Ég er brjáluð! Hvað er að þjóðinni? Þetta er svo mikill skandall að ég á ekki til orð.
Hvað sér fólk við Snorra eftir gærkvöldið, þvílíkur hroki að neita í rauninni að taka þátt í þemanu af því að diskóið sé ekki hans tónlist, ég veit ekki betur en Elva hafi nú alla vega farið niður á gólf þegar hún neitaði að taka þátt í hippaþemanu og samt var hún ekki með neinar yfirlýsingar um það en Snorri hann bara sagði það að honum leiddist þessi tónlist og þegar hann kom inn á sviðið þá lak af honum fýlan. Svona haga menn sér ekki í keppni.
Og Eiríkur elskan sem var nú aldeilis búinn að taka sig á og bæta sig í áliti hjá mér hann floppaði líka algjörlega þarna í gær og það voru þeir tveir sem áttu að vera að gólfinu en ekki þessar 3 frábæru stelpur. Ég held ég hafi aldrei verið eins sammála dómnefndinni eins og í gær.
Ég held að ég hafi bjargað Nönu fyrir horn því ég kaus aldrei slíku vant tvisvar, Nönu af því að mér finnst hún frábær og svo kaus ég Alexander því hann var hreinlega geggjaður í gær, ekkert smá flottur með frábært lag, það var sko ekki hægt að sitja kyrr á meðan hann söng.
Eins var Ingó flottur í gær og flott hjá honum að nýta sér stirðleikann og nota á sviðinu.
Að Ragnheiður Sara og Nana hafi lent úti á gólfi í gær er skandall og það jaðrar við að maður hætti að horfa á þetta. Það er gjörsamlega óþolandi að fólk sé að flykkjast utan um einhvern og kjósa án þess að taka frammistöðuna með í dæmið.
Ragnheiður Sara er langbesta söngkonan þarna, hún hefur mesta raddsviðið og er orðin svo flott á sviði, frábært hvernig hún daðrar við myndavélarnar, sem sagt Stjarna og Nana! Hver stenst Nönu þvílíkur sjarmur og alltaf velur hún lög sem ég er hrifin af. Báðar eru þær með allann pakkann. Það er nefnilega verið að leita að Idol stjörnu, það er ekki verið að leita að bestu söngkonunni / manninum og þetta er ekki heldur fegurðarsamkeppni, heldur er verið að leita að STJÖRNU og það þýðir að viðkomandi geti fangað mann á sviðinu með söng og framkomu. Og takið eftir ég sagði FRAMKOMU. Þannig að það er allur pakkinn sem gildir í hvert einasta skipti, það skiptir engu máli hvað þau gerðu vel síðast ef þau klikka í eitt skipti þá gæti það verið spark í rassinn og þá er það sorglegasta við þetta sem gerðist í gær, þessa stelpur klikkuðu ekki neitt í gær, það voru strákarnir Snorri og Eiríkur. Damn you Icelandic people.
Þangað til næst,
ykkar Kristín Jóna