25.9.2007
… annað en vinna og þetta sama og sama, nema að Katla Dís var skírð um helgina síðustu og stóð sig eins og hetja.
Við erum að spá og spekúlera í nokkrum eignum ætlum að skoða tvær í þessari viku og vonandi fer einhver að spyrja um okkar íbúð. Sumt sem er til sölu er þannig að mig langar ekkert að flytja heldur bara vera hér það sem eftir er. Ótrúlegt hvað fólk getur búið druslulega og skítugt.
En alla vega þá er hugurinn við þetta þessa dagana og já námskeiðið sem ég ætla að halda fyrir ljósmyndaklúbbinn okkar í Maritech og kenna á Corel Paint Shop Pro myndvinnsluforritið sem ég nota mikið og er mikið hrifin af. Það eru alla vega komnir 7 á námskeiðið og ég á nú jafnvel von á fleirum, spennandi.
Ástrós Mirra stendur sig vel í skólanum og ég líka sem foreldri barns í öðrum bekk, það er svo miklu auðveldara heldur en að vera með barn í fyrsta bekk, ég bauð Þráin fram sem bekkjarfulltrúa og held að hann sé ekkert rosalega ósáttur við það og það á að byrja á að stofna vinahópa, sem er hið besta mál.
Draumarnir mínir þessa dagana eru bara flutningar og íbúðir svo þessi mynd er dálítið táknræn fyrir það.
Þangað til næst,
ykkar Kristín Jóna