Þá er hinu frábæra ættarmóti lokið og það stóðst allar væntingar hjá mér.
Þessi ætt er svo frábær að ég væri til í þetta á hverju ári.
Veðrið var svona alls konar, sól, logn, sól, vindur, skýjað, rigning, haglél og að lokum það mikil snjókoma að einn ættinginn missti stjórn á bílnum sínum og velti honum en betur fór en á horfðist því þeir slöðuðust lítið.
Þau í Efri-Vík dekra mann algjörlega og það var sama hvað við báðum um, það var aldrei vandamál. Takk fyrir okkur Efri-Víkingar.
Það voru sagðar sögur, það var sungið og það var dansað og sungið meira.
Ég er eitthvað óvenju fámál núna þegar ég ætla að skrifa en það segir ekkert um ættarmótið heldur þvert á móti, það var svo skemmtilegt að ég veit ekki hvar ég á að byrja.
Ykkar Kristin Jona