Gæfan mín

17.6.2006 10:06:00 Ég hef verið að fylgjast með bloggi hjá Bebbu og Hjölla en þau eiga litla stúlku sem er svo mikið veik, og virðist ekkert vera framundan hjá henni, hún heitir Bryndís Eva og sannkallaður engill.

Ég held ég sé ekki að velta mér uppúr vandamálum annarra því ég verð nú svo óskaplega sorgmædd og græt stundum þegar ég les þetta blogg, mamman skrifar líka svo fallega og virðist vera falleg persóna.  Ég allavega dái hana í þessari baráttu þeirra.  En ég ætlaði að segja að þegar ég er búin að lesa þetta þá verð ég svo þakklát fyrir gæfuna okkar og hvað við vorum heppinn að geta eignast svona heilbrigt, gáfað og fallegt barn.

En svo fer ég stundum að hugsa um hvað minnið hjá manni er stutt og sérstaklega þegar eitthvað hefur verið erfitt en leysist svo vel. Eins og með barneignarmálin okkar, það er nú ekki eins og lífið hafi verið dans á rósum þau 13 ár sem við vorum virkilega að reyna að verða ólétt.  Læknisrannsóknir, bið eftir nýrri tækni í 9 ár, lyfja- og hormónaameðferðir og allt sem því fylgdi í 4 ár, eggheimtur, uppsetning og vonbrigði.  AFTUR og AFTUR.  Þegar ég rifja þetta upp núna þá verð ég í rauninni sorgmædd og man tilfinninguna sem greip mig þegar svarið var NEI, eða þegar ég byrjaði enn einu sinni á blæðingum.  Ætli það sé ekki þess vegna sem ég er svo glöð að vera laus við blæðingarnar núna þegar ég allt of snemma og eftir of margar hormónameðferðir fór á breytingarskeiðið, því blæðingar voru alltaf merki um að “ekki gekk það heldur núna”.

Ég man líka tilfinninguna og sorgina sem greip mig þegar allar konur í kringum urðu óléttar og eignuðust börn og man líka gleðina og vonina sem greip mig þegar ég hélt á nýfæddum börnunum þeirra en svo vonbrigðin og sorgin sem komu aftur þegar ekkert gekk hjá mér.
Það er kannski ekkert skrítið að maður sé frekar viðkvæmur í skapi núorðið og að veðrið og mótlæti hafi meiri áhrif á mig en áður.

En ég man líka og man það miklu betur tilfinninguna og gleðina og stessið og áhyggjurnar sem gripu mig þegar í ljós kom að ég var ólétt, ég man líka svo vel hræðsluna þegar það fór að blæða hjá mér og gleðina sem greip mig þegar ég sá í sónarnum eina litla makkarónu og vissi að barnið var þarna ennþá.  Ég held ég hafi verið mjög glöð á meðgöngunni en ég varð aldrei alveg róleg fyrr en ég var komin með litlu stúlkuna mína í fangið og vissi að það var allt í lagi með hana.  (Og nú er ég alveg að fara að gráta því viðkvæmnin ferfaldaðist við að eignast barn)

Þar sem við erum búin að ákveða að eignast annað barn þá fer ég líka að hugsa um að þetta verða þá 25 ár sem þetta tók frá því að ég hætti á pillunni og hélt að ég væri tilbúin til að eignast barn og þar til við ljúkum okkar barneignartímabili.  En að þessu sinni ættu ekki að koma nein vonbrigði (við vitum að þetta er langur biðtími)því þegar við fáum bréf með mynd af barninu okkar er leiðin bara bein og greið á áfangastað og þar bíður lítið barn eftir okkur.  Þannig að framundan er bara tóm gleði og hamingja og verður mikið gaman að einbeita sér að því að koma ÁM í skóla og læra á lífið áður en það kemur lítið kríli á heimilið. (Svo ef maður verður of dapur og leiður þá kaupir maður bara aukaskammt af Rhodiola og gleðin og tilhlökkunin kemur aftur)

Annað sem ég hef verið að velta fyrir mér og það er hvað VIÐ gerum börnunum okkar eða gerum EKKI með því að vita ekki hvað þau eru að gera, horfa á, leika með osfrv.
Það var nefnilega verið að segja mér frá unglingi sem á í miklum erfiðleikum og ég fór að velta því fyrir mér hvað hefði gerst með þennan ungling, það hefur eitthvað komið fyrir í uppeldinu (og þá er ég ekki að segja að það sé meðvitað eitthvað sem foreldrarnir gerðu) það fæðist ekkert barn með það hangandi yfir sér að það muni fara í dóp og selja sig hverjum sem er.  Mín skoðun er að það hefur eitthvað gerst þó enginn viti hvað það var.  Dæmi sem styður þessa skoðun mína er að 4-5 ára sonur vinnufélaga míns þurfti að koma með pabba sínum í vinnuna og þá var sett mynd í fartölvu fyrir hann að horfa á.  Sniðugt nema að í þessu tilviki var myndin KING KONG sem er bönnuð börnum.  Til hvers er foreldri að láta barn horfa á mynd sem gæti átt eftir að hafa djúp áhrif á barnið það sem eftir er.  Því það er svoleiðis, ég veit það.  Það sem barn upplifir hvort sem er í bíómynd eða í raunveruleikanum hefur áhrif.  Svo að mínu mati þó að foreldrar segi ég veit ekki til að neitt að hafi gerst sem gæti orsakað svona hegðun þá þarf það ekki að hafa verið annað en að barnið fékk að horfa á bannaðar myndir og jafnvel klámmyndir sem veldur þeirri hegðun sem barnið á við að stríða í dag.  Ég er samt ekkert að segja að ef þú leyfir barninu þínu að horfa á bannaðar myndir þá muni það verða ólukkubarn, það er ekki það sem ég er að segja.  Það sem ég er kannski að reyna að segja er að ef barnið þitt lendir í einhverju svona, þá er orsökina að finna að einhverju leiti í uppeldinu, því allt er þetta á okkar ábyrgð og ekki hægt að kenna neinu öðru um.
Jæja vona að ég fái þetta aldrei í hausinn hvað ég skrifaði hér, því þetta er bara mín skoðun núna og ef ég skipti um skoðun einhverntíma á ævinni þá er það allt í lagi, það nefnilega má.

Ykkar djúpthugsandi í morgunsárið
Kristín Jóna

“I don’t even need a cristalball to see myself in the future”

kjona

Related Posts

Blómin í hjólbörunum

Blómin í hjólbörunum

Hetjurnar mínar!

Hetjurnar mínar!

Gervigreindin

Gervigreindin

Þrjóska

Þrjóska

No Comment

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

flokkar

nýjar fréttir

komment

Um mig

Ég heiti Kristin Jona og er frá  Vestmannaeyjum. En  bý núna í Marnardal í Suður-Noregi og hef búið hér síðustu tólf árin. Ég hugsa alltaf um Ísland sem heimilið mitt, en ég elska líka að búa hér í Noregi.

Ég hef bloggað síðan árið 2003 svo ef einhvern langar að kíkja aftur í tímann þá er það hægt hérna.

Ég ákvað svo nýlega að bæta ljósmyndablogginu mínu við á þessa síðu svo hægt væri að sjá það samhliða vengjulegu bloggi og mataruppskriftum.