Ráðskona Bakkabræðra

Það er frumsýning hjá leikfélagi Hafnarfjarðar í kvöld á leikritinu Ráðskona Bakkabræðra, en þar leikur Þráinn minn “Hreppstjórann”.

Við Ástrós Mirra og Kolla frænka skelltum okkur á generalprufu í gærkvöldi og ég get lofað ykkur því kæru vinir að ef þið viljið fá að hlæja svolítið fyrir jólin þá skuluð þið sjá þetta stykki.  Það er hreinlega drepfyndið.  Og kallinn minn er dálítið eldri en hann er í alvörunni og með pípu en ég var alveg að fíla hann.

Í hléinu langaði ÁM svo að fá að fara bakvið og hitta pabba sinn en ég sagði henni að hann væri að laga á sér sminkið.  Hún skildi náttúrulega ekki hvað það væri og ég sagði henni að það væri málningin sem hann væri með framaní sér, rendurnar til að gera hann gamlann en þá svaraði mín, hann er ekkert með málaðar rendur á andlitinu, þetta er bara svipurinn á honum.  OK.

En aftur að leikritinu, það er bara um leið og ljósin eru kveikt sem maður byrjar að hlæja og maður er eiginlega hlæjandi út allt verkið.  Strákarnir 3 sem leika Bakkabræður eru bara drepfyndnir og einn af Gummi Lú sem lék nú eiginmann minn hér um árið í Eyjum er mjög fyndinn og skemmtilegur karakter og svo er alltaf skemmtilegra að horfa á leikrit þegar þú þekkir einhvern.

Á sýningunni var fólk frá 6 ára og uppúr og nokkrir unglingar og ég gat ekki betur heyrt en allir skemmtu sér jafn vel.  Svo þið fólk sem viljið lyfta ykkur upp í skammdeginu, skellið ykkur á sýningu hjá Leikfélagi Hafnarfjarðar og hlæjið svolítið á aðventunni.

Þangað til næst,
ykkar Kristín Jóna

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.