Óvæntar breytingar


…þurfa ekkert að vera jákvæðar og það að þurfa að taka við þeim daginn sem maður fór mjög seint að sofa af því að Rockstar var í sjónvarpinu virkar illa.

Ég fékk reyndar að vita það í gær að Hafrún og Auður ættu að flytja úr opna rýminu okkar og inná skrifstofu því það er kominn einn nýr strákur í hópinn og ein stelpa væntanleg.  Allt í lagi með það, sérstaklega þeirra vegna en mér hefði fundist allt í lagi að maður fengi einhvern pata af þessu áður sérstaklega þar sem við erum frekar náinn hópur þarna stelpurnar.
En ok, fyrst þetta er svona þá er best að gera sem best úr því og ætluðum við María og Halldóra að hreiðra um okkur saman í horninu mínu og nýja fólkið gæti verið í hinu horninu en NEI, við fáum ekki að ráða þessu og þessi nýja stúlka sem er að byrja og NOTA BENE ég gæti verið mamma hennar á að setjast í sætið hennar Hafrúnar og vera límd uppvið mig.

Í fyrsta sinn í sögu Maritech og allra þeirra flutninga sem þar hafa átt sér stað, sagðist ég ekki vera sátt og væri reyndar bara fúl yfir þessu og ætlaði mér að vera það. (Punktur)

Er búin að finna þessa líka flottu mynd sem Ástrós Mirra málaði á leikskólanum og ætla að líma hana yfir glerið sem er á milli básanna því það er aðeins 10cm færanlegur laus veggur sem skilur á milli bása hjá okkur og þar að auki er gler á honum miðjum svo þú getur ekki átt neitt einkalíf sem er allt í lagi ef þér líður vel með manneskjunni sem er hinum megin.  En það er alveg sama hversu fín stelpa þessi nýja fædd ’81 er það er heil kynslóð á milli mín og hennar SORRY, það er bara málið.  Um hvað talar maður við svona krakka, djammið sem þau eru á um helgar, eða hvernig hægt sé að borga Visa með Visa því endar ná ekki saman.  Nei ég nenni því ekki tók þann pakka út fyrir 20 árum og vill frekar eitthvað þroskaðra eins og við Hafrún höfum haft það.  Stillum saman lögin í tölvunum okkar, fílum Rockstar í tætlur saman, Idol, Eurovision og YOU NAME IT en gagnvart svona ungri stelpu yrði ég að sýna smá þroska og móðureitthvað, bara afþví.
Bara afþví mér líður svoleiðis núna og aðallega er þetta kannski mál fyrir mig núna því ég er á svona tímabili sem ég nenni ekki að kynnast nýju fólki.  Fær svona tilfinningu af og til og hún er mjög sterk núna, vil bara fá að vera eins og ég er án þess að setja upp eitthvað svona velkomin sparibros og gervi eitthvað.

En ætti samt að fara snemma að sofa í kvöld og sjá til hvernig mér líður á morgun.

Þangað til næst,
ykkar Kristín Jóna

kjona

Related Posts

Blómin í hjólbörunum

Blómin í hjólbörunum

Hetjurnar mínar!

Hetjurnar mínar!

Gervigreindin

Gervigreindin

Þrjóska

Þrjóska

No Comment

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

flokkar

nýjar fréttir

komment

Um mig

Ég heiti Kristin Jona og er frá  Vestmannaeyjum. En  bý núna í Marnardal í Suður-Noregi og hef búið hér síðustu tólf árin. Ég hugsa alltaf um Ísland sem heimilið mitt, en ég elska líka að búa hér í Noregi.

Ég hef bloggað síðan árið 2003 svo ef einhvern langar að kíkja aftur í tímann þá er það hægt hérna.

Ég ákvað svo nýlega að bæta ljósmyndablogginu mínu við á þessa síðu svo hægt væri að sjá það samhliða vengjulegu bloggi og mataruppskriftum.