Að telja múrsteina…

Featured Post Image - Að telja múrsteina…

er hobbý sem ég hef og hef haft eftir haustið 2017. Ég veit ykkur finnst þetta skringilegt hobbý og þetta er ekki svona hobbý sem gleður mig nema þegar múrsteinarnir eru margir. Þegar þeir eru fáir þá er stutt í kvíðann og þá kemur annað hobbý í kjölfarið og það er að skoða veðurfréttir og núna þessa dagana eru þessi bæði hobbý í fullum gangi hjá mér. Ég er ekki að segja að ég sé að 24/7 en alla vega einu sinni á dag tel ég múrsteina og kíki á veðrið svona 3svar.

Það rigndi svakalega í nótt en það er að verða búið núna og mér sýnist bara eiga að vera svolítil sól í dag og engin rigning næstu 4 daga og það gleður mig óskaplega mikið og þá slaka ég á þessum hobbýum mínum en þau eru að sjálfsögðu tilkomin eftir flóðin miklu sem urðu hérna haustið 2017.

Um helgina var komið svo mikið í ána og ég taldi ekki nema 8 múrsteina en venjulega eru þeir um 12 ef ég man rétt. Þegar flóðin voru taldi ég bara 4 til 5 múrsteina svo ef þeim fækkar eitthvað þá fer ég aftur að hafa áhyggjur.

En það er með flóðin eins og margar aðrar náttúruhamfarir að það verður allt svo fallegt og eins var í fljóðunum hérna 2017, ég tók fullt af myndum af húsinu mínu á kafi í vatni og þvílík fegurð, enda var veðrið svo svakalega gott eins og það vill oft vera, því þegar áin fyllist er ekki endilega rigning, því það tekur vatnið nokkra daga að koma hingað niður til okkar frá fjöllunum og þá er oftast komið gott veður.

Þessi mynd er tekin 2. okt. 2017 og þá var örlítið farið að sjatla aftur í ánni.

Ég tók svo myndir í morgun á leið í vinnu, og smá þoka var ennþá og ekki kannski alveg bjart.

Svo ákvað ég að fyrst ég var að fara til Kristiansand að taka nokkar myndir á leiðinni, ég kalla þetta nú rannsóknarvinnu því ég er auðvitað að kanna stöðu árinnar okkar í leiðinni.

Þessar myndir eru teknar hinum megin við brúna mína og sýna að frisby golf karfan er komin langt út í á, en hún er nýjasta viðmiðið mitt. En þegar flóðið var 2017 þá var ekkert tún þarna svo þið sjáið að það er langt í það ennþá, en eins og búið er að rigna undanfarna daga þá getur þetta breyst fljótt.

Þetta stöðuvatn hérna á myndunum eru græn tún sem nýbúið er að heyja, svo það er talsvert vatn hérna núna og áin farin að flæða vel yfir bakka sína. En þvílíka fegurðin og sjá tréin speglast svona í vatni enda var veðrið dásamlegt þennan dag.

Sól og 18 stiga hiti í dag, ég held ég verði að skella mér í góðan göngutúr bara ekki nota göngustíginn við ána, því hann er undir vatni eins og er. Þrátt fyrir þessar rigningar er haustið hingað til búið að vera mjög gott og það er ekki alvanalegt að vera með 18 stiga hita og sól síðustu daga september en svona er þetta í dag. Ég á stundum dálítið erfitt með að vera fúl út í loftlagsbreytingarnar þegar þær persónulega gera líf mitt bara betra en ég er veit alveg samt að þetta er ekkert eðlilegt.

Það sem er svo erfitt þessa dagana við að ákveða að fara í göngutúr er að elsku Erro kemst ekki með, því kallinn okkar er með slitin krossbönd í einu hnénu og á erfitt með gang og eiginlega bara valhoppar á 3 fótum þessa dagana og mun gera áfram, þar sem aðgerð er svo fáráðlega dýr og hann orðinn svo gamall að líkur eru á að hitt hnéið fari líka og þá er aðgerðin bara til ónýtis, svo við reynum bara að gera lífið hans þolanlegt því elsku kallinn kvartar aldrei og langar alveg áfram í göngutúra og boltaleik en þá verður hann svo slæmur daginn eftir. Þráinn er búinn að smíða ramp niður tröppurnar hérna á bakvið svo hann þurfi ekki lengur að ganga upp og niður tröppur allan daginn og svo fer ég með hann í 100 metra göngutúr bara til að leyfa honum að þefa dálítið þó hann fái enga hreyfingu út úr því.

Endilega ef þið hafið einhverjar hugmyndir hvað við getum gert með honum án hreyfingar til að gera honum lífið skemmtilegra en bara að liggja þar sem ég sit og fá ost þegar ég fæ mér ristabrauð.

Sýni ykku vonandi einhverjar myndir á morgun úr göngutúrnum í dag.

Þangað til næst, ykkar Kristín á Nesan.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.