Haustið læðist að…

okkur, ekki eru nema 3 dagar síðan það var sko ennþá sumar hjá okkur og við þurftum að sofa með opna svalahurð og viftu í gangi en í gærkvöldi sýndi hitamælirinn á viftunni aðeins 21 gráðu í svefnherberginu svo svalahurðin var lokuð í nótt og engin vifta í gangi. Svo þegar ég fór frammúr kl. 8 í morgun þá liggur Kiwi sofandi inná baði sem er eina herbergið með gólfhita og kyndingu þessa dagana.

Svo já líklega verðum við að kalla þetta síðsumar, svona rétt áður en haustið lætur sjá sig. Hitastigið er að lækka í þessari viku um 10 gráður frá því í síðustu viku. En við kvörtum sko ekki enda veðrið búið að vera með einsdæmum gott síðasta mánuðinn og allt sumarið fyrir utan 2-3 vikur í júlí sem voru kaldar og blautar. En kannski var það bara vegna þess að við ætluðum að fara í útilegu í júlí svo við erum búin að ákveða að ræða það aldrei meira. Held við séum ekki lengur þetta útilegufólk sem við einu sinni vorum.

En hérna eru allir skólar löngu byrjaðir og tvær vikur síðan Ástrós Mirra hóf nám í Háskólanum í Kristiansand og ætlar hún að læra til leikskóla/forskólakennara. Og verður hún þá sú fyrsta að feta í fótspor Ömmu Steinu sem að sjálfsögðu var ánægð með valið hjá stelpunni.

Þangað til næst, ykkar Stína á Nesan

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.