Uppskrift
- 6 egg
- 300 gr. sykur
- 500 gr. kókosmjöl
- 2 tsk. vanillusykur
- rifinn börkur af einni appelsínu
- 100 gr. suðusúkkulaði saxað
Þeytið egg og sykur vel saman. Hrærið vanilludropunum saman við eggjahræruna. Blandið því næst öllu öðru saman við. Setjið með teskeið á pappírsklædda plötu. Bakið við 180°C í 7-10 mínútur.