Jæja, þá er síðasta viðtalið við félagsráðgjafann okkar búið og eftir því sem hún sagði er ekkert sem ætti að koma í veg fyrir samþykki.
Við lásum yfir greinagerðina hennar og bættum við það sem þurfti. Mér fannst nú svolítið gaman og fallegt að lesa það sem Klara og Snorri sögðu við hana um þessa væntanlegu ættleiðingu okkar. Takk fyrir það krakkar.
Næst er þá bara að leggja þetta fyrir barnaverndarnefnd og þegar hennar samþykki liggur fyrir er þetta sent Dómsmálaráðuneytinu og þaðan fer það svo í þýðingu og svo loks út til Kína.
Vá þetta er mikið og langt ferli.
Næsta skref hjá okkur er að fara í Hvalfjörðinn um aðra helgi á námskeið sem er hluti að þessum undibúningi okkar fyrir þetta stóra og skemmtilega skref sem við erum að stíga.
Þangað til næst,
ykkar Kristín Jóna