KLEINUR

1 kg  hveiti
250 gr sykur
100 gr smjör/smjörlíki
3 egg
1/2 tsk salt
2 tsk lyftiduft
4 tsk vanillusykur
5 dl súrmjólk

Aðferð:

Þeytt saman sykur og eggjum og síðan smjörinu bætt útí og þeytt áfram vel.  Svo er öllum þurrefnum blandað við og hnoðað í hrærivél. 

Súrmjólk og eggjum hrært saman ásamt vanillusykri og svo hrært út í hveit/smjör blönduna. Öllu hvolft á hveitistráð borð og hnoðað mjög vel, hveiti bætt við eftir þörfum. Deigið á að vera aðeins blautt en þó þannig að það sleppi bæði höndum og borðplötunni.

Síðan er hluti af deiginu klipinn af, og flattur út á vel hveitistráðu borði, ca. hálfs cm. þykkt og skorið út í kleinur.

Ef þið eigið ekki kleinujárn  má t.d. hnota beittan hníf eða pizzuskera. Skorin er lítil rauf í miðjuna á hverri kleinu og öðrum enda kleinunnar ýtt í gegnum raufina.

Gott er að steikja kleinurnar uppúr 1 tólgardós á móti 2 palmín-stykkjum!
En hérna í Noregi nota ég eingöngu Flott feiti.

Ef feitin verður of heit verða kleinurnar of dökkar of hratt en hráar inní. 

Þegar ég byrjaði að steikja var ég bara með 6 i einu en endaði á að setja 8 stk í einu í pottinn minn.  Þegar kleinurnar eru steiktar er nauðsynlegt að velta þeim reglulega til að kleinurnar fái jafna steikingu og verði jafn gylltar báðumegin. Veiðið kleinurnar upp úr og leggið þær á eldhúspappír. Það fer eftir potti, eldavél og feiti hvaða hitastilling hentar í hvert sinn þannig það er um að gera að prufa sig bara áfram. Kleinurnar eru bestar nýsteiktar og volgar en það er auðvitað mjög þægilegt að frysta þær líka.

Njótið ?

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.