Það var aldrei að ……

Það var aldrei að lífið tæki ekki nýjar stefnur einn daginn og það gerðist einmitt núna í síðustu viku.

En þið sem þekkið mig vitið að mig hefur vantað einhverja vinnu með ljósmynduninni og netbúðinni þar sem það gengur hægt að verða vinsæl á þeim vettvangi.  Og maður sækir um ýmislegt sérstaklega þegar atvinnuleysibæturnar hætta og ekkert tekur við.  

En ég hafði hent inn umsókn hjá Marnardalskommune einhvern tíma og svo var hringt frá Laudal skóla viku fyrir páska og spurt hvort ég væri til að vera vikar þar (vikar þýðir afleysingar, þe. koma inn þegar einhver er veikur eða í fríi) og ég hélt það nú og fór svo í viðtal og leyst bara vel á en fannst konan sein að fara að útskýra þetta með skúringarnar fyrir mér því það er bara þannig að ég er útlendingur og greinilega ekki hæf í neitt annað er skúringar.  En þá segir hún, nei það eru engar skúringar, það er önnur deild en mín.  Og ég…. ok hvað á ég þá að fara að gera?  

Jú SFO (skóladagheimili) og aðstoð inní bekk.  Ég hugsaði með mér að já ég ætti nú að ráða við það, maður hoppar bara út í djúpu laugina. 
En svo líður hálfur mánuður og ég heyri ekkert og byrja auðvitað að missa sjálfstraustið þegar ég fæ skilaboð um að koma og vera einn föstudag svona til að sjá hvernig starfið er.

Sem ég og gerði 3. maí sl.  Ég hef aldrei unnið í skóla nema við skúringar og veit ekkert hvernig skólastarfið er hérna í Noregi, veit ekki einu sinni hvernig það er heima á Íslandi en ég hlýt að geta þetta, svo framarlega sem ég þarf ekki að hjálpa eldri nemendum við norsku eða fög sem ég kann ekkert á norsku.

Þegar ég er á leiðinni í skólann er hringt í mig og ég spurð hvort ég sé til í að leysa af……. og ég heyri svo illa að ég næ ekkert almennilega hvað, hvurs eða hvernig og segi bara já við öllu en bið hana að senda mér þetta í skilaboðum svo ekkert fari milli mála.

OK.  Skemmtilegur föstudagur en pínu slítandi þar sem heyrnaskerðingin mín gerir það að verkum að ég þarf að vera með öll skilningarvit opin til að skilja norðmanninn sem talar lágt, muldrar og talar einnig hratt.  Og hitta fullt af nýju fólki bæði fullorðnu og börnum. Svo ég var ansi þreytt eftir 4 tíma.

En þá kemur að því að lesa skilaboðin um hvað ég er að fara að leysa af þann 8. og 9. maí.  Ok 8. maí á SFO frá 7 til 13.30 sem sagt ég á að taka á móti (humm hef enga lykla og þekki ekki börnin en OK) og það í leikskólanum við hliðina.  Ég ákveð að þetta bara reddist það hlýtur að vera einhver á leikskólanum sem getur sagt mér til sem var auðvitað málið en sú kona átti ekkert að vera komin svona snemma því mér skilst að ég hefði átt að koma 6.45 og taka á móti bæði SFO og leikskólabörnum.  HUMMMMMMMMM  

En jú jú þetta gekk allt fínt fyrir utan eina unga stúlku sem veiktist hreinlega af því að ég var ein með þau og alveg ókunnug.  Það endaði með að það varð að sækja hana því hún gat ekki hugsað sér að vera þarna allan daginn.  Pínu óþægilegt ég vissi ekkert hvernig ég ætti að höndla hana og reyndi að strjúka og hugga og fékk svo að vita að ég hefði þurft að fara frá henni þar hún á erfitt með nálægð.  Hefði nú verið gott að fá info um börnin og sérstaklega þau sem ekki funkera hvar sem er og með hverjum sem er.

Enn og aftur hérna í Noregi – aldrei gefið upp of miklar upplysingar, maður þarf alltaf að spyrja og spyrja og spyrja en í þessu tilviki vissi ég ekkert hvað ég ætti að spyrja að.

OK þessi dagur var bara alveg ok en mér fannst nú samt ekkert sérstaklega skemmtilegt enda aldrei fundist gaman að spila við börn eða föndra.  

Þá er það dagur númer 2 ég á sem sagt að leysa af kennara í 6 bekk.

Ha ha ha ha – einmitt!   Veit ekki í hvaða fagi því það er ekki sagt og ég ákveð bara að stessa mig ekkert fyrr en ég þarf og reikna bara með að kennarinn sé búinn að setja þeim fyrir verkefni og ég eigi bara að sitja og passa að þau geri verkefnið og þá er eins gott að þau spyrji ekki neitt.  ha ha ha.

…. og svo á ég að vera aðstoð í bekk.  Þá er alltaf kennari svo það hlýtur að verða allt í lagi.

Úps en þá koma önnur skilaboð, ert þú til í að fylgjast með þeirri sem sér alveg um eitt barn sem þarf manninn á sig í skólanum.  Úff það er nú ábyggilega ekkert fyrir mig en jú jú ég skal fylgjast með og já viltu þá ekki líka mæta á fund þar sem fagmanneskja kemur inn og er að taka stöðuna á barninu og hvernig gengur og það allt.  Jú jú ég skal bara líka gera það.

En strax þarna er ég farin að hugsa þetta er ábyggilega ekki fyrir mig.  Þekki barnið samt ekki neitt en það er 10 ára.  Kannski of gamalt fyrir mig því ég ræð nú ábyggilega ekkert við að aðstoða svo gamalt barn með námið.

Ok, þarna er bara allur fimmtudagurinn kominn og ég búin að fá að vita að það er líklega enska í þessum tíma sem ég leysi kennarann af.  Yes ég ræð nú við það. 

En ok fimmtudagurinn er kominn, ég fer með konunni sem ég á að fylgja til að skoða hvort ég treysti mér í einstaklingsaðstoðina og jú jú fyrsti tíminn er KORPS.

Það er skólalúðrasveit.   Já ok, á ég þá ekki bara að horfa á börnin spila.  Nei nei, sá sem kennir þar sagði að allir þyrftu að taka þátt svo þarna spilaði ég í fyrsta sinn með lúðrasveit og fékk hrós fyrir.  Segjum ekkert meir, alla vega ekkert vídeó tekið svo engin sönnunargögn til að núa mér um nasir. ha ha ha

Og þá kemur að því að verða kennari í 6. bekk og nei nei það á ekkert að vera enska.  Þau eiga sko að fara í stærðfræðipróf í næsta tíma en mega byrja á því núna ef þau vilja eða hlusta á hljóðbók og/eða lesa.

En þau vildu reyndar fá að æfa sig fyrir prófið sum hver og önnur hlusta á hljóðbók.  OK nema þarna er strákur sem er innflytjandi og talar lítið í norsku en hann vildi æfa sig og hvað gera bændur já nei ég var kennari, hvað gera kennarar þá, jú jú bað bara stelpurnar hvort hann mætti ekki sitja hjá þeim og þær myndu aðstoða hann sem þær að sjálfsögðu gerðu eftir bestu getu.  Ég var nú pínu fegin þegar þessi tími var búinn.  Því þá átti ég að vera aðstoð í 1. og 2. bekk.  Og í þessum tíma var þeim skipt á stöðvar og þegar ég mætti í kynninguna á skólanum þá fékk ég að sjá um spilastöðina en núna var ég inni í skólastofu og þau áttu að skrifa dagbók.  Ég gat þetta alveg fínt.  Og náði meira að segja að þurfa að stýa tveimur í sundur vegna óþekktar.

Svo kom fundurinn …. og þá er byrjað að tala um hvort barnið hafi slegið einhvern eða eitthvað obeldi átt sér stað og svo talað meira og meira og mér líst ekkert á þetta.  Og hugsa ég læt sem ég þurfi að hugsa þetta meira og segi svo bara nei ég treysti mér ekki í þetta seinna.  En þá fer einn kennarinn að spjalla við mig meira um þetta eftir fundinn og segir að þetta séu bara 2 síðustu tímarnir á þriðjudögum og fimmtudögum sem um ræðir og þar sem ég td er ljósmyndari þá gæti ég komið með þannig input til barnsins og ég fæ að heyra að það má fara út fyrir námsefnið og gera eitthvað öðruvísi.  Tala um hundinn minn og kannski koma með hann einn daginn og alls konar.

Þannig að ég er að hugsa þetta.  Ekki alveg búin að ákveða en enn að hugsa.

OK, í gær var ég svo beðin um að koma í dag í vinnu og leysa af kennarann í 4. bekk.  og hvað segir Kristín Jóna?   Að sjálfsögðu já.  Ef þau treysta mér, því ætti ég ekki að gera það.

En nú gerðist nokkuð óvænt, kennarinn sem ég átti að leysa af kom að spjalla við mig um verkefni sem hún var búin að plana að þau myndu gera í fyrri tímanum sem ég átti að vera og það var að spjalla um endurvinnslu og láta þau skrifa bréf til skólastjórans hvert og eitt þeirra að skrifa sitt bréf um það að þau vildu að skólinn flokkaði plast frá almennu sorpi og rökstyðja það.  Seinni tíminn átti svo að fara í að plokka rusl frá skólanum uppað kirkju því sú leið verður gengin í skrúðgöngu 17. maí.

Og þessi kennari kom með þá uppástungu að ég myndi byrja á að kynna mig og segja af hverju ég talaði eins og ég tala og segja kannski smá frá Íslandi áður en þau færu í verkefnið.

Þetta leyst mér vel á en ég var svo þreytt í gær eftir daginn að ég gat ekki búið svona lítið verkefni til svo það var gott að ég átti ekki að mæta fyrr en 9.30 svo ég gat skrifað smá niður í morgun áður en ég mætti.

Og meðan við biðum eftir að allir krakkarnir kæmu inn voru nokkrir farnir að spjalla við mig og einmitt um af hverju ég talaða svona.  Einn guttinn spurði hvort ég væri frá Danmörku á meðan ein stelpan vissi að ég væri frá Íslandi og sagði það.

Jæja kemur ekki einn kennaranemi inn og segist eiga að vera þarna í þessum tíma.  Ha ha ha ekki bara ég að kenna í fyrsta sinn á ævinni með enga reynslu eða menntun heldur er nemi að læra af mér.  Drepiði mig nú ekki.  Af hverju var hún ekki látin kenna og ég að aðstoða.  ha ha ha!   En eftirá heppin ég því þetta var svoooooo gaman og þau höfðu svo mikinn áhuga á mér og Íslandi og vildu vita meira og meira og ég sagði að næst þegar ég fengi að vera kennarinn þeirra þá skyldi ég koma með myndir og segja meira frá Íslandi.  En þau nefndu sérstaklega hvað það væri skrítið að Ísland héti Ísland og Grænland héti Grænland og við tölunum um það af hverju þessu hefði ekki verið breytt einhvern tíma.  Ein vissi að það hefðu verið Norðmenn sem fyrstir komu til Íslands og einn hafði gaman að heyra að við tölunum eiginlega gammel norks og hann kom með litla vasabók frá 1965 og vildi vita hvort það væri gammel norsk.  Eins gott að ég sagði þeim ekki hvenær ég væri fædd fyrst þeim finnst 1965 svoooooooooo langt í burtu.

En þetta var æðislegur dagur og ég get alveg hugsað mér að kenna meira en gjarnan fá að velja verkefnin sjálf.

Mér finnst allt í lagi þegar inn kemur afleysingarkennari að það sé farið út af námsefninu því hvernig í fjáranum ætti ég að geta hoppað inní hvað sem er hvernær sem er.

Svo þangað til næst,

ykkar Kristín Jóna sem alltaf er að læra eitthvað nýtt.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.