heitir Runkeeper en ekki rúnki eitthvað og er til að halda utan um göngu, hlaupa, og hjólatúrana okkar.  Ha ha ha

Ég sjálf fæ nú alltaf þessa mynd í póstinum, sem sagt enga kalla en hvað um það sagan er góð.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.