Þar kom að því….

að bévítans veiran náði okkur hjónum en við erum búin að vera lasin í um tvær vikur þegar ég skrifa þetta, erum þó bæði farin að vinna aftur en gerum lítið meira en það.

Þetta byrjaði með því að Þráinn varð veikur sem gerist nánast aldrei og þið sem þekkið mig vitið vel að ég verð þá að toppa hann því ekki get ég verið að stjana í kringum einhverja sjúklinga. Ég reyndar stjanaði við hann í 3 daga en þá fann ég að ég var að verða lasin en það var ekki fyrr en á degi 2 hjá mér sem mér datt í hug að taka heimatest til að sjá hvort þetta væri ekki eitthvað meira en flensa því þarna strax er ég orðin svoooooo lasin, með þann versta hósta sem ég hef nokkurn tíma haft og hita og beinverki og bara já ég var bara virkilega lasin. Jú jú það kom í ljós í að ég var komin með covid og lá ég í heila viku illa haldin og ég verð bara að segja að ekki hefði ég boðið í það að vera ekki bólusett. Úff.

Við hjónin ákváðum að sofa í sitthvoru herberginu svo við héldum ekki vöku fyrir hvort öðru með hósta og skemmtilegheitum og leyfði ég því köttunum og hundinum að vera hjá mér í svefnó en svo vakna ég um morguninn eftir að hafa leyft köttunum að sofa inni hjá mér og ég er hreinlega að kafna, hálsinn er að lokast og mér finnst ég varla geta andað svo ég hleyp niður í eldhús (eða staulast) og set lyfjaskápinn í rúst við að leyta að ofnæmistöflum því ég taldi bara að ég hefði fengið bráðaofnæmi fyrir köttum þarna um nóttina þar sem allt var að lokast hjá mér og svo tók ég líka verkjatöflur. En auðvitað var ég ekkert með bráðaofnæmi, ég var bara með rugluna því ég er bara ekki vön að vera lasin og hef ekki svo ég muni eftir því fengið einu sinni influensu svo þetta var bara allt of mikið fyrir mig. Svo daginn eftir þá finnst mér ég eiga svo erfitt með andardrátt að ég ákvað að tala við lækninn minn, því ég hafði áhyggjur að ég væri komin með í lungun og ég fékk leyfi til að keyra að læknastofunum bakdyramegin, átti að hringja þegar ég væri komin og þá kom læknirinn út í geymfararbúningi og hlustaði mig og tók blóðprufu en hann sagði að ég var ekki með í lungunum en það væri mikið af slími sem myndi vonandi losna um fljótlega. Mér létti auðvitað og gat hlegið að vitleysunni í mér en ég hló ekki lengi því rifbeinin í mér voru svo aum eftir allan hóstann. Svo þegar aðeins fer að lagast hóstinn og það allt þá fæ ég þessa svakalegu kviðverki eða bakflæði myndi ég kannski frekar segja, brjóstkassinn á mér logaði og ég ældi og ropaði eins og mér væri borgað fyrir það og ég hef nánast ekkert getað borðað nema súpu án þess að allt fari til helvítis innaní mér.

Eftir vikulegu og hósta og magavesen og leiðindi fór ég í vinnu en ég orka ekkert annað en bara þessa 3 tíma vinnu mína og svo ligg ég í rúminu allan daginn en það má þegar maður er að jafna sig eftir svona helvíti. Í dag á degi 10 vakna ég í fyrsta sinn með enga verki, þufti bara smá að snýta mér en annars bara góð so far, er ekki búin að fara í vinnu svo ég veit ekki hvernig ég verð eftir það, en hausinn sem hefur verið svo dofinn er aðeins til í smá kreativt og er ég að plana að fara kannski bara í göngutúr í dag í frostinu og stillunni sem spáð er.

Um næstu helgi er laufabrauðsgerð heima hjá okkur og verður það svona fyrsti í jólagleði sérstaklega þar sem heilsan er orðin betri og hausinn í lagi.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.