Bleikt eða blátt

1.12.2007

Jæja það er nú orðið langt síðan ég ‘bloggaði’ svona fyrir alvöru en það er ekki eins og ég hafi ekki talað um lífið og tilveruna við samstarfsfólk og vini.

Nú ákvað ég að taka mér tak og ræða aðeins um bleikt og blátt á fæðingardeildinni.  Fyrst þegar ég heyrði af þessari umræðu hennar Kolbrúnar Halldórsdóttur þá var ég hreint út sagt hneiksluð en ég er það ekki lengur því það sem hún var að gera var að fá þjóðina til að ræða þetta og svo sannarlega tókst henni það.

Ég er sammála Möggu Pálu um að það mættu bara vera falleg litskrúðug bútasaumsteppi til að leggja yfir litlu nýfæddu börnin okkar.  Ég viðurkenni alveg að byrja á því að spyrja fólk hvaða kyn barnið er, en það er líklega vegna þess að ég er alin uppí þessu þjóðfélagi sem kyngreinir börn svona mikið.

Þetta snýst ekki um að hafa börnin í bleiku og bláu, þetta snýst um að það gefa ekki út bækur sem heita (og passið ykkur ég er alveg að gubba við að segja þetta) ‘Hvernig á að vera prinsessa?’.  Oh my god.  Ekki er til nein bók sem heitir ‘Hvernig á að vera prins’.  Önnur bók sem kom út um árið, Disneybók sem dóttir vinnufélaga mín fékk í áskriftarklúbbi (og nota bene mamma hennar henti bókinni og sagði upp í klúbbnum eftir þessa bók) en hún var um littla kettlinga og strákakettlingarnir voru ærslabelgir og uppátektarsamir á meðan stelpukettlingarnir voru stilltir og prúðir.  HALLÓÓÓOOOO!

Við ræddum þetta mikið niðrí vinnu um daginn og voru flestar stelpurnar sammála um að eiga dætur sem ekki væru svona bleikar prinsessur, heldur léku þeirra dætur sér mikið með fjarstýrða bíla og fleira strákadót.  Þá stóð eins stelpan upp og sagði:

Já og þið sjáið líka hvar við erum að vinna!

.. ekki í hefðbundnum kvennastörfum, við erum ekki hjúkrunarkonur, flugfreyjur, afgreiðslustúlkur, fóstrur eða kennarar.  Það segir kannski bara það að við vorum þessar fáu stelpur sem léku sér að strákadóti þegar við vorum litlar.  Ég átti bíla og fannst meira gaman að þeim en barbiedúkkum svo eðlilega el ég ekki dóttur mína uppí svona ‘týpískum bleikum hlutum’.

Þannig að kannski er rótin uppi á fæðingardeild.  En þið megið ekki misskilja mig, ég vil að konur séu konur og karlar séu karlar.  Og eðlilega leita börn í mismiklum mæli í þessa hefðbundnu kynjaleiki en við megum alveg aðeins hugsa okkur um.

Í umræðunni okkar um daginn kom einnig fram að fólk myndi alveg setja stelpuna sína í blátt en ALDREI setja strák í bleikt.  Er það ekki líka umhugsunarefni fyrir okkur.  Af hverju mega stelpurnar fara yfir í karlmannsstörfin en okkur þykir hjákátlegt þegar karlmenn fara í kvenmannsstörfin.

Annað sem mig langar að nefna við ykkur sem er dálítið skondið er að það byrjaði ný stelpa að vinna með mér um daginn.  Ég settist við hliðina á henni í hennar fyrsta matartíma og á einhverjum tímapunkti erum við farnar að ræða vopnaburð íslenskra stráka.  Þe. byssuleiki oþh. og ef þið þekkið mig og mínar skoðanir þá vitið þið alveg að ég mátti passa mig í þessari umræðu.  Ég komst að því að strákurinn hennar er mikið fyrir byssur og leikur sér mikið með þær.  Mér er alltaf í fersku minni nágrannastrákurinn sem ekki mátti leika sér með byssur en svo brást eitthvað að hann fékk vatnsbyssu, því öðru foreldrinu fannst það ekki vera byssa.  Það varð smá rökræða á því heimili um að þetta væri byssa og nú væru þau búin að brjóta regluna sem þau settu sér, og svo búið.  Nei aldeilis ekki búið, þetta stigmagnaðist og svona tveimur mánuður seinna kemur drengurinn þá 4 ára gamall í heimsókn til ÁM og hann er klæddur kameflasvesti, með riffil og handsprengju í höndunum.

Vá, hvað gerðist frá því að ætla ekki að leyfa barninu sínu að leika með byssur og þar til barnið er komið í svo ‘ýkt stríðsföt’ að það var eins og hann byggi með talibönum.  Næst þegar hann kom, var hann með sverð (frekar saklaust er það ekki?) með storknuðu blóði á.  Með blóði á, til hvers?  Svo það líkist því meira að hann hafi í ALVÖRUNNI DREPIÐ EINHVERN.   Ef ekki átti að líkja eftir drápi, þá hefði ekkert blóð verið á.  Ef hefði átt að kenna að sverð væri hægt að nota til að verja sig fyrir grimmum dýrum þá hefði ekki verið blóð á því.

En já, við vinnufélagarnir vorum að ræða vopnaburð íslenskra drengja og svo er matartíminn búinn og ég fer inn til mín en fer þá að hugsa:  Vona að hún misskilji mig ekki þó ég sé svona heit á móti vopnum íslenskra barna.
Frétti svo frá öðrum vinnufélaga að hún hafi sagt hið sama, þannig að við vorum líklega báðar heitar en hvor í sína áttina.

Jæja, þá er komið að jólahlaðborði hjá Maritech og þar eru einhverjir leikir og einn frá hverju borði sem á að bjóða sig fram.  Að sjálfsögðu stend ég fyrst upp á mínu borði og svo ég að nýja stelpan kemur frá sínu borði og svo tveir strákar.

Ok, það er smá þraut í gangi … við eigum að keppa í skotfimi, já ég er ekki að grínast með það, við eigum að keppa í skotfimi og ég er nýbúin að komast að því að nýja stelpan er líka með byssuleyfi.  Einmitt mjög sanngjörn keppni, tveir strákar sem hafa skotið af byssum allt sitt líf og tvær stelpur, önnur með byssuleyfi og hin svo rangeygð að hún hefur aldrei hitt í mark og svo mótfallinn byssunotkun barna að hún átti nú bara næstum því erfitt að taka þátt í þessu.





hver haldiði að hafi unnið? Það var ekki annar hvor strákurinn.

Þangað til næst,
ykkar Kristín Jóna

kjona

Related Posts

Blómin í hjólbörunum

Blómin í hjólbörunum

Hetjurnar mínar!

Hetjurnar mínar!

Gervigreindin

Gervigreindin

Þrjóska

Þrjóska

No Comment

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

flokkar

nýjar fréttir

komment

Um mig

Ég heiti Kristin Jona og er frá  Vestmannaeyjum. En  bý núna í Marnardal í Suður-Noregi og hef búið hér síðustu tólf árin. Ég hugsa alltaf um Ísland sem heimilið mitt, en ég elska líka að búa hér í Noregi.

Ég hef bloggað síðan árið 2003 svo ef einhvern langar að kíkja aftur í tímann þá er það hægt hérna.

Ég ákvað svo nýlega að bæta ljósmyndablogginu mínu við á þessa síðu svo hægt væri að sjá það samhliða vengjulegu bloggi og mataruppskriftum.