Hvernig orðar maður…

…bréf sem á að segja allt sem segja þarf um af hverju við viljum ættleiða barn frá Kína?

Hvaða orð eru réttu orðin?  Á ég að ýkja eða bara segja sannleikann?  Gæti ég verið spurð út í það sem ég segi?  Ef ég segist hafa áhuga á kínverskri stjörnuspeki, verð ég ekki að kynna mér hana enn betur til að geta svarað spurningum um hana?

Hvernig segir maður í bréfi að maður sé hæfur tll að ala upp lítið barn sem er á barnaheimili og á engan að án þess að tala illa um einhvern/eitthvað?

Hvað er það versta sem gæti gerst?  Það er að fá ekki samþykki.  Og það viljum við alls ekki.  ég er alla vega komin of langt í ferlinu til að geta hætt við.  Mig er farið að dreyma litlu stúlkuna (verð að viðurkenna að ég hugsa alltaf um stúlku) okkar og sjá fyrir mér augun hennar og aðra hluti líka.

Ég hef oft haldið að ég ætti auðvelt með að skrifa bréf en ég verð að viðurkenna að þetta bréf sem við þurfum að semja til að senda með umsókninni okkar til Kína er það erfiðasta sem ég hef skrifað.  Enda get ekki beint spurt neinn hvernig ég eigi að skrifa það því það á að koma frá okkur, ekki vera eitthvað staðlað.

Ætli Kínverjum finnist neikvætt að vera barnalegur og leika við börnin, ætti ég frekar að segja eitthvað annað?

Við sem sagt erum að safna gögnum til að senda til Kína núna.  Öll gögnin sem við redduðum í mai voru bara fyrir Ísland og ekki hægt að nota áfram.
Við erum búin að fá okkur fæðingarvottorð, hjúskaparvottorð, vottorð vinnuveitanda er á leiðinni, sakavottorð sendi víst dómsmálaráðuneytið til ÍÆ svo við sleppum við það, tekjuvottorð þurfum við að fylla út og læknisvottorðið er eftir, við þurfum að drífa í því í næstu viku því það tekur víst 10 daga að fá niðurstöður úr HIV prófum sem við verðum að fara í.  Við þurfum að senda fullt af myndum af okkur heima og úti og í tómstundaiðkun og ég veit ekki hvað.  Ekki veit ég hvað maður gerði ef ekki væri þessi skrifstofa ÍÆ sem aðstoðaði okkur við þetta og útskýrði hvernig allt ætti að vera.
Það má ekki brjóta eða krumpa bréfin sem við sendum út, ég fékk nú reyndar fundargerð féló í pósti samanbrotin, ætli ég verði ekki að fara niðureftir og fá nýtt óbrotið, þori ekki að taka séns á einhverju svona smáatriði.

Kannski er bara gott að það þurfi að gera svona mikið fyrir þessa umsókn því þá einhvern veginn er maður að gera eitthvað í staðinn fyrir að bíða bara.  Biðin á eftir að verða enn erfiðari en hún er núna, hún er reyndar kannski ekki beint erfið núna en samt er ég alltaf með hugann við litlu stúlkuna sem mun eiga heima hjá okkur eftir minna en 2 ár.

Ég er aðeins farin að hugsa um að “já, ég verð að kaupa kommóðu fyrir fötin hennar” og “það þarf stærri skógrind eða hafa tvær eina í ganginum og eina í þvottahúsinu” og fleira í þessum dúr.

Eins og er, er Birta að gista hjá okkur og ég hef hreinlega ekki vitað af þessum tveimur stelpum síðan kl. 18 og fór þá einmitt að hugsa um hvað það væri nú gott að hafa eina litla sem þyrfti á manni að halda þegar þessar stóru stelpur sjá um sig sjálfar í leik.

Þangað til næst,
ykkar Kristín Jóna

kjona

Related Posts

Blómin í hjólbörunum

Blómin í hjólbörunum

Hetjurnar mínar!

Hetjurnar mínar!

Gervigreindin

Gervigreindin

Þrjóska

Þrjóska

No Comment

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

flokkar

nýjar fréttir

komment

Um mig

Ég heiti Kristin Jona og er frá  Vestmannaeyjum. En  bý núna í Marnardal í Suður-Noregi og hef búið hér síðustu tólf árin. Ég hugsa alltaf um Ísland sem heimilið mitt, en ég elska líka að búa hér í Noregi.

Ég hef bloggað síðan árið 2003 svo ef einhvern langar að kíkja aftur í tímann þá er það hægt hérna.

Ég ákvað svo nýlega að bæta ljósmyndablogginu mínu við á þessa síðu svo hægt væri að sjá það samhliða vengjulegu bloggi og mataruppskriftum.