Sætkartöflu- Brie kjötbollur

Suma daga þegar ég er að keyra oftast þegar ég er á leiðinni heim, þá fer ég að hugsa um hvað á að vera í matinn í kvöld og í gær tók ég út hakk og vissi ekkert hvað ég ætlaði að gera við það en svo í morgun þegar ég var að keyra heim úr skúringunum þá datt mér þetta í hug. Sætkartöflu- Briekjötbollur og ég fór að hanna í huganum og ætla að bjóða eiginmanninum uppá þetta þegar hann kemur heim kl. 20 í kvöld eftir 65 tíma vinnuviku.

Efni:
Sætkartafla
Kjöthakk að eigin smekk
Brie ostur
parmesan ostur
Chilisulta ala Valla i Søgne

Tekur kartöfluna og skerð í sneiðar ég gerði bara 4 sneiðar fyrir okkur 2 og síðan bjó ég til 4 buff úr hakkinu.
Sætkartöflusneiðarnar eru settar í eldfast mót, sett smá olía eða smjör á þær og uppáhaldskryddið. Bakað í ofni þar til tilbúið 😉


Ég var með svínahakk núna og blandaði einu eggi og slatta af raspi við og steikti svo á pönnu þar til tilbúið.

Þá er kartöflusneiðarnar settar á disk og ofaná þær er settar brie ostsneiðar, þar ofaná buffið og yfir það rifinn parmesan ostur og á endanum Chili sulta ein teskeið á hvert buff.

Ekki aðeins er þetta flott á diski heldur smakkast svooooooooo vel og er svona perfekt seint á föstudagskvöldi matur.

Og já gleymdi ég að segja að það verður að vera vín með þessu, því það þarf alltaf að vera vín (eða það sem þér finnst best) með svona föstudagsrétti og að sjálfsögðu eld í peis eða arni og kertaljós.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.