Með gúrkusneiðar í andlitinu….

… nei ekki alveg en ég sit hér með eitthvert djúpnæringarkrem sem á að vera á manni í 10 mín og líður eins og ég sé með gúrkusneiðar í andlitinu.

Hef ekki verið mikið fyrir krem en fékk hérna óvart konu frá Herbalife með snyrtivörur (vissi reyndar ekki að þær væru til) og hún lét mig prófa ýmislegt og það verður að segjast eins og er að ég sá mun á mér svo ég lét fallast í freisni og keypti af henni alls konar krem og dót.

En aðallega er ég að bíða eftir Rockstar endursýningunni því upptakan mín klikkaði í nótt eða ekki upptakan mín heldur slökkti þessi djö… digital afruglari á sér áður en upptakan hófst og því miður þá voru allir farnir að sofa og enginn til að kveikja á honum aftur.
Ég vaknaði svo snemma og ætlaði aldeilis að sjá þáttinn áður en ég færi í vinnu en …. ekkert…. og ég næstum því panikaði, oh my god hvernig fór þátturinn osfrv. og svo fattaði ég náttúrulega að kíkja á netið en þá var ekki búið að uppfæra þar hver datt út en Vísir.is klikkaði ekki og var með nýjustu fréttir.

Ég jafnaði mig á geðvonskunni í nótt og fór og bað hlutaðeigandi fyrirgefningar í dag á mér og sagðist hefði nú aldrei látið mína geðvonsku eða fýlu bitna á nýjum starfsmanni bara svo það væri á hreinu en ég er samt glöð að Halldóra fékk að flytja yfir til mín þar sem skrifborðið þeim megin hentar henni bara svo miklu betur.  Þannig að listaverkið hennar Ástrósar var ekki hengt fyrir glerið heldur bara uppá vegg.

Þangað til næst,
ykkar Kristín Jóna

kjona

Related Posts

Blómin í hjólbörunum

Blómin í hjólbörunum

Hetjurnar mínar!

Hetjurnar mínar!

Gervigreindin

Gervigreindin

Þrjóska

Þrjóska

No Comment

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

flokkar

nýjar fréttir

komment

Um mig

Ég heiti Kristin Jona og er frá  Vestmannaeyjum. En  bý núna í Marnardal í Suður-Noregi og hef búið hér síðustu tólf árin. Ég hugsa alltaf um Ísland sem heimilið mitt, en ég elska líka að búa hér í Noregi.

Ég hef bloggað síðan árið 2003 svo ef einhvern langar að kíkja aftur í tímann þá er það hægt hérna.

Ég ákvað svo nýlega að bæta ljósmyndablogginu mínu við á þessa síðu svo hægt væri að sjá það samhliða vengjulegu bloggi og mataruppskriftum.