A+B-B+A+B er jafnt og….

Já það er þetta með A og B! Í svo mörg ár hef ég alltaf getað sagt að ég sé A manneskja og ég er það svo sannarlega í hjarta mínu en núna hin síðari ár eftir að vinnan hjá minnkaði, fjöldi heimilismanna fækkaði og já já ég eltist þá er þetta eitthvað komið í kross og mér finnst eiginlega að það þurfi að vera hægt að skilgreina þetta með fleiri stöfum, ég vil segja A, B, C, D.

Sko A er sá sem vaknar eldsnemma og fer að gera eitthvað þá, hausinn kominn á flug 3 mín eftir að hann vaknar og B er sá sem fer ekki í gang fyrr en eftir kvöldmat og er kannski að framyfir miðnætti. Svo ég myndi vilja fá inn C sem er þá frá hádegi til kl. 15 og D kemur þá inn frá 15 til 19 kannski. Eða hvernig væri best að skipta þessu jafnt. A-kl.6-11, C-kl.11-15, D-kl.15-19 og þá tekur B við kl. 19-12 þá væri ég svo sannarlega A+D því eins og kellingin er orðin þá þarf ég bara alltaf að taka hvíldarstund í hádeginu eða rétt fyrir hádegi og mis langa en það fer nú bara eftir því hvort ég detti í skemmtilegan þátt á Netflix svo uppúr kl. 3 er ég aftur komin í gírinn og fer í göngu með Erro, elda kvöldmat, dunda við að fegra heimilið og alls konar. En ég sem sagt vinn frá 8-11 og tek yfirleitt 2 tíma á morgnanna áður en ég fer í vinnu með kaffi og netið og jafnvel blogga eða dunda við eitthvað annað. En svo þegar ég er búin að borða morgunmat/hádegismatinn þá verð ég bara svo þreytt að ég þarf að taka “leggjasig” eins og við kölluð það hérna en er svo up and running uppúr kl. 14 og vel komin í gírinn aftur kl. 16 en eitt hefur ekkert breyst, eftir kl. 19 er búið að slökkva á mér og þá segir sá lati “á morgun”.

En nei kannski þarf ekkert að breyta þessum tölum kannski er það bara ég sem orðin svona margskipt og klofin og farin að eldast og hef nú ekki þungt heimili svo þetta er HÆGT og nú orðinn vani meira en ég þurfi þess alltaf. Ef ég þarf að gera eitthvað á þessum tíma þá bara geri ég það og ekkert vesen en þá er ég kannski ekki alveg eins kreativ seinni partinn. Hjá mér snýst nefnilega gæðastund dagsins um það hvenær heilinn er kreatívur, hvort sem maður geri eitthvað að viti alla daga eða bara suma, aðalatriðið er að hafa hugann til þess.

Svo ef það gerist eitthvað með mig á morgnanna þannig að ég leyfi ekki kreativum hugsunum að koma þá verður sá dagur allur oftast svolítið þokukenndur. En ef ég vakna vel, kveiki á kertum og set við í kamínuna þá einhvern veginn byrjar dagurinn svo rólega og svo fallega, sérstaklega á veturna. Ég kveiki að sjálfsögðu ekki á kertum eða kamínu á sumrin þegar allt er bjart en geri þetta á veturna til að fá fallegt ljós í sálina meðan myrkrið er svart úti.

Spurning hvort fleiri en ég hafi breyst með aldrinum í svona “meira en einn bókstafur” skilgreinir hvaða týpa dagsins ég er?

Þangað til næst, Ykkar Kristin Jona

ps. allar myndirnar eru gerðar með gervigreindinni.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.