Addi (ekki Idol)

Jæja þá er Addi mágur orðinn 40 ára og bjóðum við hann velkominn í fullorðinna manna tölu.  En ég átti svo sem líka afmæli í gær og fékk afmælissöng frá vinnufélögunum og Klöru systir og fullt af kossum.  En í gærkvöldi var veisla hjá Adda og hafði hann boðið alveg fullt af fólki bæði sem ég þekkti og svo fullt sem ég þekkti ekki neitt.  Veislan var haldin í sal úti í bæ og vorum veitingarnar alveg frábærar en þetta var standandi boð og ég hefði kannski þurft að vita það með mína gömlu fætur því þá hefði ég klætt mig öðruvísi og verið á lágbotna skóm en ég nældi mér nú fljótt í sæti og reyndi að halda því en það gekk náttúrulega ekki mjög lengi ef ég stóð upp.

En það voru haldnar þarna nokkrar ræður eins og gengur og gerist og svo var hápunktur kvöldsins þegar hin geysivinsæla hljómsveit Titanic steig á svið og tók nokkur lög.  Og viti menn þeir höfðu engu gleymt strákarnir og mér finnst þeir enn jafn flottir og mér fannst þá enda GRÚBBPÍA NÚMER 1. Við Ásta María fengum smá gamlan fíling en hefðum nú kannski sleppt okkur meira í minna dönnuðu partýi svo við létum okkur nægja að vera til hliðar og syngja með dilla okkur.
Helga Óskars söng eitt Dylan lag og það var æðislegt hjá henni enda er hún með svo frábæra frekar dimma rödd.

Ég skelli inn tveimur myndböndum teknum á litlu vélina svo gæðin eru ekki mikil en bara svona uppá grínið.

Í dag er miklu frekar minn afmælisdagur en í gær og hlakka ég til að fá góðan mat í kvöld sem ég kem hvergi nálægt.  Feðginin ætla að elda eitthvað gott handa mér og dekra við mig í kvöld.

Ástrós Mirra er greinilega ekki mikið fyrir að láta passa sig, meira að segja þó það sé Kolla frænka því Kolla sagði mér í nótt þegar ég keyrði henni heim að Ástrós hefði sagt að henni þætti ekkert gaman að vera í barnapössun, og það sama sagði svo prinsessan sjálf við mig í morgun þegar hún vaknaði.

En njótið helgarinnar

Ps. frétti að Snorri hefði verið kosinn Idolstjarna Íslands og ég á ekki til orð, hélt aldrei að það yrði.  Verð að horfa á endursýninguna í dag svo ég sjái hvernig stóð á þessu.  Kannski var það af því að ég var ekki að kjósa Ínu.  En samt til hamingju Ína þú varst best, sama hvernig þetta fór.

Þangað til næst,
ykkar Kristín Jóna

kjona

Related Posts

Blómin í hjólbörunum

Blómin í hjólbörunum

Hetjurnar mínar!

Hetjurnar mínar!

Gervigreindin

Gervigreindin

Þrjóska

Þrjóska

No Comment

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

flokkar

nýjar fréttir

komment

Um mig

Ég heiti Kristin Jona og er frá  Vestmannaeyjum. En  bý núna í Marnardal í Suður-Noregi og hef búið hér síðustu tólf árin. Ég hugsa alltaf um Ísland sem heimilið mitt, en ég elska líka að búa hér í Noregi.

Ég hef bloggað síðan árið 2003 svo ef einhvern langar að kíkja aftur í tímann þá er það hægt hérna.

Ég ákvað svo nýlega að bæta ljósmyndablogginu mínu við á þessa síðu svo hægt væri að sjá það samhliða vengjulegu bloggi og mataruppskriftum.