Ha, fyrirgefðu ég heyri ekki hvað þú segir….

Svona hefur líf mitt verið síðan í febrúar en þá fékk ég skv. lækninum mínum, krystalsýki eins og Mette Marit er með núna.  En það sem gerðist er að ég stóð uppúr rúminu og þá fæ ég eins högg á eyrað eða þunga hellu fyrir eyrað, ég er ekki alveg viss hvernig ég eigi að útskýra þetta og eftir það kom sviminn sem var mjög slæmur og magnaðist og varð þannig að ég gat eiginlega ekki gengið og nánast alls ekki niður stiga.  Næstu vikur var ég með stanslausan svima og ógleði sem endaði með að ég fékk ógleðistöflur hjá lækninum en ekkert hægt að gera við krystalssýkinni nema eitthvað að láta mig detta niður snögglega til að færa krystalana á sinn stað aftur.

Jæja eftir einhverjar vikur fór ég nú að lagast en eftir sat að ég heyri nánast ekkert með öðru eyranu og þar er eins og búi tveir álfar sem leika sér mikið í kúluleik þe. klingja saman tveimur glerkúlum þannig að ég heyri af og til allan daginn svona kling, kling, kling, kling, kling.  Og stundum er það kling, kling, eða kling, kling, kling, kling, kling, kling, kling.

En jæja ég ákveð einhvern tíma fyrr á árinu að fara aftur til læknisins og láta mæla í mér heyrnina og ef þið sem lesið bloggið munið þá var ég láta blása í mæli þar sem einhver ruglingur varð og ég tók lungnapróf í staðinn fyrir heyrnarpróf en eftir það próf fékk ég tilvísun til háls, nef og eyrnalæknis og loksins í dag varð sú heimsókn að veruleika.

Hann skoðaði mig í háls, nef og eyru og talaði heilmikið við mig, ég er stundum svo fattlaus og skildi ekki alveg af hverju hann spurði svona mikið um vinnuna mína, hvort ég væri með stúdio og hvar og hvernig útbúnað ég notaði og ég veit ekki hvað og hvað en svo fattaði ég, hann var að tékka hvernig ég funkeraði í venjulegum samræðum.  En alla vega talaði hann slatta um að trúlega hefði ég ekki fengið krystalsýki heldur sýkingu í innra eyra (sem ég sagði alltaf sjálf, damn Ardilas) ((læknirinn minn sko)) og hann talaði eitthvað um taugakerfið og setti mig svo í stóra heyrnarmælingu þar sem ég fékk fyrst svona bíb, bíb, bíb öðrum megin og svo hinum megin og svo fékk ég sko suð öðrum megin og þá bíb hinum megin og þegar það var búið var tekin annars konar mæling og þá var talað í eyrun á mér, fyrst annað og svo hitt og svo sett suð í annað og talað í hitt osfrv.

Niðurstaðan er heilaskanni.  Eða greindarpróf, mér alla vega leið eins og fávita því ég átti að endurtaka það sem ég heyrði og það var stundum bara ble og blö og dö og do og fleira í þeim dúrnum.

Þannig að sko ég heyri en ég heyri ekki orð og nem ekki hvað sagt er svo heyrnartæki mundi ekki hjálpa mér það myndi bara magna hljóðin sem skemma fyrir að ég heyri hvað sagt er.

En vonandi kemur eitthvað út úr heilaskannanum þannig að hægt verði að gera aðgerð eða gefa lyf svo ég fari að heyra orð aftur.

Og þið sem verðið svo pirruð þegar ég skil ekki hvað þið eruð að segja þetta er heldur ekkert grín fyrir mig, hversu þreytt haldiði ekki að ég sé að þurfa endalaust að segja ha, fyrirgefðu ég skil þig ekki eða heyri ekki hvað þú segir.  Viltu tala beint fram til mín svo ég sjái framan í þig og viltu helst nota hendurnar til að undirstrika það sem þú segir.

Ekki koma aftan að mér þegar þú talar og ekki ganga frá mér meðan þú talar við mig.  Helst ekki hafa músík í gangi þegar þú ætlar að tala við mig því öll aukahljóð valda því að ég heyri ekki hvað þú segir.  Og því miður þá er ég byrjuð að detta út í margmenni því ég næ ekki neinum samræðum þegar margir tala í einu og alls konar önnur hljóð eru í gangi.

Ef ykkur finnst þetta pirrandi, reyniði þá að ímynda ykkur hvernig mér líður.

Alla vega næst er það heilaskanni og svo sjáum við til en fram að því þá heyri ég ennþá illa svo þið verðið bara að þola það.

Ykkar, Kristín ha á Nesan

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.