Gáfur

31.10.2006 21:19:00 Ég undrast það alltaf jafnmikið hvað hún dóttir mín er gáfuð og hvað hún skilur mikið og líka hvað hún hefur mikla rökhugsun en á sama tíma er hún jafnvel óþekk, ærslafull, gegnir ekki og fleira sem 6 ára stelpur gera.

Þetta eru stundum svo miklar andstæður og stundum dettur mér í hug að ef eitthvað kæmi fyrir mig þá á þessi stelpa eftir að hugsa vel um mig því þegar eitthvað er að, þá sýnir hún svo mikla samúð og samkennd að hún virðist vera orðin miklu meira en tæplega 6 ára eins og hún er.

Minnir enn og aftur á Konný systir sem 6 ára hélt að hún þyrfti að ala mig upp og sjá fyrir mér því hún hélt að mamma og pabbi hefðu farið frá okkur, ég er viss um að Ástrós Mirra á eftir að sýna svipaða takta gagnvart systkyni sínu, sem nota bene ég er enn og aftur gripin óþolinmæði og er ekki viss um að við getum beðið svona lengi, þetta er algjör óþarfi þessi langi biðtími.   En það verður svo sem margt að hugsa um á næstunni s.s. 6 ára afmæli og Hvalfjörður seinni hluti námskeiðs.  Árshátíð og ljósmyndanámskeið og framhald á 6 ára afmæli og þá er nú farið að styttast í piparkökubakstur og jólaundirbúning svo tíminn til áramóta verður auðveldur en ef við þurfum að bíða fram yfir þarnæstu áramót þá eiga eftir að koma erfiðar stundir inn á milli en hver veit nema þetta verði eitthvað hraðvirkara á næsta ári.  Vonum alla vega okkar besta.

Þetta eru bara smáhugrenningar mínar meðan leikurinn sem Þráinn er að horfa á klárist svo ég geti farið að horfa á Prison Break.

Góða nótt öll sömul og munið að sýna börnunum ykkar regnbogann því hann bíður ekki.

Þangað til næst,
ykkar Kristín Jóna

kjona

Related Posts

Blómin í hjólbörunum

Blómin í hjólbörunum

Hetjurnar mínar!

Hetjurnar mínar!

Gervigreindin

Gervigreindin

Þrjóska

Þrjóska

No Comment

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

flokkar

nýjar fréttir

komment

Um mig

Ég heiti Kristin Jona og er frá  Vestmannaeyjum. En  bý núna í Marnardal í Suður-Noregi og hef búið hér síðustu tólf árin. Ég hugsa alltaf um Ísland sem heimilið mitt, en ég elska líka að búa hér í Noregi.

Ég hef bloggað síðan árið 2003 svo ef einhvern langar að kíkja aftur í tímann þá er það hægt hérna.

Ég ákvað svo nýlega að bæta ljósmyndablogginu mínu við á þessa síðu svo hægt væri að sjá það samhliða vengjulegu bloggi og mataruppskriftum.