26. júlí 2006
Vá það var ekkert smá gaman á ströndinni í dag, öldurnar voru svo háar að við misstum næstum allt dótið okkar í sjóinn, það flæddi alveg yfir allt draslið okkar, þe. handklæði, töskur og sólhlíf.
Krakkarnir voru gjörsamlega að fíla sig í botn og meira að segja ÉG lá ekki undir sólhlíf í dag og við Klara fórum í sjóinn á vindsængum krakkanna og höfðum það gott. Þó jaðraði við að Klara yrði sjóveik svo við rérum að landi og ?my god? það var allt í sandi og ógeðslegt eftir þetta en allir mikið glaðir. Sandhrúgan sem hrundi úr buxunum mínum þegar ég fór úr var nóg í lítinn sandkastala svo þið getið ímyndað ykkur hvernig þetta var.
Á morgum ætlum aftur í Aqualand og fá að synda með höfrungunum og á laugardaginn eigum við pantaða 2 bílaleigubíla því það er ekki hægt að fá að 7 manna bíl næstu viku svo Klara verður bara að vera dugleg og keyra á eftir okkur en ég þori því ekki. Ég verð á kortinu hjá Þráni og við tökum þá ormana með í okkar bíl og Klara fær unglingana í sinni bíl svo það verður rólegra hjá henni.
Nú svo erum við að spekúlera í því að fara í Apagarðinn á mánudaginn svo þetta er voða mikið annann hvern dag sem við gerum eitthvað rosalegt en hina dagana meira svona á ströndinni og í sundlauginni. Fórum aðeins að versla í gær og aftur í dag. Já ég fór að versla, byrjaði reyndar að fara í svona Indverjabúð og kaupa mér kortalesara því tölvan vildi ekki lesa myndavélina mína svo mér fannst að það væri flottast að kaupa svona kortalesara en ég var samt skíthrædd því það er búið að hræða okkur svo á þessum Indverjum. Fékk svona “all in one” á 32 eur. held að það séu bara góð kaup, sýndist nú standa á honum 89 eur en það er sjálfsagt ekkert að marka.
Ykkar TenerifeKristín