Flugið


Vá, ég skrapp til Eyja í einn dag til að vinna, ekkert mál en ég átti pantað flug og vaknaði því eldsnemma og tók mig, kvaddi fjölskylduna og dreif mig út á völl.  Áður en ég komst þangað var pabbi búinn að hringja tvisvar en ég hafði beðið hann að sækja mig.  Ég hringdi til baka þegar ég var stopp á flugvellinum og þá bað pabbi mig að láta sig vita ef það væri ófært og ég bara já, ég geri það.  Skildi þetta ekki alveg, enda veðrið fínt.

Jæja, mér fannst nú kallað heldur seint út í vél en það er nú bara svoleiðis með flugfélagið og flug til Eyja.

Vélin fer af stað full af fólki á leið á Shellmótið og svo ég.  Ég las bara tímaritið SKÝ á leiðinni og bara allt í lagi þar til við nálgumst Eyjarnar þá fer vélin að hristast ansi mikið og svo bara meira þannig að ég gat ekki lesið lengur og fer að fylgjast með og það bætir bara í hristinginn og svo lækkar hún flugið allt of snemma fannst mér, var farin að skoppa ofan á öldunum og enn sást ekki í Eyjarnar.  Ég sé að konan við hliðina á mér er farin að nota tímaritið sem blævæng og stynur af og til eins og ég.  Hvað ætluðu þeir að gera, lenda í sjónum.  Og alltaf bætir í vindinn og ég er virkilega farin að hugsa um hvort þeir ætli ekki bara að snúa við þetta sé ekki þess virði.  Þá allt í einu hækka þeir flugið aðeins og ég sé Eyjarnar og þeir lenda með látum.

Fólkið hjúkkaði sig fram og til baka.  Konan við hliðina á mér sagði manninum fyrir aftan (þau þekktust) að hún hefði verið að því komin að gubba og tilbúin með pokann.  Ja, hérna sagði maðurinn ég var nú svo hræddur að ég hafði ekki hugsun á því að verða óglatt.

Og ég var fegin en pínulítið skrítin inni í mér.  Ég held nefnilega að ég hafi verið svona mitt á milli og var bæði farin að hafa augun á ælupokanum en var líka hrædd.  Samt er sagt að maður verði bara annaðhvort.  En ég er svo mikil miðjumanneskja.

Svo komum við inná flugvöllinn, nota bene, það var brjáluð rigning og vélin stoppaði eins langt frá innganginum og hægt var, þannig að fólkið þurfti að hlaupa þarna (og sumir voru næstum á stuttbuxum vegna ágæts veðurs í RVK)þrællangt.  Jæja sem sagt ég kem inn og sé pabba hvergi og hringi í hann og hann ætlaði aldrei að skilja hvar ég var, ég skildi ekki hvaða rugl væri í honum, ætlaði hann ekki að sækja mig.  Þá heyri ég manninn sem sat fyrir aftan mig, segja eftir símtal að Eyjamennirnir sem ætluðu að sækja hann og fleiri hefðu ekki látið sig dreyma um að það væri flogið því það hefði verið 23 metra vindhraði á Stórhöfða og ekki venjulega flogið í þannig veðri. Þá skildi ég loksins þetta með pabba.  Veðrið var svo vont í Eyjum að hann hélt að það væri ekki flogið en veðrið var svo fínt í bænum að það hvarflaði ekki að mér að það væri ófært.

Smá misskilningur á milli okkar.

En sem sagt kallinn sótti mig og skutlaði mér í Ráðhúsið þar sem ég var við vinnu allan daginn.

Svo áttum við Konný bara góða stund saman og pabbi kíkti í heimsókn um kvöldið og svo fór ég um hádegi á laugardeginum eftir smá morgunkaffi hjá Steinu, ?MEÐ FLUGI? en nota bene það var rjóma blíða og þeir flugu sjónflug og ég horfði bara á fallegt suðurlandið baðað sólu en svo var skýjað þegar við vorum að lenda í Reykjavík.

Ég var beðin að líta eftir 11 ára strák í fluginu, hann var að fara til ömmu sinnar.  Mamma hans (sem ég kannast aðeins við) lét mig hafa símanúmer ömmunnar og sagði mér svona aðeins frá drengnum oþh. og virtist mjög umhyggjusöm um hann.  En svo kom önnur kona og Bragi á fluginu með henni, þá vantaði hana líka einhvern til að líta eftir stráknum sínum í fluginu og Bragi greinilega bent á mig (það voru samt fleiri konur að fljúga þarna með mér) og sagði bara ekkert mál, og svo fóru þau að kaupa eitthvað og ég beið alltaf eftir að konan (sem ég reyndar þekkti ekki neitt) kæmi til að kynna mig og drenginn og segja mér hver myndi sækja hann osfrv. en hún gerði það ekki.  Þau fóru á undan út í vél og var hann sestur þegar ég kem að og mamman að vinka þegar ég vík mér að henni og spyr hvort ég þurfi ekki að vita hver komi til með sækja barnið oþh.  Og þá sagði hún mér það, stóri bróðir hans.

Einmitt, ég veit ekki hvað barnið heitir (var ca. 6-7 ára) og veit bara að bróðir hans sækir hann.  Eins gott að við erum bara á Íslandi og lítið um barnsrán þar.

Svo sat ég í flugvélinni og hugsanir runnu í gegn og ég fór að spá í ef eitthvað kæmi nú fyrir flugvélina, hvernig ég ætti að bjarga þessum báðum drengjum og ákvað, ég tek fyrst vestið fyrir mig, svo fyrir 11 ára strákinn því mamma hans bað mig sérstaklega fyrir hann og svo yrði hinn að mæta afgangi.  Það var náttúrulega ljótt að hugsa svona barnsins vegna en ég losnaði ekki við það úr hausnum á mér að ef ég myndi byrja á yngri stráknum og ekki ná að bjarga hinum og svo myndi ég hitta mömmu hans hvað ætti ég þá að segja henni.  Í staðinn fyrir að ef ég myndi fyrst bjarga honum og svo kannski ekki ná að bjarga hinum þá, sorrý ég veit ekki einu sinni hvað hann heitir eða hver átti að sækja hann.

Gott í bili.
ykkar Kristín Jóna

kjona

Related Posts

Blómin í hjólbörunum

Blómin í hjólbörunum

Hetjurnar mínar!

Hetjurnar mínar!

Gervigreindin

Gervigreindin

Þrjóska

Þrjóska

No Comment

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

flokkar

nýjar fréttir

komment

Um mig

Ég heiti Kristin Jona og er frá  Vestmannaeyjum. En  bý núna í Marnardal í Suður-Noregi og hef búið hér síðustu tólf árin. Ég hugsa alltaf um Ísland sem heimilið mitt, en ég elska líka að búa hér í Noregi.

Ég hef bloggað síðan árið 2003 svo ef einhvern langar að kíkja aftur í tímann þá er það hægt hérna.

Ég ákvað svo nýlega að bæta ljósmyndablogginu mínu við á þessa síðu svo hægt væri að sjá það samhliða vengjulegu bloggi og mataruppskriftum.