.. en þegar gamla sjónvarpið dó um síðustu helgi. Hann sagði bara YES!
Svo ég frestaði ljósmyndaferð á sunnudaginn til að geta farið með honum að kaupa nýtt sjónvarp.
Ég verð nú að segja það að nýja tækið er frekar flott. Stórt, skýrt og ekkert flökt á myndinni.
Skrítið hef samt horft mun minna á sjónvarp síðan það kom.
Ástrós Mirru gengur bara vel í skólanum og er að byrja að kynnast krökkunum og henni Söru sem býr á hæðinni fyrir neðan okkur. Það gekk ekkert rosalega vel til að byrja með, Sara var voða spennt að spyrja eftir Ástrós en hún vildi bara vera ein og horfa á sjónvarpið. Svo ákváðum við að það væri hvort eð er ekkert í lagi að horfa á sjónvarpið og þá fóru þær að ná saman. Ég bauð Söru með í sleðaferð og svo héldum við Bingó með verðlaunum oþh. og svo í gær voru þær voða góðar að leika með bangsana hennar Ástrósar og tóku þá uppá því að hlaupa niður og sækja bangsa frá Söru og þá hugsaði ég… það er einmitt þetta sem er svo gaman við að eiga vinkonu í sama stigagangi.
Vonum að þær haldi áfram að ná vel saman. En svo eru gömlu bekkjarfélagarnir ekki búnir að gleyma henni því henni er boðið í afmæli á laugardaginn hjá fyrrverandi bekkjarsystur og mun þá hitta allar stelpurnar. Svo ætlar hún heim með Helgu Rós bestu vinkonu sinni og gista þar því við hjónin erum að fara út að borða og leikhúsið á eftir.
Taka út jólagjöfina frá mér til Þráins, Jesus Crist Superstar. Hlakka þvílíkt til, vona að tónlistin verði algjört dúndur.
Þangað til næst,
Kristín Jóna
Ps. ég lauk síðustu þjónustuvaktinni minni á þriðjudaginn og léttist um 2 kíló við það.