Vetrardekkin já….

Já það er sko þannig að það er ekki leyfinlegt að skipta yfir á vetrardekk/nagladekk í suður Noregi fyrr en 1. nóvember en það má frá 16. október í norður Noregi. OK skil alveg reglurnar en ef veðurspáin er þannig að það spái snjókomu og allt að 25 metra vindi af hverju er ekki send út tilkynning þar sem fólk er hreinlega beðið um að skipta um dekk “núna” svo það verði ekki slys og kaos.

Ég vaknaði í morgun og svona leit þetta út hjá okkur 20 október og enn 10 dagar þangað til það er leyfilegt að skipta um dekk og við búum út í sveit en ekki í borg, því þá hefði ég engar áhyggjur af þessu. En að keyra meðfram fjalli öðrum megin og ánni hinum megin hlykkjótta sveitarvegi það er ekki sniðugt á sumardekkjum í þessari færð.

Svo nú sitja húsbændur og hjú og spá í hvenær við munum heyra í heflinum, hann er ekki byrjaður ennþá svo ekkert verður farið héðan fyrr en búið er að skafa og salta og helst ef húsbóndinn gæti skipt um dekk 1,2,3 áður en við verðum að fara af stað. Ég er hræðileg að keyra í hálku ég verð svo stressuð að ég þarf nánast nudd eftir 15 mín akstur svo eins fallegt og þetta lítur út núna þá er það ekki fallegt þegar stressið að fara með mann. Hvernær finna þeir uppá því að skúringakonur geti verið með heimskrifstofu og stýrt einhverjum robotum þaðan?

Gervigreindin er ekki alveg að skilja spurninguna mína og kemst ekki nær því að búa til mynd af konu sem stýrir robot heiman frá sér en robotinn er að skúra íþróttahúsið. En jú jú ég elska að sjá hvað kemur út úr spurningunum mínum hjá þeim. AI er bara frábært og við lærum betur og betur hvernig á að orða spurningarnar þannig að sem raunverulegust mynd komi út. Ég var í gær að biðja um mynd af mat með asísku salati og mér var neitað og ég beðin að vera ekki með rasistahátt.

En aftur að snjónum eins og þetta lítur út í dag, þá væri bara gaman að fara inní helgina en þegar það spáir vindkviðum uppí 25 metra þá verður þetta bara ömurlegt og innilokandi.

En við sjáum hvernig þetta fer og hvort við séum eitthvað að fara ha ha ha. Annars eigiði frábæra helgi hvar sem þið eruð og njótið þrátt fyrir allt og allt. Ég geri það alveg, verð bara inni með kveikt í arninum og á fullt af kertum og finn mér eitthvað kósí til dundurs.

Þangað til næst, Ykkar Kristín Jóna

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.