og erum við orðin þvílíkt spennt því við höfum ekki farið í planlagt ferðalag í alltof mörg ár. Upphaflega var planið að vera á Íslandi í 3 vikur og njóta þess að vera þar og dytta að bústaðnum en í ljósi covid þá var því aflýst og við plönuðum Noregsfrí.
Það byrjar á morgun með því að við förum og sækjum vinahjón okkar (Rúnu og Tóta) sem verða með okkur fyrstu 4 dagana og liggur leiðin fyrst til Skien þar sem við eigum pantað hótel, í Skien ætlum við bara að sjá til hvað við gerum, skoða miðbæinn, finna höfnina og út að borða. Sem sagt bara dóla og njóta.
Svo liggur leiðin til Tönsberg og þá koma önnur vinahjón (María og Stefán) og hitta okkur og verða með okkur í 3 daga. Í Tönsberg erum við að vonast til að geta farið í siglingu og svo uppá Slottsfjellet út að borða á bryggjunni og njóta, njóta, njóta og ég veit að það verður mikið hlegið enda er það alltaf svoleiðis þegar við 6 erum saman.
Næst er það Osló og ætlum við bara að leika alvöru túrista þar, skoða Óperuhúsið, kíkja á háhýsin og að sjálfsögðu miðbæinn og Akers bryggju.
Þá liggur leiðin til Jessheim þar sem við munum gista hjá Maríu og Stefáni eina nótt, hitta vonandi Jónínu Ara og hafa það bara rólegt og huggulegt þetta kvöldið, því snemma daginn eftir förum við bara 2 af stað ég og Þráinn og ætlum að keyra í 5 tíma til Romsdalen, verðum þar í sumarhúsi í 2 nætur og búin að plana allskonar æðislegt, leiðin liggur svo þaðan til Sogn og Fjordene þar sem við verðum 2 nætur í sumarbústað og þaðan liggur svo leiðin til Bergen þar sem við verðum með Önnu Svölu og Anders úti í sumarbústaðnum hans í Lerøy. Svo bara keyrt heim, sjáum til hvort við gerum það á einum eða tveimur dögum en það er alveg 8 tíma akstur.
Vá hvað ég hlakka til og það er eins gott að þið búið ykkur undir að leggi FB undir mig með myndum úr ferðalaginu þegar við erum komin heim.
knús og klem úr sólinni og hitanum í Norge og þangað til næst,
ykkar Stína á Nesan.