Øyslebø…

Ég hef mikið velt fyrir mér hvað nafnið á bænum mínum þýðir og enginn sem ég hef spurt hefur vitað það.  Í morgun ákvað ég að athuga hvort að væru ekki einhverjar norskar orðabækur á netinu sem gætu hjálpað mér og viti menn með aðstoð tveggja orðabóka tókst mér að finna út úr þessu.

Það er engin skýring á Øyslebø en hins vegar fann önnur orðabókin orðið øysle og þýðir það sem sagt “ausa með stuttu skafti” en sú orðabók fann ekki skýringu á orðinu bø svo ég tékkaði í annarri orðabók og þar kemur fram að orðið bø þýðir “bær eða býli”, svo ég bý í Ausubæ og er að hugsa um að nota það nafn framvegis þegar ég skrifa á íslensku.  En vinkona mín google translate vildi nú meina að øysle þýddi augnlok en það er hvergi annars staðar svo líklega var nú einhver bara að giska sem setti þá þýðingu inn.

En sem sagt hún Kristín í Ausubæ er orðin mjög spennt fyrir opnuninni á búðinni, ég var að fá inn vörur frá síðasta listamanninum í gær og ætla að mynda þær í dag og setja í búðina eftir helgi og þá á bara eftir að þrífa og laga til og setja merkingar á glugga og fána á hús og þá erum við bara orðin klár.

   

Og hér fáiði að sjá yfirlitsmynd af litla bænum okkar sem heitir þá Ausubær.

Lítið annars að frétta núna nema það er ískalt í dag, mínus 15 og plús 13 inni þegar ég vaknaði en sólin byrjuð að skína svo það hlýnar fljótt og mér skilst að þetta sé síðasti frostdagurinn í bili eða fram á nýtt ár bara vonandi svo ég verð bjartsýn og glöð þegar ég sé í eitthvað annað er hvítt hérna úti.  Eins og það er gaman að fá fyrsta fallega snjóinn er ömurlegt að hafa bara allt hvítt svona lengi.  Mig vantar miklu meiri liti í tilveruna.

Þangað til næst,
ykkar Stína í Ausubæ

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.