Söngkeppni

Ókey, ég er ekki eins galin og vonlaus og ég var farin að halda eftir síðustu Idolsyrpu.  Ég horfði nefnilega á Söngkeppni framhaldsskólanna í gærkvöldi og var með 3 efstu sætin rétt, þannig að það segir mér að þegar fagfólk er að velja þá er ég með sama smekk en þegar “þjóðin” velur klikka ég á þessu.  Líklega veit ég ekki nógu vel hvað börn eldri en 5 ára og yngri en 18 eru að hlusta á og finnst flott, því ég veit nefnilega að 18 ára unglingar eru með ótrúlega góðan tónlistarsmekk og fara svo oft aftur í tímann í lagavali sbr. með Silja Ýr frænka mín, hún er með mjög skemmtilegan múskíksmekk og það sama sá ég í keppninni í gær.  Frábær lög sem þessir krakkar voru að velja sér.

Reyndar hefði ég viljað að Eyjastelpan hefði unnið af því að ég þekki mömmu hennar og var með henni líka sjálfri í leikfélagi Vestmannaeyja og aðallega af því að hún er frábær söngkona.  Svo fannst mér Kópavogsstelpurnar gjörsamlega æðislegar og hefði líka viljað að þær hefðu unnið og eins Skagastelpan en það skiptir ekki öllu máli, aðalmálið var að þær bestu deildu efstu sætunum.

Að lokum spyr ég bara hvar kaupir maður plötuna með þeirri sem vann í fyrra því hún er “Beond this earth” geðveikislega góð stelpan og enn og aftur skemmtilegt lagaval.  Þessi keppni var æðisleg og frábært hvað krakkarnir eru farin að leggja mikið í þetta.

Til hamingju Félag framhaldsskólanema með þessa keppni.

Að lokum ég er svo fegin að vera búin að endurheimta sjálfsálit mitt eftir þessi keppni.

Þangað til næst,
ykkar Kristín Jóna

kjona

Related Posts

Blómin í hjólbörunum

Blómin í hjólbörunum

Hetjurnar mínar!

Hetjurnar mínar!

Gervigreindin

Gervigreindin

Þrjóska

Þrjóska

No Comment

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

flokkar

nýjar fréttir

komment

Um mig

Ég heiti Kristin Jona og er frá  Vestmannaeyjum. En  bý núna í Marnardal í Suður-Noregi og hef búið hér síðustu tólf árin. Ég hugsa alltaf um Ísland sem heimilið mitt, en ég elska líka að búa hér í Noregi.

Ég hef bloggað síðan árið 2003 svo ef einhvern langar að kíkja aftur í tímann þá er það hægt hérna.

Ég ákvað svo nýlega að bæta ljósmyndablogginu mínu við á þessa síðu svo hægt væri að sjá það samhliða vengjulegu bloggi og mataruppskriftum.