Sumarfrí 2021 – Tønsberg

Featured Post Image - Sumarfrí 2021 – Tønsberg

Dagur 2 byrjaði þannig að við skelltum okkur til Tønsberg þar sem við hittum Maríu og Stefán sem ætluðu að eyða með okkur helginni. Það urðu nú aldeilis fagnaðarfundir þar sem við höfum ekki sést í allt alltof langan tíma.

Hótelið í Tønsberg tók mun betur á móti okkur en í Skien og allt þar alveg tipp topp. Við hófum daginn á að labba í miðbæinn í Tønsberg sem er algjört æði. Fullt af búðum og veitingarstöðum, íssjoppur og já bara allt sem góður miðbær á að hafa. Þegar hitinn er nálægt 30 gráðum og sólin skín allan daginn er fátt sem er betra en að setjast niður á einhverjum útistað og fá sér ískaldan bjór.

Við að sjálfsögðu byrjuðum líka á því í Tønsberg en svo dró ég allt gengið uppað Slottsfjellet sem er fallegur turn uppá hæð í miðjum bænum.

Æðislegt útsýnið yfir bæinn frá Slottsfjellet.

Þarna hjá Slottsfjellet eru líka gamlar byggingar sem verið er að varðveita en þetta er mjög algengt hérna í Noregi að hafa svona mini Árbæjarsafn út um allt.

Og svo sá ég draumabílinn minn þarna.

Eftir fjallgönguna 😉 fórum við uppá hótel að slappa smá af og græja okkur fyrir kvöldið, en við ætluðum að borða þarna á bryggjunni í Tønsberg. Fengum góðan mat en pínu of saltur hjá öllum nema mér. Frábær dagur og kvöld, mikið spjallað og mikið hlegið.

Síðasta myndin þennan daginn er svona týpísk Noregsmynd þar sem helmingur Norðmanna á bát og ansi margir eiga þvílíkt flotta báta. Mér finnst þetta bátalíf hérna voða sjarmerandi og einhvern daginn er ég viss um að við verðum komin á skútuna sem okkur langar í.

Þangað til næst, ykkar Stína á Nesan.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.