Ég var að velta því fyrir mér í morgun þegar ég keyrði í vinnu hálf blind alla leiðina því það var myrkur og ég mætti bílum og ég verð alveg blind í nokkrar sekúndur við hvern bíl, hvort það væri kannski eitthvað samhengi á milli þess að vera náttblind (og ég er sérstaklega slæm ef ég er úti í myrkri og rigningu) og að hafa verið myrkfælin sem barn.
Gæti verið tenging þarna á milli? Þ.e. að ég hafi orðið myrkfælin frekar er td. Þráinn sem keyrir bíl eins og ekkert sé í myrkri og rigningu og var aldrei myrkfælinn og elskar eiginlega myrkrið sem ég næstum get sagt að ég hati, því ég er alveg blind í myrkri, af því að það sé eitthvað öðruvísi með augun í mér. Ég til dæmis gæti alveg sofið með smá ljós og finnst oft mjög gott að hafa ljós frammi á gangi td. þó ég hafi ekki kveikt í svefnherberginu mínu. Það er alltaf ljós á minnst einum stað í húsinu allan sólarhringinn allan ársins hring og ég þarf mjög mikið að hafa kveikt á lömpum í öllum hornum, ekki sterka peru og bara svona smá skímu svo það sé ekki myrkur í hornunum.
Þegar við Þráinn byrjuðum saman þá hafði ég öll ljós kveikt alltaf en hann hefur kennt mér að dempa þetta niður og kveikja þá meira á kertum og hafa kósí en ég kveiki líka á kertum alla daga, nema um hásumarið, elska alls konar ljós nema loftljós þau eru of mikið.
En aftur að þessu með myrkfælni og náttblindu, eða það að elska myrkrið eða hata það, Þráinn er nefnilega fæddur í janúar í miklum myrkrarmánuði en ég í apríl þegar fer að birta og allt lifnar við, ég held nefnilega að það geti verið samhengi þarna á milli án þess að ég hafi kynnt mér það eða googlað.
Hvað segið þið hin?
Þangað til næst, ykkar Kristín á Nesan