Námskeið í Hvalfirði

Jæja við erum búin að fá tímasetningu á námskeiðið okkar í Hvalfirði en þetta námskeið er eitt af skilyrðunum til að fá forsamþykki íslenskra yfirvalda til ættleiðingar.

20. – 21. október og 11.nóvember eru okkar dagar.  Fyrst er farið heila helgi en svo er bara einn stakur laugardagur.

Okkur finnst bara spennandi að fara á þetta námskeið því þar er farið yfir ýmsa hluti, td. af hverju við ætlum að ættleiða og hvort við gerum okkur grein fyrir því hvað það þýðir osfrv.

En við höfum ekkert heyrt frá félagsmálastofnun Hafnarfjarðar vegna úttektar á okkur.  Það eru komnir tveir mánuðir síðan þeir (og við) fengu bréf frá Dómsmálaráðuneytinu með beiðni um að taka okkur út og á því verki að vera lokið fyrir okt. svo það er eins gott að þau spýti í lófana þegar þau nenna að byrja.
Ég er búin að hringja tvisvar niðrá skrifstofu til að fá að tala við félagsráðgjafa eða fá tíma og í fyrra skiptið var ég of fljót á mér því þau voru ekki búin að fá bréfið og í seinna skiptið átti einhver María að hringja í mig (það eru tvær vikur síðan) en hún hefur ekkert hringt.

Ég veit ekki hvort maður eigi bara að bíða og taka sénsinn á að tímasetningin brenglist eitthvað (sem við viljum alls ekki) eða hvort ég eigi að hringja aftur á mánudaginn og heimta viðtal eða tíma.

Við setjum alla vega ekki skóna okkar fyrir utan dyrnar og bíðum eftir að lífið banki uppá, það er allavega öruggt mál.

Þangað til næst,
ykkar Kristín Jóna

kjona

Related Posts

Blómin í hjólbörunum

Blómin í hjólbörunum

Hetjurnar mínar!

Hetjurnar mínar!

Gervigreindin

Gervigreindin

Þrjóska

Þrjóska

No Comment

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

flokkar

nýjar fréttir

komment

Um mig

Ég heiti Kristin Jona og er frá  Vestmannaeyjum. En  bý núna í Marnardal í Suður-Noregi og hef búið hér síðustu tólf árin. Ég hugsa alltaf um Ísland sem heimilið mitt, en ég elska líka að búa hér í Noregi.

Ég hef bloggað síðan árið 2003 svo ef einhvern langar að kíkja aftur í tímann þá er það hægt hérna.

Ég ákvað svo nýlega að bæta ljósmyndablogginu mínu við á þessa síðu svo hægt væri að sjá það samhliða vengjulegu bloggi og mataruppskriftum.